Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana Andri Eysteinsson skrifar 26. mars 2020 19:27 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. Þetta sagði forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég reikna með að við fáum 10 þúsund pinna á morgun og svo fimmtíu þúsund á mánudaginn. Það þýðir ósköp einfaldlega að pinnarnir verða ekki takmarkandi,“ sagði Kári en mikið hefur verið rætt um mögulegan sýnatökupinnaskort á landinu en fyrr í dag var komist að þeirri niðurstöðu að pinnar sem Össur hafði framleitt til annara nota eru nothæfir fyrir greiningar á kórónuveirunni. „Okkur langar dálítið til þess að taka slembiúrtak til þess að sjá raunverulega hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Kári sem telur þær niðurstöður sem fengist hafa til þessa í skimun ÍE geta verið ýktar þar sem að meiri líkur séu á því að fólk sem hafi ástæðu til fari í sýnatöku. „Við ætlum líka að opna fyrir frekari skráningu. Hugmyndin er sú að halda áfram að gefa fólki tækifæri til þess að koma og kanna hvort þau eru með veiruna eða ekki,“ sagði Kári. Fyrstu prófanir á sýnatökupinnum frá Össuri bentu til þess að þeir yrðu ekki nothæfir til greiningar á kórónuveirunni en seinni prófanir þykja hafa sýnt fram á notagildi þeirra. Greint hefur verið frá því að prófunin hafi verið gölluð og útskýrir Kári hvernig hún fór fram og hvað orsakaði niðurstöður í fyrstu prófun. „Við reyndum þetta fyrst á þremur einstaklingnum af Landspítalanum sem búið var að sýna fram á að væru sýktir,“ sagði Kári. Niðurstöður úr tilraunaskimun hafi einungis sýnt fram á smit í einum af einstaklingunum. „Að öllum líkindum hafa hinir tveir verið komnir með sjúkdóminn tiltölulega langt á leið. Þegar sjúkdómurinn þróast hættir menn að hýsa veiruna í nefkoki og munnkoki og koma þar af leiðandi neikvæðir út úr slíkum prófunum, útskýrir Kári og bætir við að seinna hafi pinnarnir verið prófaðir á fleiri einstaklingnum og niðurstöður verið þær sömu og með notkun annara pinna. „Við höldum að við höfum gull í okkar höndum í þessum 20 þúsund pinnum frá Össuri,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. Þetta sagði forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég reikna með að við fáum 10 þúsund pinna á morgun og svo fimmtíu þúsund á mánudaginn. Það þýðir ósköp einfaldlega að pinnarnir verða ekki takmarkandi,“ sagði Kári en mikið hefur verið rætt um mögulegan sýnatökupinnaskort á landinu en fyrr í dag var komist að þeirri niðurstöðu að pinnar sem Össur hafði framleitt til annara nota eru nothæfir fyrir greiningar á kórónuveirunni. „Okkur langar dálítið til þess að taka slembiúrtak til þess að sjá raunverulega hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Kári sem telur þær niðurstöður sem fengist hafa til þessa í skimun ÍE geta verið ýktar þar sem að meiri líkur séu á því að fólk sem hafi ástæðu til fari í sýnatöku. „Við ætlum líka að opna fyrir frekari skráningu. Hugmyndin er sú að halda áfram að gefa fólki tækifæri til þess að koma og kanna hvort þau eru með veiruna eða ekki,“ sagði Kári. Fyrstu prófanir á sýnatökupinnum frá Össuri bentu til þess að þeir yrðu ekki nothæfir til greiningar á kórónuveirunni en seinni prófanir þykja hafa sýnt fram á notagildi þeirra. Greint hefur verið frá því að prófunin hafi verið gölluð og útskýrir Kári hvernig hún fór fram og hvað orsakaði niðurstöður í fyrstu prófun. „Við reyndum þetta fyrst á þremur einstaklingnum af Landspítalanum sem búið var að sýna fram á að væru sýktir,“ sagði Kári. Niðurstöður úr tilraunaskimun hafi einungis sýnt fram á smit í einum af einstaklingunum. „Að öllum líkindum hafa hinir tveir verið komnir með sjúkdóminn tiltölulega langt á leið. Þegar sjúkdómurinn þróast hættir menn að hýsa veiruna í nefkoki og munnkoki og koma þar af leiðandi neikvæðir út úr slíkum prófunum, útskýrir Kári og bætir við að seinna hafi pinnarnir verið prófaðir á fleiri einstaklingnum og niðurstöður verið þær sömu og með notkun annara pinna. „Við höldum að við höfum gull í okkar höndum í þessum 20 þúsund pinnum frá Össuri,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira