Bæjarbúar ótrúlega jákvæðir í hörmulegum aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 11:09 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa nú 41 greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í Vestmannaeyjum og eru tæplega 500 íbúar í sóttkví. Eins og gefur að skilja hefur þetta mikil áhrif í bænum, meðal annars á skólastarf, og þá er bæjarstjórinn sjálfur í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Íris ræddi stöðuna í Eyjum í morgunþættinum Bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún stöðuna á sér og sinni fjölskyldu fína; þau væru búin að vera í sóttkví í ansi marga daga en væru öll hress. Sjálf væri hún búin að koma sér upp góðri heimaskrifstofu þar sem hún getur sinnt vinnu sinni sem bæjarstjóri. Íris sagði mál sem tengjast COVID-19 taka langmest af tíma hennar þessa dagana. „Það tekur langmestan tímann, COVID-málin, en við þurfum náttúrulega að taka önnur mál. Við erum auðvitað að fara í gegnum pakka ríkisstjórnarinnar, það sem er ætlast til af sveitarfélögunum, eins og önnur sveitarfélög, og svo bara daglegan rekstur. En þetta hefur komið inn svolítið með kröftugum hætti hérna þannig að það er af ýmsu að taka,“ sagði Íris. Vegna útbreiðslu veirunnar í Eyjum var farið í hertari aðgerðir þar strax um helgina varðandi til dæmis samkomubann. Þannig mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í Eyjum en annars staðar á landinu, fyrir utan Húnaþing vestra, mega mest 20 manns koma saman. Í Húnaþingi vestra takmarkast samkomur við fimm manns þar sem smit er útbreitt þar líkt og í Eyjum. Nota úrvinnslusóttkví Íris sagði enn hægt að ferðast til Eyja en hertari aðgerðir vegna veirunnar þýði auðvitað mjög miklar breytingar á mörgu í bænum. „En fólk er bara svo ótrúlega jákvætt, jákvætt í þessum hörmulegu aðstæðum sem við erum að glíma við, ekki bara við heldur allur heimurinn, þjóðin öll og samfélagið allt á Íslandi.“ Þá sagði Íris að þau hafi reynt að vera svolítið á undan veirunni til að hefta útbreiðsluna, til að mynda gripið til þess sem kallast úrvinnslusóttkví. „En það sem við höfum náttúrulega gert hér er að við höfum tekið flest sýni per íbúa. Við höfum verið svolítið „pro active.“ Við erum að kalla inn og reyna að rekja. Það er búið að útvista smitrakningunni til lögreglunnar hér, smitrakningunni hérna, þannig að við þurfum að reyna að vera svolítið á undan og notum mikið þessa úrvinnslukví þannig að ef við teljum líkur á að einhver muni greinast smitaður eða rakningateymið telur það þá er hann settur í þessa úrvinnslukví. Þannig að við erum að reyna að hefta þetta en eðlilega greinast talsvert fleiri hérna því við erum svolítið að ganga á eftir fólki.“ Aldrei komið til greina að loka Vestmannaeyjum Aðspurð sagði bæjarstjórinn að það hafi aldrei komið til greina að loka Eyjum alveg eða að mestu leyti fyrir umferð. „Nei, sóttvarnalæknir er ekki að mæla með því. Hann er ekki að mæla með því að við séum að loka okkur inni en ég held að fólk bara..þ að það er alltaf eins og það sé Eurovision, það eru alltaf tómar götur, fólk er bara heima og það er að fara eftir þessu. Ég held að enginn fyrir þremur vikum hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði alvarlegt.“ Þá minnti hún á þetta væri tímabundið ástandi. „Og við þurfum öll að finna okkur eitthvað til að hlakka til. Við verðum að hugsa það að það verður skemmtilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á golfvellinum,“ sagði Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa nú 41 greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í Vestmannaeyjum og eru tæplega 500 íbúar í sóttkví. Eins og gefur að skilja hefur þetta mikil áhrif í bænum, meðal annars á skólastarf, og þá er bæjarstjórinn sjálfur í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Íris ræddi stöðuna í Eyjum í morgunþættinum Bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún stöðuna á sér og sinni fjölskyldu fína; þau væru búin að vera í sóttkví í ansi marga daga en væru öll hress. Sjálf væri hún búin að koma sér upp góðri heimaskrifstofu þar sem hún getur sinnt vinnu sinni sem bæjarstjóri. Íris sagði mál sem tengjast COVID-19 taka langmest af tíma hennar þessa dagana. „Það tekur langmestan tímann, COVID-málin, en við þurfum náttúrulega að taka önnur mál. Við erum auðvitað að fara í gegnum pakka ríkisstjórnarinnar, það sem er ætlast til af sveitarfélögunum, eins og önnur sveitarfélög, og svo bara daglegan rekstur. En þetta hefur komið inn svolítið með kröftugum hætti hérna þannig að það er af ýmsu að taka,“ sagði Íris. Vegna útbreiðslu veirunnar í Eyjum var farið í hertari aðgerðir þar strax um helgina varðandi til dæmis samkomubann. Þannig mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í Eyjum en annars staðar á landinu, fyrir utan Húnaþing vestra, mega mest 20 manns koma saman. Í Húnaþingi vestra takmarkast samkomur við fimm manns þar sem smit er útbreitt þar líkt og í Eyjum. Nota úrvinnslusóttkví Íris sagði enn hægt að ferðast til Eyja en hertari aðgerðir vegna veirunnar þýði auðvitað mjög miklar breytingar á mörgu í bænum. „En fólk er bara svo ótrúlega jákvætt, jákvætt í þessum hörmulegu aðstæðum sem við erum að glíma við, ekki bara við heldur allur heimurinn, þjóðin öll og samfélagið allt á Íslandi.“ Þá sagði Íris að þau hafi reynt að vera svolítið á undan veirunni til að hefta útbreiðsluna, til að mynda gripið til þess sem kallast úrvinnslusóttkví. „En það sem við höfum náttúrulega gert hér er að við höfum tekið flest sýni per íbúa. Við höfum verið svolítið „pro active.“ Við erum að kalla inn og reyna að rekja. Það er búið að útvista smitrakningunni til lögreglunnar hér, smitrakningunni hérna, þannig að við þurfum að reyna að vera svolítið á undan og notum mikið þessa úrvinnslukví þannig að ef við teljum líkur á að einhver muni greinast smitaður eða rakningateymið telur það þá er hann settur í þessa úrvinnslukví. Þannig að við erum að reyna að hefta þetta en eðlilega greinast talsvert fleiri hérna því við erum svolítið að ganga á eftir fólki.“ Aldrei komið til greina að loka Vestmannaeyjum Aðspurð sagði bæjarstjórinn að það hafi aldrei komið til greina að loka Eyjum alveg eða að mestu leyti fyrir umferð. „Nei, sóttvarnalæknir er ekki að mæla með því. Hann er ekki að mæla með því að við séum að loka okkur inni en ég held að fólk bara..þ að það er alltaf eins og það sé Eurovision, það eru alltaf tómar götur, fólk er bara heima og það er að fara eftir þessu. Ég held að enginn fyrir þremur vikum hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði alvarlegt.“ Þá minnti hún á þetta væri tímabundið ástandi. „Og við þurfum öll að finna okkur eitthvað til að hlakka til. Við verðum að hugsa það að það verður skemmtilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á golfvellinum,“ sagði Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira