Lífið

Inga Sæland fór að fordæmi Ítala og söng fyrir nágranna

Sylvía Hall skrifar
Inga Sæland.
Inga Sæland. Vísir/Vilhelm

„Þá er ég komin í áskorunargírinn. Ég var búin að heita ykkur því að mæta kannski út á pall með kassagítarinn og taka lagið hérna fyrir hverfið. Ég held ég leggi það nú ekki á nokkurn mann en ég ætla nú að taka samt lagið. ”

Svona hefst myndband á Facebook-síðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, þar sem hún tekur lagið fyrir nágranna sína. Lagið sem varð fyrir valinu var Suður um höfin og tók Inga lagið án þess að treysta á undirspil.

„Þið megið nú ekki drepast úr hlátri þegar ég er að taka þetta með engu. En fyrir okkur sem erum heima og hugsum til fallegu sólarstrandanna, þá er nú alveg ástæða til að syngja, ” segir Inga í myndbandinu.

Inga er ekki sú fyrsta að gleðja nágranna með söng hér á landi, en stórsöngvarinn Gissur Páll kom nágrönnum sínum í Eskihlíð skemmtilega á óvart um helgina þegar hann söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio.

Sjá einnig:  Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng

„Svona ætlum við að gera það, vonandi, hvern einasta dag þangað til við erum búin að sigra þetta stríð. Því það er náttúrulega akkúrat það sem við ætlum að gera,” segir Inga við áhorfendur og minnir á bjartsýni og bros.

Hér að neðan má heyra Ingu taka lagið.


Tengdar fréttir

Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng

Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×