Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi.
Sigrún hefur slegið í gegn á skjánum að undanförnu í þáttum á borð við Transbörn, Allir geta dansað og að sjálfsögðu í Leitinni að upprunanum.
Sindri fékk að sjá hvernig eldhúsið leit út fyrir og síðan eftir breytingarnar en hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins sem var á dagskrá á Stöð 2.