Náðu fimm skömmtum en ekki sex úr hverju glasi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2020 10:20 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Aðeins náðust fimm skammtar úr hverju glasi af bóluefni Pfizer og BioNTech sem kom til landsins í gær en ekki sex eins og vonast var til. Reiknað er með að bólusetning á höfuðborgarsvæðinu klárist í dag. Þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum kom í ljós að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Vísir greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að ná sex skömmtum af bóluefni úr hverju glasi sem barst til landsins í gær. Skammtarnir hefðu þannig talið tólf þúsund en ekki tíu þúsund. Þurftu að hætta við stóra planið Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að skammtar í hverju glasi hefðu þó, þegar uppi var staðið, aðeins reynst fimm. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höguðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við vorum búin að fá fréttir fyrir fram að hugsanlega væri hægt að fá sjötta skammtinum úr hverju glasi en það náðist ekki. Maður þarf að ná heilum sjötta skammtinum úr hverju glasi til að mega nota það. Það er örlítill afgangur í hverju glasi en það næst ekki heill skammtur til viðbótar,“ segir Ragnheiður. „Við vorum samt með stórt plan ef við hefðum náð sjötta skammtinum. Við vorum búin að undirbúa að geta farið á fleiri dagdvalir fyrir aldraða en þurftum að hætta við það, því miður. Það hefði verið frábært.“ Gengið ótrúlega vel Um 1.500 manns voru bólusettir í gær og ráðgert er að alls verði bólusettir um 2.220 með þessum fyrstu skömmtum. Þau sem eftir eru verða bólusett í dag en lagt er upp með að klára hjúkrunarheimilin. „Svo erum við að taka mjög mikið af sambýlum sem eru metin eins og hjúkrunarheimili, þar sem eru skjólstæðingar sem þurfa mikla þjónustu. Við lentum í miklum vandræðum með mörg þessara sambýla þegar komu upp sýkingar eða grunur um sýkingar,“ segir Ragnheiður. Íbúar á þeim sambýlum sem metin eru ígildi hjúkrunarheimila, þ.e. í forgangshópi þrjú samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fá því bólusetningu með þessari fyrstu sendingu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í heildina og ekkert komið upp á. Löggan hjálpar okkur líka rosalega vel, keyrir út bóluefnið, þannig að þetta gengur rosalega vel.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum kom í ljós að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Vísir greindi frá því í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að ná sex skömmtum af bóluefni úr hverju glasi sem barst til landsins í gær. Skammtarnir hefðu þannig talið tólf þúsund en ekki tíu þúsund. Þurftu að hætta við stóra planið Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því í morgun að skammtar í hverju glasi hefðu þó, þegar uppi var staðið, aðeins reynst fimm. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höguðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við vorum búin að fá fréttir fyrir fram að hugsanlega væri hægt að fá sjötta skammtinum úr hverju glasi en það náðist ekki. Maður þarf að ná heilum sjötta skammtinum úr hverju glasi til að mega nota það. Það er örlítill afgangur í hverju glasi en það næst ekki heill skammtur til viðbótar,“ segir Ragnheiður. „Við vorum samt með stórt plan ef við hefðum náð sjötta skammtinum. Við vorum búin að undirbúa að geta farið á fleiri dagdvalir fyrir aldraða en þurftum að hætta við það, því miður. Það hefði verið frábært.“ Gengið ótrúlega vel Um 1.500 manns voru bólusettir í gær og ráðgert er að alls verði bólusettir um 2.220 með þessum fyrstu skömmtum. Þau sem eftir eru verða bólusett í dag en lagt er upp með að klára hjúkrunarheimilin. „Svo erum við að taka mjög mikið af sambýlum sem eru metin eins og hjúkrunarheimili, þar sem eru skjólstæðingar sem þurfa mikla þjónustu. Við lentum í miklum vandræðum með mörg þessara sambýla þegar komu upp sýkingar eða grunur um sýkingar,“ segir Ragnheiður. Íbúar á þeim sambýlum sem metin eru ígildi hjúkrunarheimila, þ.e. í forgangshópi þrjú samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fá því bólusetningu með þessari fyrstu sendingu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í heildina og ekkert komið upp á. Löggan hjálpar okkur líka rosalega vel, keyrir út bóluefnið, þannig að þetta gengur rosalega vel.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18 Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06 Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. 30. desember 2020 07:18
Nýja afbrigði kórónuveirunnar komið til Bandaríkjanna Hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem gert hefur usla á Bretlandseyjum hefur nú fundist í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. 30. desember 2020 07:06
Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. 29. desember 2020 22:36