Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana Andri Eysteinsson skrifar 26. mars 2020 19:27 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. Þetta sagði forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég reikna með að við fáum 10 þúsund pinna á morgun og svo fimmtíu þúsund á mánudaginn. Það þýðir ósköp einfaldlega að pinnarnir verða ekki takmarkandi,“ sagði Kári en mikið hefur verið rætt um mögulegan sýnatökupinnaskort á landinu en fyrr í dag var komist að þeirri niðurstöðu að pinnar sem Össur hafði framleitt til annara nota eru nothæfir fyrir greiningar á kórónuveirunni. „Okkur langar dálítið til þess að taka slembiúrtak til þess að sjá raunverulega hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Kári sem telur þær niðurstöður sem fengist hafa til þessa í skimun ÍE geta verið ýktar þar sem að meiri líkur séu á því að fólk sem hafi ástæðu til fari í sýnatöku. „Við ætlum líka að opna fyrir frekari skráningu. Hugmyndin er sú að halda áfram að gefa fólki tækifæri til þess að koma og kanna hvort þau eru með veiruna eða ekki,“ sagði Kári. Fyrstu prófanir á sýnatökupinnum frá Össuri bentu til þess að þeir yrðu ekki nothæfir til greiningar á kórónuveirunni en seinni prófanir þykja hafa sýnt fram á notagildi þeirra. Greint hefur verið frá því að prófunin hafi verið gölluð og útskýrir Kári hvernig hún fór fram og hvað orsakaði niðurstöður í fyrstu prófun. „Við reyndum þetta fyrst á þremur einstaklingnum af Landspítalanum sem búið var að sýna fram á að væru sýktir,“ sagði Kári. Niðurstöður úr tilraunaskimun hafi einungis sýnt fram á smit í einum af einstaklingunum. „Að öllum líkindum hafa hinir tveir verið komnir með sjúkdóminn tiltölulega langt á leið. Þegar sjúkdómurinn þróast hættir menn að hýsa veiruna í nefkoki og munnkoki og koma þar af leiðandi neikvæðir út úr slíkum prófunum, útskýrir Kári og bætir við að seinna hafi pinnarnir verið prófaðir á fleiri einstaklingnum og niðurstöður verið þær sömu og með notkun annara pinna. „Við höldum að við höfum gull í okkar höndum í þessum 20 þúsund pinnum frá Össuri,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. Þetta sagði forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég reikna með að við fáum 10 þúsund pinna á morgun og svo fimmtíu þúsund á mánudaginn. Það þýðir ósköp einfaldlega að pinnarnir verða ekki takmarkandi,“ sagði Kári en mikið hefur verið rætt um mögulegan sýnatökupinnaskort á landinu en fyrr í dag var komist að þeirri niðurstöðu að pinnar sem Össur hafði framleitt til annara nota eru nothæfir fyrir greiningar á kórónuveirunni. „Okkur langar dálítið til þess að taka slembiúrtak til þess að sjá raunverulega hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Kári sem telur þær niðurstöður sem fengist hafa til þessa í skimun ÍE geta verið ýktar þar sem að meiri líkur séu á því að fólk sem hafi ástæðu til fari í sýnatöku. „Við ætlum líka að opna fyrir frekari skráningu. Hugmyndin er sú að halda áfram að gefa fólki tækifæri til þess að koma og kanna hvort þau eru með veiruna eða ekki,“ sagði Kári. Fyrstu prófanir á sýnatökupinnum frá Össuri bentu til þess að þeir yrðu ekki nothæfir til greiningar á kórónuveirunni en seinni prófanir þykja hafa sýnt fram á notagildi þeirra. Greint hefur verið frá því að prófunin hafi verið gölluð og útskýrir Kári hvernig hún fór fram og hvað orsakaði niðurstöður í fyrstu prófun. „Við reyndum þetta fyrst á þremur einstaklingnum af Landspítalanum sem búið var að sýna fram á að væru sýktir,“ sagði Kári. Niðurstöður úr tilraunaskimun hafi einungis sýnt fram á smit í einum af einstaklingunum. „Að öllum líkindum hafa hinir tveir verið komnir með sjúkdóminn tiltölulega langt á leið. Þegar sjúkdómurinn þróast hættir menn að hýsa veiruna í nefkoki og munnkoki og koma þar af leiðandi neikvæðir út úr slíkum prófunum, útskýrir Kári og bætir við að seinna hafi pinnarnir verið prófaðir á fleiri einstaklingnum og niðurstöður verið þær sömu og með notkun annara pinna. „Við höldum að við höfum gull í okkar höndum í þessum 20 þúsund pinnum frá Össuri,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent