Hvetur fólk til þess að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki annað kvöld Sylvía Hall skrifar 19. mars 2020 18:17 Kamilla Ósk Heimisdóttir fékk hugmyndina eftir að hafa séð sambærilegt framtak í Portúgal. Hún vonar að sem flestir taki þátt. Vísir/Getty Yfir 4.500 manns hafa boðað þátttöku sína í svokölluðu hópklappi fyrir heilbrigðisstarfsfólk annað kvöld klukkan 19 og rúmlega tvö þúsund lýst yfir áhuga. Á viðburðinum „Ísland klappar fyrir heilbrigðisstarfsfólki“ getur fólk boðað þátttöku sína. „Heilbrigðisstarfsfólkið í landinu okkar á svo sannarlega hrós skilið fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur. Því ætlum við öll að taka önnur lönd til fyrirmyndar að klappa og þakka þeim fyrir,“ segir í lýsingu viðburðarins. Fólk er hvatt til þess að klappa hvar sem það er statt á landinu og sýna þannig heilbrigðis- og öryggismálastarfsfólki þakklæti. Sambærilegur viðburður fór fram á Tenerife í vikunni og sagði Íslendingur á svæðinu að augnablikið hafi verið afar fallegt. Sjá einnig: Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kamilla Ósk Heimisdóttir, skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina hafa komið eftir að sambærilegur viðburður fór fram í Portúgal. „Ég sá þetta fyrst hjá frænda mínum sem býr úti í Portúgal, þar sem þau voru að gera þetta. Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að mig langaði að prófa að athuga hvernig væri tekið í þetta hér, og þetta gekk bara svona ótrúlega vel.“ Hún segist vona að sem flestir taki þátt. Það skipti engu máli hvar fólk sé á landinu. „Ég vona bara að sem flestir taki þátt og fari út á svalir hjá sér eða hvar sem það er statt og klappi þannig allt heilbrigðisstarfsfólk heyri það, hvar sem það er,“ segir Kamilla en áætlaður tími er um það bil mínúta. „Mínútu eða tvær mínútur, eins lengi og fólk nennir.“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Kamillu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi 16. mars 2020 17:08 Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20 Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Yfir 4.500 manns hafa boðað þátttöku sína í svokölluðu hópklappi fyrir heilbrigðisstarfsfólk annað kvöld klukkan 19 og rúmlega tvö þúsund lýst yfir áhuga. Á viðburðinum „Ísland klappar fyrir heilbrigðisstarfsfólki“ getur fólk boðað þátttöku sína. „Heilbrigðisstarfsfólkið í landinu okkar á svo sannarlega hrós skilið fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur. Því ætlum við öll að taka önnur lönd til fyrirmyndar að klappa og þakka þeim fyrir,“ segir í lýsingu viðburðarins. Fólk er hvatt til þess að klappa hvar sem það er statt á landinu og sýna þannig heilbrigðis- og öryggismálastarfsfólki þakklæti. Sambærilegur viðburður fór fram á Tenerife í vikunni og sagði Íslendingur á svæðinu að augnablikið hafi verið afar fallegt. Sjá einnig: Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kamilla Ósk Heimisdóttir, skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina hafa komið eftir að sambærilegur viðburður fór fram í Portúgal. „Ég sá þetta fyrst hjá frænda mínum sem býr úti í Portúgal, þar sem þau voru að gera þetta. Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að mig langaði að prófa að athuga hvernig væri tekið í þetta hér, og þetta gekk bara svona ótrúlega vel.“ Hún segist vona að sem flestir taki þátt. Það skipti engu máli hvar fólk sé á landinu. „Ég vona bara að sem flestir taki þátt og fari út á svalir hjá sér eða hvar sem það er statt og klappi þannig allt heilbrigðisstarfsfólk heyri það, hvar sem það er,“ segir Kamilla en áætlaður tími er um það bil mínúta. „Mínútu eða tvær mínútur, eins lengi og fólk nennir.“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Kamillu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi 16. mars 2020 17:08 Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20 Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20
Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00