Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 17:45 Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu slökkviliðsins í Vestmannaeyjum, en reglurnar taka gildi í dag klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Hvers kyns viðburðir bannaðir Í tilkynningunni segir að samkomubann í Vestmannaeyjum feli í sér að ráðstefnur, málþing, fundir, skemmtanir svo sem tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi eru nú bannaðar. Sömu sögu er að segja af kirkjuathöfnum hvers konar, svo sem vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma. Frekari tilkynningar að vænta „Aðra sambærilega viðburði með 10 einstaklingum eða fleiri. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými, s.s. á veitingastöðum, mötuneytum, kaffihúsum og verslunum. Aðgangur almennings að íþróttamannvirkjum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum. Starfsemi þar sem nálægð er mikil er bönnuð s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur slík starfsemi. Sjúkraþjálfun nema þegar um mikilvæga endurhæfingar er að ræða og er slíkt þá heimilt með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir Íþróttastarf barna og fullorðinna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og einhver sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi,“ segir í tilkynningunni, en aðgerðirnar eru gerðar í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni. Frekari tilkynningar verði sendar út síðar í dag. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja greindist með kórónuveirusmit Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 og eru alls 282 Eyjamenn í sóttkví, þar á meðal bæjarstjórinn Íris Róbertsdóttir. 20. mars 2020 21:34 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu slökkviliðsins í Vestmannaeyjum, en reglurnar taka gildi í dag klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Hvers kyns viðburðir bannaðir Í tilkynningunni segir að samkomubann í Vestmannaeyjum feli í sér að ráðstefnur, málþing, fundir, skemmtanir svo sem tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi eru nú bannaðar. Sömu sögu er að segja af kirkjuathöfnum hvers konar, svo sem vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma. Frekari tilkynningar að vænta „Aðra sambærilega viðburði með 10 einstaklingum eða fleiri. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými, s.s. á veitingastöðum, mötuneytum, kaffihúsum og verslunum. Aðgangur almennings að íþróttamannvirkjum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum. Starfsemi þar sem nálægð er mikil er bönnuð s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur slík starfsemi. Sjúkraþjálfun nema þegar um mikilvæga endurhæfingar er að ræða og er slíkt þá heimilt með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir Íþróttastarf barna og fullorðinna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og einhver sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi,“ segir í tilkynningunni, en aðgerðirnar eru gerðar í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni. Frekari tilkynningar verði sendar út síðar í dag.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja greindist með kórónuveirusmit Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 og eru alls 282 Eyjamenn í sóttkví, þar á meðal bæjarstjórinn Íris Róbertsdóttir. 20. mars 2020 21:34 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja greindist með kórónuveirusmit Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 og eru alls 282 Eyjamenn í sóttkví, þar á meðal bæjarstjórinn Íris Róbertsdóttir. 20. mars 2020 21:34
Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41