Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 07:34 27 smit hafa nú greinst í Vestmannaeyjum. Getty/Bernd von Jutrczenka Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna sem birt var á Facebook skömmu eftir miðnætti í nótt. Einn sem greindist með veiruna í gær var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Líkt og áður hefur komið fram má í nær öllum tilfellum rekja smitin til íþróttakappleikja á höfuðborgarsvæðinu sem Eyjamenn sóttu, ýmist sem áhorfendur eða leikmenn, og bein smit frá þeim. Gripið hefur verið til tímabundinna aðgerða í því sambandi í Vestmannaeyjum síðustu daga; leikskólanum Sóla hefur verið lokað og heilu árgangarnir í Grunnskóla Vestmannaeyja settir í svokallaða úrvinnslukví. Öll sýnin úr 7. bekk neikvæð Þá segir í færslunni að óvenjumikið hafi verið um veikindi hjá nemendum í 7. bekkjum grunnskólans og nokkrir sem tengjast einstaklingum með staðfest smit. Tekin voru sýni úr þeim nemendum sem voru lasnir, auk nokkurra fjölskyldumeðlima sem einnig höfðu einkenni, en sýnin reyndust öll neikvæð. Úrvinnslukví verður því aflétt af þessum hóp í dag. Í fyrradag var svo staðfest smit hjá einum kennara í grunnskólanum. „Á sambærilegan hátt og gert var með nemendur og starfsfólk í 7. bekk var í gær ákveðið að setja nemendur í 1.-4. bekk ásamt starfsfólki Hamarskóla í tímabundna úrvinnslukví fram á sunnudag á meðan málið er skoðað. Smitrakning er langt komin en er ekki lokið,“ segir í tilkynningu. Sjá einnig: Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Þá er vikið að spurningalista um veikindi sem nemendur og foreldrar áðurnefndra fjögurra árganga voru beðnir að svara. Nær allir urðu við því og í framhaldinu voru um þrjátíu börn og aðstandendur þeirra með einkenni öndunarfærasýkingar kallaðir inn í sýnatökur, sem búist er við að ljúki í dag. Sýnin verða því næst send á Landspítala með Herjólfi og búast má við að niðurstöður liggi fyrir um kvöldmatarleytið. Hrakaði og þurfti innlögn Í gær bárust svo niðurstöður úr sýnatöku dagsins áður. Þar reyndust jákvæð sýni heldur fleiri en búist var við en alls greindust sextán ný tilfelli veirunnar í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins. Tíu einstaklingar af þeim sextán sem greindust í gær voru þegar í sóttkví. Þá var heildarfjöldi einstaklinga í sóttkví í Eyjum 397 í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og þurfti innlögn á sjúkrahús. „Sýnið reyndist jákvætt með tilliti til COVID-19. Í samræmi við landsáætlanir var sjúklingurinn því fluttur til innlagnar á Landspítalann með sjúkraflugvél,“ segir í tilkynningu. Líkt og kynnt var í gær hafa reglur um samkomubann verið hertar í Vestmannaeyjum, m.a. vegna þess fjölda smita sem greindist í gær. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan 18 í gær. Í tilkynningu almannavarna segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um skólahald á mánudag en ljóst er að það verði með breyttu sniði. Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna sem birt var á Facebook skömmu eftir miðnætti í nótt. Einn sem greindist með veiruna í gær var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Líkt og áður hefur komið fram má í nær öllum tilfellum rekja smitin til íþróttakappleikja á höfuðborgarsvæðinu sem Eyjamenn sóttu, ýmist sem áhorfendur eða leikmenn, og bein smit frá þeim. Gripið hefur verið til tímabundinna aðgerða í því sambandi í Vestmannaeyjum síðustu daga; leikskólanum Sóla hefur verið lokað og heilu árgangarnir í Grunnskóla Vestmannaeyja settir í svokallaða úrvinnslukví. Öll sýnin úr 7. bekk neikvæð Þá segir í færslunni að óvenjumikið hafi verið um veikindi hjá nemendum í 7. bekkjum grunnskólans og nokkrir sem tengjast einstaklingum með staðfest smit. Tekin voru sýni úr þeim nemendum sem voru lasnir, auk nokkurra fjölskyldumeðlima sem einnig höfðu einkenni, en sýnin reyndust öll neikvæð. Úrvinnslukví verður því aflétt af þessum hóp í dag. Í fyrradag var svo staðfest smit hjá einum kennara í grunnskólanum. „Á sambærilegan hátt og gert var með nemendur og starfsfólk í 7. bekk var í gær ákveðið að setja nemendur í 1.-4. bekk ásamt starfsfólki Hamarskóla í tímabundna úrvinnslukví fram á sunnudag á meðan málið er skoðað. Smitrakning er langt komin en er ekki lokið,“ segir í tilkynningu. Sjá einnig: Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Þá er vikið að spurningalista um veikindi sem nemendur og foreldrar áðurnefndra fjögurra árganga voru beðnir að svara. Nær allir urðu við því og í framhaldinu voru um þrjátíu börn og aðstandendur þeirra með einkenni öndunarfærasýkingar kallaðir inn í sýnatökur, sem búist er við að ljúki í dag. Sýnin verða því næst send á Landspítala með Herjólfi og búast má við að niðurstöður liggi fyrir um kvöldmatarleytið. Hrakaði og þurfti innlögn Í gær bárust svo niðurstöður úr sýnatöku dagsins áður. Þar reyndust jákvæð sýni heldur fleiri en búist var við en alls greindust sextán ný tilfelli veirunnar í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins. Tíu einstaklingar af þeim sextán sem greindust í gær voru þegar í sóttkví. Þá var heildarfjöldi einstaklinga í sóttkví í Eyjum 397 í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og þurfti innlögn á sjúkrahús. „Sýnið reyndist jákvætt með tilliti til COVID-19. Í samræmi við landsáætlanir var sjúklingurinn því fluttur til innlagnar á Landspítalann með sjúkraflugvél,“ segir í tilkynningu. Líkt og kynnt var í gær hafa reglur um samkomubann verið hertar í Vestmannaeyjum, m.a. vegna þess fjölda smita sem greindist í gær. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan 18 í gær. Í tilkynningu almannavarna segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um skólahald á mánudag en ljóst er að það verði með breyttu sniði.
Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28
Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48