Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Sylvía Hall skrifar 26. desember 2020 14:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samsett/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. Frá þessu greinir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar segir hann það hafa verið mistök að hafa haft samband við Pfizer án aðkomu Þórólfs, en honum til varnar hafi samstarfsmenn hans í Bandaríkjunum komið sambandinu á. „Góðu fréttirnar eru þær að næsta fund með Pfizer tökum við Þórólfur saman og ef hann gengur vel dreg ég mig í hlé og skil þetta alfarið í höndunum á honum enda hæfir það hans hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi,“ skrifar Kári. Hann segir Þórólf leiðtoga Íslendinga í baráttunni og hann hafi stýrt þjóðinni ljúfmannlega. „Hann er leiðtogi okkar í baráttunni og ég og mitt fólk fáum af og til að leggja að mörkum þegar það á við. Það voru mistök af minni hálfu að hafa Þórólf ekki með mér þegar ég hafði samband við Pfizer,“ skrifar Kári, sem fer fögrum orðum um störf sóttvarnalæknis. „Þórólfur hefur stýrt okkur ótrúlega vel og ljúfmannlega í gegnum tíu mánaða faraldur og er manna best til þess fallinn að beita bólusetningum til þess að koma okkur endanlega út úr honum.“ Báðir í viðræðum við Pfizer Greint var frá því fyrr í vikunni að Kári hefði átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefði efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum væri vænlegasta leiðin til árangurs. Þórólfur sagði hugmyndina ekki komna alfarið frá Kára. Sjálfur hefði hann viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. „Ég sendi Pfizer skeyti 15. desember þar sem að ég viðraði þá hugmynd að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fasa fjögur rannsókn. Þar sem við myndum bólusetja nánast alla þjóðina og afla nauðsynlegra upplýsinga,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þá fundaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Sagðist hún hafa heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer þar sem sóttvarnalæknir hefði upplýst ráðherranefnd um það fyrr í desember. Á fundinum hafi verið ræddur sá möguleiki að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt væri að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í gær. Hugmyndin væri þó enn á samtalsstigi, en samkvæmt stöðuuppfærslu Kára virðast fleiri fundir fyrirhugaðir og markmiðið að Þórólfur taki alfarið við stjórnartaumunum í viðræðunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að hann hafi hafið samskipti sín við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer án þess að ræða við sóttvarnalækni „og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur.“ 24. desember 2020 14:11 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Frá þessu greinir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar segir hann það hafa verið mistök að hafa haft samband við Pfizer án aðkomu Þórólfs, en honum til varnar hafi samstarfsmenn hans í Bandaríkjunum komið sambandinu á. „Góðu fréttirnar eru þær að næsta fund með Pfizer tökum við Þórólfur saman og ef hann gengur vel dreg ég mig í hlé og skil þetta alfarið í höndunum á honum enda hæfir það hans hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi,“ skrifar Kári. Hann segir Þórólf leiðtoga Íslendinga í baráttunni og hann hafi stýrt þjóðinni ljúfmannlega. „Hann er leiðtogi okkar í baráttunni og ég og mitt fólk fáum af og til að leggja að mörkum þegar það á við. Það voru mistök af minni hálfu að hafa Þórólf ekki með mér þegar ég hafði samband við Pfizer,“ skrifar Kári, sem fer fögrum orðum um störf sóttvarnalæknis. „Þórólfur hefur stýrt okkur ótrúlega vel og ljúfmannlega í gegnum tíu mánaða faraldur og er manna best til þess fallinn að beita bólusetningum til þess að koma okkur endanlega út úr honum.“ Báðir í viðræðum við Pfizer Greint var frá því fyrr í vikunni að Kári hefði átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefði efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum væri vænlegasta leiðin til árangurs. Þórólfur sagði hugmyndina ekki komna alfarið frá Kára. Sjálfur hefði hann viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. „Ég sendi Pfizer skeyti 15. desember þar sem að ég viðraði þá hugmynd að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fasa fjögur rannsókn. Þar sem við myndum bólusetja nánast alla þjóðina og afla nauðsynlegra upplýsinga,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þá fundaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Sagðist hún hafa heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer þar sem sóttvarnalæknir hefði upplýst ráðherranefnd um það fyrr í desember. Á fundinum hafi verið ræddur sá möguleiki að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt væri að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í gær. Hugmyndin væri þó enn á samtalsstigi, en samkvæmt stöðuuppfærslu Kára virðast fleiri fundir fyrirhugaðir og markmiðið að Þórólfur taki alfarið við stjórnartaumunum í viðræðunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að hann hafi hafið samskipti sín við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer án þess að ræða við sóttvarnalækni „og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur.“ 24. desember 2020 14:11 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að hann hafi hafið samskipti sín við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer án þess að ræða við sóttvarnalækni „og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur.“ 24. desember 2020 14:11
Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37
Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58