Handtökur, dóp, djamm og nóg af peningum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2020 15:47 Steinar Fjeldsted var einn af stofnendum Quarashi. Steinar Fjeldsted, eða Steini í Quarashi, var ein af aðalsprautunum í rappsveitinni Quarashi sem náði lygilegum hæðum á sínum tíma og fyllti tónleikahallir um allan heim. Steinar er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Við fórum í stúdíó með Cypress Hill, túruðum með stærstu böndum í heimi og upplifðum ótrúlega hluti, en það var einhvern vegin bara orðið venjulegt. En eftir á að hyggja sér maður hvað þetta var stórt og magnað í raun,“ segir Steinar. Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tvítugt óraði hann líklega ekki fyrir því sem framundan var. Stórir plötusamningar, ferðalög um allan heim, tónleikahald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur. „Þetta var hrikalega spennandi fyrst. Að fara á ný og ný hótel í nýrri og nýrri borg, en svo eftir nokkrar vikur fer manni að vera sama hvar maður er og þetta venst bara eins og allt annað.” Steinar segir að lífsstíllinn hafi verið alls konar á þeim tíma þegar Quarashi náði mestu hæðunum. Vorum allir djammarar „Við vorum komnir með mikinn pening á milli handanna og gátum bara gert það sem við vildum í raun. Þetta er sjúklega gaman en verður svo svakalega lýjandi líka. Við vorum í öllu saman, drekka dópa og djamma. Sérstaklega fyrstu árin og þá vorum við í raun stjórnlausir. En eftir ákveðinn tíma settumst við niður og ákváðum að við værum komnir í meistaradeildina og yrðum að haga okkur samkvæmt því. En það gekk ekki alltaf vel. Menn voru handteknir og leystir út úr fangelsum og það var verið að brjóta hurðir sem átti ekki að brjóta og alls konar. Sem betur fer voru handtökurnar ekki fyrir verri hluti en að vera með minniháttar skammta af fíkniefnum á sér og óspektir. Við vorum í raun allir djammarar áður en við byrjuðum í hljómsveitinni, þannig að það var kannski ekki skrýtið að það héldi áfram og yrði meira.” Í þættinum segir Steinar meðal annars sögur af ótrúlegum vinsældum Quarashi í Japan. „Við túruðum mest í Bandaríkjunum og fórum um allt þar og ferðuðumst líka um alla Evrópu, en í fyrsta skipti sem við komum til Japan vorum við bara stórstjörnur og vorum í raun risastórir þar. Það biðu fleiri hundruð manns fyrir utan hótelið okkar og þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan útvarpsstöðvar þar sem við fórum í viðtöl og okkur var sagt að við mættum alls ekki fara neitt einir, ekki einu sinni út af hótelinu. Okkur var sagt að það væru lífverðir sem ættu að fara með okkur, en ég gaf skít í það og laumaði mér út bakdyramegin af hótelinu og ætlaði að fara í Stussy búðina í stærsta verslunarhverfinu í Tokyo,“ segir Steinar og heldur áfram. „Síðan er ég í Virgin Records plötubúðinni í því hverfi þegar fólk byrjar að horfa á mig og ég sé að það er risastór mynd af mér inni í búðinni. Þegar ég kom út byrjaði fólk að safnast saman í kringum mig og þetta endaði með því að ég þurfti lögreglufylgd og var keyrður í burtu af lögreglunni. Þarna áttaði ég mig á stærðinni á þessu í Japan. Það voru stelpur að birtast á mismunandi flugvöllum sem höfðu elt okkur og þetta var í raun bara algjör geðveiki.” Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Quarashi ævintýrið, tómleikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Steinar er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Við fórum í stúdíó með Cypress Hill, túruðum með stærstu böndum í heimi og upplifðum ótrúlega hluti, en það var einhvern vegin bara orðið venjulegt. En eftir á að hyggja sér maður hvað þetta var stórt og magnað í raun,“ segir Steinar. Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tvítugt óraði hann líklega ekki fyrir því sem framundan var. Stórir plötusamningar, ferðalög um allan heim, tónleikahald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur. „Þetta var hrikalega spennandi fyrst. Að fara á ný og ný hótel í nýrri og nýrri borg, en svo eftir nokkrar vikur fer manni að vera sama hvar maður er og þetta venst bara eins og allt annað.” Steinar segir að lífsstíllinn hafi verið alls konar á þeim tíma þegar Quarashi náði mestu hæðunum. Vorum allir djammarar „Við vorum komnir með mikinn pening á milli handanna og gátum bara gert það sem við vildum í raun. Þetta er sjúklega gaman en verður svo svakalega lýjandi líka. Við vorum í öllu saman, drekka dópa og djamma. Sérstaklega fyrstu árin og þá vorum við í raun stjórnlausir. En eftir ákveðinn tíma settumst við niður og ákváðum að við værum komnir í meistaradeildina og yrðum að haga okkur samkvæmt því. En það gekk ekki alltaf vel. Menn voru handteknir og leystir út úr fangelsum og það var verið að brjóta hurðir sem átti ekki að brjóta og alls konar. Sem betur fer voru handtökurnar ekki fyrir verri hluti en að vera með minniháttar skammta af fíkniefnum á sér og óspektir. Við vorum í raun allir djammarar áður en við byrjuðum í hljómsveitinni, þannig að það var kannski ekki skrýtið að það héldi áfram og yrði meira.” Í þættinum segir Steinar meðal annars sögur af ótrúlegum vinsældum Quarashi í Japan. „Við túruðum mest í Bandaríkjunum og fórum um allt þar og ferðuðumst líka um alla Evrópu, en í fyrsta skipti sem við komum til Japan vorum við bara stórstjörnur og vorum í raun risastórir þar. Það biðu fleiri hundruð manns fyrir utan hótelið okkar og þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan útvarpsstöðvar þar sem við fórum í viðtöl og okkur var sagt að við mættum alls ekki fara neitt einir, ekki einu sinni út af hótelinu. Okkur var sagt að það væru lífverðir sem ættu að fara með okkur, en ég gaf skít í það og laumaði mér út bakdyramegin af hótelinu og ætlaði að fara í Stussy búðina í stærsta verslunarhverfinu í Tokyo,“ segir Steinar og heldur áfram. „Síðan er ég í Virgin Records plötubúðinni í því hverfi þegar fólk byrjar að horfa á mig og ég sé að það er risastór mynd af mér inni í búðinni. Þegar ég kom út byrjaði fólk að safnast saman í kringum mig og þetta endaði með því að ég þurfti lögreglufylgd og var keyrður í burtu af lögreglunni. Þarna áttaði ég mig á stærðinni á þessu í Japan. Það voru stelpur að birtast á mismunandi flugvöllum sem höfðu elt okkur og þetta var í raun bara algjör geðveiki.” Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Quarashi ævintýrið, tómleikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira