Gerði myndasögu á íslensku sem útskýrir kórónuveiruna fyrir börnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. mars 2020 16:51 Guðlaug Marion Mitchison barnasálfræðingur segir að börn þurfi ekki að fylgjast með fréttum og blaðamannafundum um kórónuveiruna. Aðsendar myndir Barnasálfræðingurinn Guðlaug Marion Mitchison hefur útbúið myndasögu sem útskýrir kórónuveiruna fyrir börnum. Hún ákvað að setja upp litla sögu þar sem ekki væri til mikið af fræðsluefni á íslensku sem foreldrar gætu nýtt sér í samræðum við börn um ástandið í þjóðfélaginu í dag. Bókin er á PDF formi og áhugasamir geta nálgast hana hér neðst í fréttinni. „Ég er að starfa sem barnasálfræðingur hjá Kópavogsbæ. Eins og hefur ekki farið fram hjá neinum hefur verið mikið óvissuástand alls staðar í þjóðfélaginu. Ég fann hvað það var verið að reyna að halda okkur fullorðna fólkinu vel upplýstu. Reglulega eru blaðamannafundir, það eru fréttir og fólk er að deila upplýsingasíðum með efni eins og frá embætti landlæknis. Ég staldraði síðan við og hugsaði að mögulega þyrftu síðan börnin í kringum okkur að fá aðeins upplýsingar.“ Börn oft með ranghugmyndir Guðlaug byrjaði að skima hvort slíkt efni hefði verið útbúið en fann lítið nema á öðrum tungumálum eins og á ensku, ítölsku og kínversku. Því ákvað hún að útbúa myndasögu sem myndi útskýra kórónuveiruna og Covit-19 fyrir börnum á einfaldan hátt. „Mér finnst alltaf svo sniðugt að nota einhverjar svona stuttar og skýrar sögur til þess að koma af stað samtali með börnunum. Það er oft sem að börnin eru að ganga um með einhvern kvíða eða óöryggi, eða eru með einhverjar hugsanir sem þau eru ekki endilega að bera upp á borð við okkur fullorðna fólkið.“ Hún segir að auðvitað séu mörg börn sem ræði slíkar hugsanir og óöryggi upp hátt en alls ekki öll geri það. „Þá er svolítið gott að hafa svona efni til að styðja sig við til þess að byrja samtalið við börnin okkar. Því það er oft sem þau eru með einhverjar ákveðnar hugmyndir, skoðanir eða sýn á aðstæðunum sem eru ekki alveg 100 prósent réttar og við getum þá leiðrétt. Þau eru kannski að ganga um með einhverjar hugmyndir í maganum um að þetta sé mun verra en þetta er í raun og veru, en við kannski vitum ekki endilega af því.“ Með bókinni vonar Guðlaug að foreldrar geti á einfaldan hátt rætt kórónuveiru við börnin sín.Mynd/Guðlaug Guðlaug segir að því sé gott að hafa svona sögu og renna yfir hana. „Hún er auðvitað alls ekki tæmandi, hún er bara stutt og einföld. En þá er hægt að byrja á því að lesa hana og svo í framhaldinu taka samtalið. Spyrja börnin hvað þau eru að hugsa og hvað þeim finnst. Þá getum við verið svolítið að fræða og jafnvel draga úr hugmyndum sem þau hafa sem eru verri, þau eru kannski að lita aðstæðurnar verri en þær eru af því að þau eru í óvissunni. Þau eru ekki að fá eins mikið fræðsluefni og við fullorðna fólkið.“ Hún segir að þó að það sé mikilvægt að ræða þessi mál við börn, þá þurfi þau alls ekki að heyra allt það sem fullorðna fólkið heyrir um veiruna og afleiðingar hennar. „Ég myndi vilja að það væri verið að halda börnunum aðeins frá því. Við erum að nota orð og flóknara tungumál sem við erum að skilja sem gæti aðeins hrætt þau.“ Það var þess vegna sem Guðlaug vildi hafa bókina mjög einfalda og skiljanlega. „Það er svo auðvelt fyrir þau að misskilja hluti sem eru flóknari þó við skiljum þá mjög vel. Það sem ég mæli með er að reyna að setja bara jafnvel á ykkur heyrnatól þegar verið er að hlusta á blaðamannafundinn. Að leyfa þeim að dunda sér í einhverju öðru á meðan, einhverju uppbyggjandi. Svo bara eiga gæðastund með þeim og reyna að halda ró sinni með bestu getu í kringum börnin, reyna að lágmarka það sem þau heyra það sem er verið að segja í fréttunum.“ Í myndasögunni er meðal annars að finna leiðbeiningar um handþvott.Mynd/Guðlaug Kvíði foreldra getur speglast í börnum Guðlaug minnir á að foreldrar og forráðamenn eru fyrirmyndir barna sinna og ósjálfrátt getur það speglast ef fullorðna fólkið er að sýna mikið óöryggi og kvíðaeinkenni. Börnin geti skynjað ástandið sem mjög hættulegt ef fullorðnir eru í uppnámi. „Það þarf að reyna að lágmarka það en auðvitað er þetta með kórónuveiruna fordæmalausar aðstæður. Við höfum ekki tekist á við svona áður og því er alveg eðlilegt að fullorðna fólkið sé líka að sýna óöryggi og kvíða. Þá er gott að reyna að viðra það við vini og vandamenn og fá að tjá sig um það, jafnvel ræða við fagaðila. Það er mikið af fagaðilum sem við eigum hér á Íslandi sem við getum leitað til.“ Í sögunni skrifar Guðlaug að stundum verði fullorðna fólkið áhyggjufullt. Það þurfi bara að halda ró sinni því læknarnir séu að gera allt sem þeir geta til að finna út úr þessu fyrir okkur. „Stundum er fullorðna fólkið ekki alltaf með svör við öllum spurningum því ég er nýr vírus. Læknar eru að reyna að kynnast mér betur til að geta svarað spurningum ykkar, annarra barna og fullorðinna.“ Gæðastundir mikilvægar Nú er mikið um skerðingu hjá skólum og leikskólum og því mörg börn heima á daginn og ekki í sinni hefðbundnu rútínu. „Heilt yfir myndi ég ráðleggja fólki að taka bara einn dag í einu. Við þurfum bara að hugsa um næstu 24 tímana.“ Guðlaug segir að auðvitað séu dagarnir misjafnir en þá daga sem það er mögulegt, væri sniðugt að móta daginn eins og í leik- og grunnskóla. Setja upp smá plan fyrir daginn, svo börnin séu rólegri. Það er þá hægt að læra eða gera eitthvað annað sniðugt, taka kaffi saman, hreyfa sig saman úti og svo framvegis. „Ég held að það mikilvægasta sé að passa upp á hvort annað og að fjölskyldan hafi gæðastundir saman.“ Guðlaug vonar að myndasögunni verði dreift áfram svo hún nái til sem flestra barna hér á landi. „Því fleiri sem fá hana, því betra.“ Fjöldi einstaklinga og stofnana hefur nú þegar óskað eftir því að fá eintak af sögunni til að nota við fræðslu. Guðlaug fagnar þessu og segist vera í skýjunum yfir viðbrögðunum. Uppfært: Í fyrri útgáfu kom fram að Guðlaug hafi skrifað þessa bók. Rétt er að hún tók aðeins saman þessa útgáfu og er hún byggð á bók eftir Manuelu Molina. Fleiri hafa einnig gert íslenska þýðingu. Guðlaug segist hafa sett saman þessa útgáfu til að deila með öðrum sem gætu nýtt sér slíkt á þessu óvissutímum en tilgangurinn var ekki hagnaður að neinu leiti. Hægt er að nálgast bókina á mörgum tungumálum hér. PDF skjali með myndasögu Guðlaugar í heild sinni má hlaða niður hér fyrir neðan. Korona.pdf (913kB) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Myndlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Barnasálfræðingurinn Guðlaug Marion Mitchison hefur útbúið myndasögu sem útskýrir kórónuveiruna fyrir börnum. Hún ákvað að setja upp litla sögu þar sem ekki væri til mikið af fræðsluefni á íslensku sem foreldrar gætu nýtt sér í samræðum við börn um ástandið í þjóðfélaginu í dag. Bókin er á PDF formi og áhugasamir geta nálgast hana hér neðst í fréttinni. „Ég er að starfa sem barnasálfræðingur hjá Kópavogsbæ. Eins og hefur ekki farið fram hjá neinum hefur verið mikið óvissuástand alls staðar í þjóðfélaginu. Ég fann hvað það var verið að reyna að halda okkur fullorðna fólkinu vel upplýstu. Reglulega eru blaðamannafundir, það eru fréttir og fólk er að deila upplýsingasíðum með efni eins og frá embætti landlæknis. Ég staldraði síðan við og hugsaði að mögulega þyrftu síðan börnin í kringum okkur að fá aðeins upplýsingar.“ Börn oft með ranghugmyndir Guðlaug byrjaði að skima hvort slíkt efni hefði verið útbúið en fann lítið nema á öðrum tungumálum eins og á ensku, ítölsku og kínversku. Því ákvað hún að útbúa myndasögu sem myndi útskýra kórónuveiruna og Covit-19 fyrir börnum á einfaldan hátt. „Mér finnst alltaf svo sniðugt að nota einhverjar svona stuttar og skýrar sögur til þess að koma af stað samtali með börnunum. Það er oft sem að börnin eru að ganga um með einhvern kvíða eða óöryggi, eða eru með einhverjar hugsanir sem þau eru ekki endilega að bera upp á borð við okkur fullorðna fólkið.“ Hún segir að auðvitað séu mörg börn sem ræði slíkar hugsanir og óöryggi upp hátt en alls ekki öll geri það. „Þá er svolítið gott að hafa svona efni til að styðja sig við til þess að byrja samtalið við börnin okkar. Því það er oft sem þau eru með einhverjar ákveðnar hugmyndir, skoðanir eða sýn á aðstæðunum sem eru ekki alveg 100 prósent réttar og við getum þá leiðrétt. Þau eru kannski að ganga um með einhverjar hugmyndir í maganum um að þetta sé mun verra en þetta er í raun og veru, en við kannski vitum ekki endilega af því.“ Með bókinni vonar Guðlaug að foreldrar geti á einfaldan hátt rætt kórónuveiru við börnin sín.Mynd/Guðlaug Guðlaug segir að því sé gott að hafa svona sögu og renna yfir hana. „Hún er auðvitað alls ekki tæmandi, hún er bara stutt og einföld. En þá er hægt að byrja á því að lesa hana og svo í framhaldinu taka samtalið. Spyrja börnin hvað þau eru að hugsa og hvað þeim finnst. Þá getum við verið svolítið að fræða og jafnvel draga úr hugmyndum sem þau hafa sem eru verri, þau eru kannski að lita aðstæðurnar verri en þær eru af því að þau eru í óvissunni. Þau eru ekki að fá eins mikið fræðsluefni og við fullorðna fólkið.“ Hún segir að þó að það sé mikilvægt að ræða þessi mál við börn, þá þurfi þau alls ekki að heyra allt það sem fullorðna fólkið heyrir um veiruna og afleiðingar hennar. „Ég myndi vilja að það væri verið að halda börnunum aðeins frá því. Við erum að nota orð og flóknara tungumál sem við erum að skilja sem gæti aðeins hrætt þau.“ Það var þess vegna sem Guðlaug vildi hafa bókina mjög einfalda og skiljanlega. „Það er svo auðvelt fyrir þau að misskilja hluti sem eru flóknari þó við skiljum þá mjög vel. Það sem ég mæli með er að reyna að setja bara jafnvel á ykkur heyrnatól þegar verið er að hlusta á blaðamannafundinn. Að leyfa þeim að dunda sér í einhverju öðru á meðan, einhverju uppbyggjandi. Svo bara eiga gæðastund með þeim og reyna að halda ró sinni með bestu getu í kringum börnin, reyna að lágmarka það sem þau heyra það sem er verið að segja í fréttunum.“ Í myndasögunni er meðal annars að finna leiðbeiningar um handþvott.Mynd/Guðlaug Kvíði foreldra getur speglast í börnum Guðlaug minnir á að foreldrar og forráðamenn eru fyrirmyndir barna sinna og ósjálfrátt getur það speglast ef fullorðna fólkið er að sýna mikið óöryggi og kvíðaeinkenni. Börnin geti skynjað ástandið sem mjög hættulegt ef fullorðnir eru í uppnámi. „Það þarf að reyna að lágmarka það en auðvitað er þetta með kórónuveiruna fordæmalausar aðstæður. Við höfum ekki tekist á við svona áður og því er alveg eðlilegt að fullorðna fólkið sé líka að sýna óöryggi og kvíða. Þá er gott að reyna að viðra það við vini og vandamenn og fá að tjá sig um það, jafnvel ræða við fagaðila. Það er mikið af fagaðilum sem við eigum hér á Íslandi sem við getum leitað til.“ Í sögunni skrifar Guðlaug að stundum verði fullorðna fólkið áhyggjufullt. Það þurfi bara að halda ró sinni því læknarnir séu að gera allt sem þeir geta til að finna út úr þessu fyrir okkur. „Stundum er fullorðna fólkið ekki alltaf með svör við öllum spurningum því ég er nýr vírus. Læknar eru að reyna að kynnast mér betur til að geta svarað spurningum ykkar, annarra barna og fullorðinna.“ Gæðastundir mikilvægar Nú er mikið um skerðingu hjá skólum og leikskólum og því mörg börn heima á daginn og ekki í sinni hefðbundnu rútínu. „Heilt yfir myndi ég ráðleggja fólki að taka bara einn dag í einu. Við þurfum bara að hugsa um næstu 24 tímana.“ Guðlaug segir að auðvitað séu dagarnir misjafnir en þá daga sem það er mögulegt, væri sniðugt að móta daginn eins og í leik- og grunnskóla. Setja upp smá plan fyrir daginn, svo börnin séu rólegri. Það er þá hægt að læra eða gera eitthvað annað sniðugt, taka kaffi saman, hreyfa sig saman úti og svo framvegis. „Ég held að það mikilvægasta sé að passa upp á hvort annað og að fjölskyldan hafi gæðastundir saman.“ Guðlaug vonar að myndasögunni verði dreift áfram svo hún nái til sem flestra barna hér á landi. „Því fleiri sem fá hana, því betra.“ Fjöldi einstaklinga og stofnana hefur nú þegar óskað eftir því að fá eintak af sögunni til að nota við fræðslu. Guðlaug fagnar þessu og segist vera í skýjunum yfir viðbrögðunum. Uppfært: Í fyrri útgáfu kom fram að Guðlaug hafi skrifað þessa bók. Rétt er að hún tók aðeins saman þessa útgáfu og er hún byggð á bók eftir Manuelu Molina. Fleiri hafa einnig gert íslenska þýðingu. Guðlaug segist hafa sett saman þessa útgáfu til að deila með öðrum sem gætu nýtt sér slíkt á þessu óvissutímum en tilgangurinn var ekki hagnaður að neinu leiti. Hægt er að nálgast bókina á mörgum tungumálum hér. PDF skjali með myndasögu Guðlaugar í heild sinni má hlaða niður hér fyrir neðan. Korona.pdf (913kB)
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Myndlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira