IKEA lokað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2020 19:05 Ekki verður mikið um heimsóknir í IKEA á næstunni. Vísir/HANNa Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað í kvöld og mun hún ekki opna aftur fyrr en aðstæður leyfa annað. Hert samkomubann tekur gildi nú á miðnætti en það felur í meginatriðum í sér bann við því að fleiri en tuttugu manns komi saman í einu rými. Með þessu vilja forsvarsmenn IKEA fara að tilmælum yfirvalda og með því tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina. Að sögn Guðnýjar Camillu Aradóttur, sem er yfir samskiptamálum hjá fyrirtækinu, höfðu stjórnendur IKEA hér á landi reynt að hugsa fram í tímann og miðaðist möguleg lokun verslunarinnar alltaf við þá fjöldatakmörkun sem stjórnvöld myndu leggja á. „Miðað við þetta marga þá gengur þetta bara ekki upp að verslunina opna og að sjálfsögðu ekki veitingastaðinn, þannig að þessi ákvörðun lá beint fyrir miðað við fréttir gærdagsins.“ Gripið var til sérstakra ráðstafanna eftir að fyrra samkomubannið tók gildi sem miðaðist við hundrað manns og tókst IKEA að halda stórverslun sinni opinni. Þá var rýminu skipt niður í sex svæði, talið inn í verslunina og viðskiptavinir beðnir um að virða tveggja metra regluna í hvívetna. Ljóst er að slíkar aðgerðir myndu ekki duga til að framfylgja hertum fjöldatakmörkunum. Enn verður hægt að sækja vörur sem pantaðar eru í netverslun fyrirtækisins, að sögn Guðnýjar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað í kvöld og mun hún ekki opna aftur fyrr en aðstæður leyfa annað. Hert samkomubann tekur gildi nú á miðnætti en það felur í meginatriðum í sér bann við því að fleiri en tuttugu manns komi saman í einu rými. Með þessu vilja forsvarsmenn IKEA fara að tilmælum yfirvalda og með því tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina. Að sögn Guðnýjar Camillu Aradóttur, sem er yfir samskiptamálum hjá fyrirtækinu, höfðu stjórnendur IKEA hér á landi reynt að hugsa fram í tímann og miðaðist möguleg lokun verslunarinnar alltaf við þá fjöldatakmörkun sem stjórnvöld myndu leggja á. „Miðað við þetta marga þá gengur þetta bara ekki upp að verslunina opna og að sjálfsögðu ekki veitingastaðinn, þannig að þessi ákvörðun lá beint fyrir miðað við fréttir gærdagsins.“ Gripið var til sérstakra ráðstafanna eftir að fyrra samkomubannið tók gildi sem miðaðist við hundrað manns og tókst IKEA að halda stórverslun sinni opinni. Þá var rýminu skipt niður í sex svæði, talið inn í verslunina og viðskiptavinir beðnir um að virða tveggja metra regluna í hvívetna. Ljóst er að slíkar aðgerðir myndu ekki duga til að framfylgja hertum fjöldatakmörkunum. Enn verður hægt að sækja vörur sem pantaðar eru í netverslun fyrirtækisins, að sögn Guðnýjar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira