Fann fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks Nadine Guðrún Yaghi og Eiður Þór Árnason skrifa 24. mars 2020 20:42 Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar urðu bæði fyrir því óláni að smitast af kórónuveirunni. Vísir Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. Farþegafjöldinn í Herjólfi hafi þó hrunið. Í morgun var fyrsta smitið af völdum kórónuveirunnar staðfest á Austurlandi og nú eru smit komin upp í öllum heilbrigðisumdæmum. 30 eru smitaðir á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi, átta á Norðurlandi eystra, 14 á Norðurlandi vestra, einn á Vestfjörðum og fjórir á Vesturlandi. 41 smit hafa verið staðfest í Vestmannaeyjum og 500 manns eru í sóttkví en afar fáir eru á ferli í Vestmannaeyjum þessa daganna. „Við búumst náttúrulega ekki við því að það hægist mikið á þessu. Við erum núna með einhvern tugi sýna í rannsókn og eigum alveg von á því að fá einhver jákvæð smit staðfest þaðan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að þetta eru aðilar sem eru nánir aðstandendur þeirra sem þegar hafa verið greindir smitaðir,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Ekki standi til að setja á útgöngu- eða samgöngubann. „Það hefur eiginlega gerst af sjálfu sér, farþegafjöldinn í Herjólfi hefur náttúrulega alveg hrunið en það er nú samt mikilvægt fyrir okkur Vestmanneyinga að skipið sigli alltaf.“ Fjórtán hafa verið greindir með veiruna í Húnaþingi vestra og eru um 300 manns í sóttkví. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey er Íslandsmethafi í stangarstökki og situr nú í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu. Hún voni innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví. „Við erum svosem vön eftir veturinn að vera í einhverju svona skrítnu ástandi. Það er búið að vera mikið óveður hérna, lokaðir skólar og fáir á ferli svolítið oft í vetur en þegar sólin glampar úti þá er þetta svolítið skrítið“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Húnaþing vestra Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. Farþegafjöldinn í Herjólfi hafi þó hrunið. Í morgun var fyrsta smitið af völdum kórónuveirunnar staðfest á Austurlandi og nú eru smit komin upp í öllum heilbrigðisumdæmum. 30 eru smitaðir á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi, átta á Norðurlandi eystra, 14 á Norðurlandi vestra, einn á Vestfjörðum og fjórir á Vesturlandi. 41 smit hafa verið staðfest í Vestmannaeyjum og 500 manns eru í sóttkví en afar fáir eru á ferli í Vestmannaeyjum þessa daganna. „Við búumst náttúrulega ekki við því að það hægist mikið á þessu. Við erum núna með einhvern tugi sýna í rannsókn og eigum alveg von á því að fá einhver jákvæð smit staðfest þaðan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að þetta eru aðilar sem eru nánir aðstandendur þeirra sem þegar hafa verið greindir smitaðir,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Ekki standi til að setja á útgöngu- eða samgöngubann. „Það hefur eiginlega gerst af sjálfu sér, farþegafjöldinn í Herjólfi hefur náttúrulega alveg hrunið en það er nú samt mikilvægt fyrir okkur Vestmanneyinga að skipið sigli alltaf.“ Fjórtán hafa verið greindir með veiruna í Húnaþingi vestra og eru um 300 manns í sóttkví. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey er Íslandsmethafi í stangarstökki og situr nú í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu. Hún voni innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví. „Við erum svosem vön eftir veturinn að vera í einhverju svona skrítnu ástandi. Það er búið að vera mikið óveður hérna, lokaðir skólar og fáir á ferli svolítið oft í vetur en þegar sólin glampar úti þá er þetta svolítið skrítið“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Húnaþing vestra Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira