Segjast fegin því að árið sé senn á enda: „Það er bara fínt að sprengja þetta burt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2020 22:02 Flugeldasala Landsbjargar fer vel af stað. Þeir sem fréttastofa ræddi við segjast dauðfegnir að árið sé að líða undir lok og hlakka til að sprengja það burt. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir söluna jafnvel meiri í ár en í fyrra. „Það er okkar tilfinning að efnahagssveiflur hafa tiltölulega lítil áhrif á flugeldasölu. Það er okkar reynsla í gegnum árin,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Engar áramótabrennur verða á dagskrá á gamlárskvöld vegna samkomutakmarkanna. Ekki er mælst með því að fólk safnist saman en undanfarin ár hefur til dæmis verið mikil hópamyndun fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður vel mönnuð á síðasta degi ársins en ekki með fyrirfram skipulagðan viðbúnað vegna hópamyndana. Fegin að árið sé á enda Fréttastofa ræddi við fólk sem statt var í flugeldasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar „Ég held að flestir séu bara nokkuð fegnir. Það er bara fínt að sprengja þetta burt,“ sagði Sólveig Björnsdóttir. „Ég verð dauðfegin að kveðja þetta ár,“ sagði Birna og Viktor sem var með henni í för segir að gleðin verði mikil. Ætlið þið að sprengja meira í ár en síðustu ár? „Kannski, sjáum til,“ sagði Viktor og bætir Sigurjón því við að kakan verði aðeins stærri í ár en síðustu ár. Sigurjón, Birna og Viktor keyptu flugelda í dag og segjast dauðfegin því að árið sé á enda.STÖÐ2 „Við ætlum ekki að kveðja þetta ár með mínútu þögn. Við ætlum að sprengja það í burtu, það er það sem ég heyri“ sagði Þór. Sterkar líkur eru á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2021 vegna veðurskilyrða og megnunar frá flugeldum að því er segir í tilkynningu frá borginni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar stendur fyrir flugeldasýningu klukkan 20.30 í kvöld. Skotið verður upp frá Hvaleyrarlóni og er fólk minnt á að gæta að sóttvarnareglum og njóta sýningarinnar í jólakúlunni, t.d. í bílnum. Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir söluna jafnvel meiri í ár en í fyrra. „Það er okkar tilfinning að efnahagssveiflur hafa tiltölulega lítil áhrif á flugeldasölu. Það er okkar reynsla í gegnum árin,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Engar áramótabrennur verða á dagskrá á gamlárskvöld vegna samkomutakmarkanna. Ekki er mælst með því að fólk safnist saman en undanfarin ár hefur til dæmis verið mikil hópamyndun fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður vel mönnuð á síðasta degi ársins en ekki með fyrirfram skipulagðan viðbúnað vegna hópamyndana. Fegin að árið sé á enda Fréttastofa ræddi við fólk sem statt var í flugeldasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar „Ég held að flestir séu bara nokkuð fegnir. Það er bara fínt að sprengja þetta burt,“ sagði Sólveig Björnsdóttir. „Ég verð dauðfegin að kveðja þetta ár,“ sagði Birna og Viktor sem var með henni í för segir að gleðin verði mikil. Ætlið þið að sprengja meira í ár en síðustu ár? „Kannski, sjáum til,“ sagði Viktor og bætir Sigurjón því við að kakan verði aðeins stærri í ár en síðustu ár. Sigurjón, Birna og Viktor keyptu flugelda í dag og segjast dauðfegin því að árið sé á enda.STÖÐ2 „Við ætlum ekki að kveðja þetta ár með mínútu þögn. Við ætlum að sprengja það í burtu, það er það sem ég heyri“ sagði Þór. Sterkar líkur eru á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2021 vegna veðurskilyrða og megnunar frá flugeldum að því er segir í tilkynningu frá borginni. Björgunarsveit Hafnarfjarðar stendur fyrir flugeldasýningu klukkan 20.30 í kvöld. Skotið verður upp frá Hvaleyrarlóni og er fólk minnt á að gæta að sóttvarnareglum og njóta sýningarinnar í jólakúlunni, t.d. í bílnum.
Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. 28. desember 2020 21:14