Segist eitt af „líkamsræktarsmitunum“ jafnvel þótt ekki sé vitað hvar hún smitaðist Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 17:44 World Class sagði á dögunum upp 90 starfsmönnum. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn World Class hafa birt erindi frá konu sem segir farir sínar ekki sléttar af smitrakningu í kjölfar Covid-19 greiningar en smitið hafi verið sett í flokk smita á líkamsræktarstöðvum, jafnvel þótt hún hefði getað smitast á ótal öðrum stöðum. Samkvæmt frásögn konunnar greindist hún 3. október síðastliðinn og þegar smitrakningarteymið hafði samband sagði hún eins og var; að hún væri önnum kafin hágreiðslukona, að hún væri von að sækja börn sín í leikskóla og grunnskóla, og verslaði jafnan í ákveðinni Krónuverslun. Að auki stundaði hún ræktina. „Það eina sem þau spurðu mig útí af þessum stöðum var hvert ég hefði farið á æfingu. Ég svaraði „í World Class“ og þau spurðu hvaða World Class stöð og ég sagði í Laugum. Ég fór í tvo tíma þar þegar það var opið fyrir hópatíma og ég vissi nákvæmlega hvar ég hefði verið og klukkan hvað og hverjir voru næst mér í þessum tímum. Það smitaðist enginn af þeim sem ég var með í tíma né þjálfarinn sem gekk sjálfur frá búnaði fyrir og eftir tíma,“ segir konan. Að hennar sögn var smitið rakið til World Class, jafnvel þótt ekki væri hægt að staðfesta hvar hún hefði smitast. Hún væri því eitt af þeim 73 smitum sem yfirvöld segðu hafa verið rakin til líkamsræktarstöðva. „Þau höfðu engan áhuga á að vita í hvaða litlu Krónu verslun ég fór í eftir æfingu, sem ég vissi klukkan hvað ég fór í, en þau vildu bara vita hvaða æfingastöð ég fór í,“ segir hún. Þess ber að geta að eins og þekkt er þá hafa eigendur World Class ítrekað lýst óánægju sinni með lokun líkamsræktarstöðva í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Frásögnin í heild. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31 Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. 10. desember 2020 18:11 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Samkvæmt frásögn konunnar greindist hún 3. október síðastliðinn og þegar smitrakningarteymið hafði samband sagði hún eins og var; að hún væri önnum kafin hágreiðslukona, að hún væri von að sækja börn sín í leikskóla og grunnskóla, og verslaði jafnan í ákveðinni Krónuverslun. Að auki stundaði hún ræktina. „Það eina sem þau spurðu mig útí af þessum stöðum var hvert ég hefði farið á æfingu. Ég svaraði „í World Class“ og þau spurðu hvaða World Class stöð og ég sagði í Laugum. Ég fór í tvo tíma þar þegar það var opið fyrir hópatíma og ég vissi nákvæmlega hvar ég hefði verið og klukkan hvað og hverjir voru næst mér í þessum tímum. Það smitaðist enginn af þeim sem ég var með í tíma né þjálfarinn sem gekk sjálfur frá búnaði fyrir og eftir tíma,“ segir konan. Að hennar sögn var smitið rakið til World Class, jafnvel þótt ekki væri hægt að staðfesta hvar hún hefði smitast. Hún væri því eitt af þeim 73 smitum sem yfirvöld segðu hafa verið rakin til líkamsræktarstöðva. „Þau höfðu engan áhuga á að vita í hvaða litlu Krónu verslun ég fór í eftir æfingu, sem ég vissi klukkan hvað ég fór í, en þau vildu bara vita hvaða æfingastöð ég fór í,“ segir hún. Þess ber að geta að eins og þekkt er þá hafa eigendur World Class ítrekað lýst óánægju sinni með lokun líkamsræktarstöðva í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Frásögnin í heild.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31 Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. 10. desember 2020 18:11 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44
Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51
Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. 10. desember 2020 18:11