Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. mars 2020 17:20 Elísabet Ormslev, Stefanía Svavars og Matti Matt voru á meðal þeirra sem sungu seinni partinn í dag. Listamennirnir gættu vel að því að hafa tveggja metra bil á milli sín. Vísir/Vilhelm Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. Viðburðurinn var auðvitað lokaður áhorfendum og íbúar gátu fylgst með út um glugga eða komið saman á svölum og sungið með. Vegna kórónuveirunnar var passað upp á að gott bil væri á milli allra einstaklinga. Upptaka frá þessari skemmtilegu uppákomu er í spilaranum hér fyrir neðan. „Mig langaði að gera góðverk á þessum tíma og gleðja pabba, sem er 89 ára og er íbúi á Ísafold,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í samtali við Vísi. Hugmyndin að þessu kviknaði seint í gær þegar Ingunn Björk og Selma Björnsdóttir vinkona hennar fóru saman út að ganga. Úr varð teymi listafólks sem langaði að gleðja þá öldruðu. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún segir að heimsóknabannið sé þeim erfitt og því tilvalið að gleðja íbúana. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir virðist kunna ýmislegt fyrir sér í söngnum.Vísir/Vilhelm „Við ætluðum fyrst að gera þetta bara tvær sjálfar og svo tók Selma upp símann og notaði sitt frábæra tengslanet. Hún hringdi í nokkra vel valda tónlistarmenn sem að stukku allir á vagninn.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson, góður vinur þeirra, er staddur á Akureyri en vildi endilega taka þátt. Hann dó ekki ráðalaus og tók lögin Í Fjarlægð og Það er bara þú við mikinn fögnuð íbúa á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Á efnisskránni í Garðabænum voru lög á borð við Lóan er komin, Heyr mína bæn, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Manstu ekki eftir mér.. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér er hann á Hrafnistu.Aðsend mynd Markmiðið að gleðja nokkur hjörtu Íbúar skelltu sér í hlýju fötin, kúrðu sumir undir teppi og nutu söngsins á svölunum. Sumir fylgdust með og mátti sjá bros og jafnvel tár á hvarmi. „Ég sendi póst á forstjóra Hrafnistu í gærkvöldi og hann tók vel í þetta sem og öll yfirstjórnin. Það var búið að undirbúa íbúa. Það er ekkert félagsstarf í gangi hjá þeim þessa dagana svo þau fögnuðu þessu. Þau tóku daginn í að undirbúa þau og klæða í hlý föt, vettlinga, húfur og teppi. Allir verða hamingjusamir og glaðir eftir daginn, að maður hafi náð að gleðja nokkur hjörtu því það er svo takmarkað hvað maður getur gert á þessum tíma.“ Færeyingurinn Jógvan Hansen lét að sjálfsögðu sjá sig. Vísir/Vilhelm Þarf ekki að kosta mikið Ingunn Björk vonar að sem flestir sem hafi tök á noti þennan tíma til að gleðja aðra. „Ég vil bara hvetja almenning og aðstandendur eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda, að vera hugmyndarík og finna leiðir til þess að brjóta upp daglegt líf hjá einstaklingum. Ég á föður sem er að verða níræður og hann nær ekki alltaf að svara í símann. Að finna leiðir til að gleðja gamla fólkið og líka bara þá sem eru einir heima.“ Söngvararnir voru sumir með íslenska fána með sér. Selma Björnsdóttir veifaði einum slíkum meðfram söngnum.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að margt fólk upplifi mikinn söknuð þar sem það geti ekki fengið aðstandendur í heimsókn og fólk með Alzheimer og fleiri eigi jafnvel erfitt með að skilja þetta. „Mín skilaboð eru bara hvatning, að aðstandendur finni leiðir sem að þurfa ekki að kosta neitt. Bara reyna að nota samtakamáttinn, við getum gert svo margt. Saman getum við gert kraftaverk á svona leiðinlegum tíma. Þetta erum við að gera í dag og vonandi geta fleiri látið boltann fara að rúlla svolítið í gleðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Garðabær Góðverk Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira
Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. Viðburðurinn var auðvitað lokaður áhorfendum og íbúar gátu fylgst með út um glugga eða komið saman á svölum og sungið með. Vegna kórónuveirunnar var passað upp á að gott bil væri á milli allra einstaklinga. Upptaka frá þessari skemmtilegu uppákomu er í spilaranum hér fyrir neðan. „Mig langaði að gera góðverk á þessum tíma og gleðja pabba, sem er 89 ára og er íbúi á Ísafold,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í samtali við Vísi. Hugmyndin að þessu kviknaði seint í gær þegar Ingunn Björk og Selma Björnsdóttir vinkona hennar fóru saman út að ganga. Úr varð teymi listafólks sem langaði að gleðja þá öldruðu. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún segir að heimsóknabannið sé þeim erfitt og því tilvalið að gleðja íbúana. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir virðist kunna ýmislegt fyrir sér í söngnum.Vísir/Vilhelm „Við ætluðum fyrst að gera þetta bara tvær sjálfar og svo tók Selma upp símann og notaði sitt frábæra tengslanet. Hún hringdi í nokkra vel valda tónlistarmenn sem að stukku allir á vagninn.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson, góður vinur þeirra, er staddur á Akureyri en vildi endilega taka þátt. Hann dó ekki ráðalaus og tók lögin Í Fjarlægð og Það er bara þú við mikinn fögnuð íbúa á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Á efnisskránni í Garðabænum voru lög á borð við Lóan er komin, Heyr mína bæn, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Manstu ekki eftir mér.. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér er hann á Hrafnistu.Aðsend mynd Markmiðið að gleðja nokkur hjörtu Íbúar skelltu sér í hlýju fötin, kúrðu sumir undir teppi og nutu söngsins á svölunum. Sumir fylgdust með og mátti sjá bros og jafnvel tár á hvarmi. „Ég sendi póst á forstjóra Hrafnistu í gærkvöldi og hann tók vel í þetta sem og öll yfirstjórnin. Það var búið að undirbúa íbúa. Það er ekkert félagsstarf í gangi hjá þeim þessa dagana svo þau fögnuðu þessu. Þau tóku daginn í að undirbúa þau og klæða í hlý föt, vettlinga, húfur og teppi. Allir verða hamingjusamir og glaðir eftir daginn, að maður hafi náð að gleðja nokkur hjörtu því það er svo takmarkað hvað maður getur gert á þessum tíma.“ Færeyingurinn Jógvan Hansen lét að sjálfsögðu sjá sig. Vísir/Vilhelm Þarf ekki að kosta mikið Ingunn Björk vonar að sem flestir sem hafi tök á noti þennan tíma til að gleðja aðra. „Ég vil bara hvetja almenning og aðstandendur eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda, að vera hugmyndarík og finna leiðir til þess að brjóta upp daglegt líf hjá einstaklingum. Ég á föður sem er að verða níræður og hann nær ekki alltaf að svara í símann. Að finna leiðir til að gleðja gamla fólkið og líka bara þá sem eru einir heima.“ Söngvararnir voru sumir með íslenska fána með sér. Selma Björnsdóttir veifaði einum slíkum meðfram söngnum.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að margt fólk upplifi mikinn söknuð þar sem það geti ekki fengið aðstandendur í heimsókn og fólk með Alzheimer og fleiri eigi jafnvel erfitt með að skilja þetta. „Mín skilaboð eru bara hvatning, að aðstandendur finni leiðir sem að þurfa ekki að kosta neitt. Bara reyna að nota samtakamáttinn, við getum gert svo margt. Saman getum við gert kraftaverk á svona leiðinlegum tíma. Þetta erum við að gera í dag og vonandi geta fleiri látið boltann fara að rúlla svolítið í gleðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Garðabær Góðverk Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira