Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Andri Eysteinsson skrifar 21. mars 2020 18:48 Víðir Reynisson greindi frá komandi aðgerðum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sóttvarnarlæknir hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra sem er þar í vinnslu og verður kynnt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það verður væntanlega gefið út annað kvöld og tekur gildi frá miðnætti á mánudaginn. Víðir segist ekki búast við að farið verði jafn langt niður og gert var í Vestmannaeyjum og í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum annars vegar og lögreglunni á Norðurlandi vestra hins vegar var greint frá því að ekki mættu fleiri koma saman en tíu í Vestmannaeyjum og fimm í Húnaþingi vestra en í síðarnefnda sveitarfélaginu skulu allir íbúar sæta úrvinnslusóttkví frá og með klukkan 22:00 í kvöld. Endanleg tala liggur ekki fyrir en Víðir telur að hún verði á bilinu 20-30. Þá munu hertar aðgerðir einnig fela í sér lokanir á stöðum þar sem þjónusta er „einn á einn“ til að mynda hárgreiðslustöðvar. Víðir segir þá að aðgerðirnar muni hafa áhrif á sundlaugar og líkamsræktarstöðvar landsins, spurður hvort að líkamsræktarstöðvum og sundlaugum verði lokað vegna aðgerðanna segir Víðir það teljast mjög líklegt. Þrátt fyrir hertar aðgerðir segist Víðir ekki búast við því að breytingar verði gerðar á skóla- og leikskólahaldi á næstu dögum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sóttvarnarlæknir hefur sent minnisblað til heilbrigðisráðherra sem er þar í vinnslu og verður kynnt fyrir ríkisstjórn á morgun. Það verður væntanlega gefið út annað kvöld og tekur gildi frá miðnætti á mánudaginn. Víðir segist ekki búast við að farið verði jafn langt niður og gert var í Vestmannaeyjum og í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum annars vegar og lögreglunni á Norðurlandi vestra hins vegar var greint frá því að ekki mættu fleiri koma saman en tíu í Vestmannaeyjum og fimm í Húnaþingi vestra en í síðarnefnda sveitarfélaginu skulu allir íbúar sæta úrvinnslusóttkví frá og með klukkan 22:00 í kvöld. Endanleg tala liggur ekki fyrir en Víðir telur að hún verði á bilinu 20-30. Þá munu hertar aðgerðir einnig fela í sér lokanir á stöðum þar sem þjónusta er „einn á einn“ til að mynda hárgreiðslustöðvar. Víðir segir þá að aðgerðirnar muni hafa áhrif á sundlaugar og líkamsræktarstöðvar landsins, spurður hvort að líkamsræktarstöðvum og sundlaugum verði lokað vegna aðgerðanna segir Víðir það teljast mjög líklegt. Þrátt fyrir hertar aðgerðir segist Víðir ekki búast við því að breytingar verði gerðar á skóla- og leikskólahaldi á næstu dögum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira