Feðgar fluttu stuðningsmannasöng til Víðis, Þórólfs og Ölmu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2020 11:30 Fallegur flutning hjá þessum feðgum. Feðgarnir Leifur Geir Hafsteinsson og Kristján Steinn Leifsson sendu frá sér myndband á Facebook í gær þar sem þeir fluttu stuðningsmannasöng til Víðis Reynissonar, Þórólf Guðnason og Ölmu Möller. Lagið heitir Ferðumst innanhúss og leikur Leifur á gítar og Kristján á trompet. Myndbandið hefur vakið töluverða athygli á miðlinum en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á það 1500 sinnum. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Hér fyrir neðan er textinn við lagið. FERÐUMST INNANHÚSS 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar, Með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og ferðumst innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæra vina, Og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins, þá líst mér best á það, Að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, Að dúllast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Í leit að góðu matarævintýri, Er um að gera‘að reyna lítinn klæk, Í eldhúsinu tökum við höndum saman spræk Nei, við sækjum ekki vatnið yfir læk Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Garanterað að við fáum hagstætt verð Förum í fínasta púss, Og eldum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Ef langar þig að hjóla út í buskann, En veðrið tekur úr þér alla drift Þá skelltu vatni‘í brúsann, og stingd‘í samband vift- -unni og taktu trainertúr á Zwift Góða ferð, góða ferð, hjólaferð, Þú átt Carbonhjóls af allra bestu gerð Já, ekki þetta fúss, Við hjólum innanhúss, Góða ferð, hjólaferð já góða ferð 5. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan, Og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt, Góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er útilega‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og kúrum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 6. Nú þurfa allir þétt að standa saman Og koma COVID-stríðinu á skrið, Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði‘og ferðumst heima við Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, Að ferðast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Feðgarnir Leifur Geir Hafsteinsson og Kristján Steinn Leifsson sendu frá sér myndband á Facebook í gær þar sem þeir fluttu stuðningsmannasöng til Víðis Reynissonar, Þórólf Guðnason og Ölmu Möller. Lagið heitir Ferðumst innanhúss og leikur Leifur á gítar og Kristján á trompet. Myndbandið hefur vakið töluverða athygli á miðlinum en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á það 1500 sinnum. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Hér fyrir neðan er textinn við lagið. FERÐUMST INNANHÚSS 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar, Með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og ferðumst innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæra vina, Og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins, þá líst mér best á það, Að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, Að dúllast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Í leit að góðu matarævintýri, Er um að gera‘að reyna lítinn klæk, Í eldhúsinu tökum við höndum saman spræk Nei, við sækjum ekki vatnið yfir læk Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Garanterað að við fáum hagstætt verð Förum í fínasta púss, Og eldum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Ef langar þig að hjóla út í buskann, En veðrið tekur úr þér alla drift Þá skelltu vatni‘í brúsann, og stingd‘í samband vift- -unni og taktu trainertúr á Zwift Góða ferð, góða ferð, hjólaferð, Þú átt Carbonhjóls af allra bestu gerð Já, ekki þetta fúss, Við hjólum innanhúss, Góða ferð, hjólaferð já góða ferð 5. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan, Og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt, Góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er útilega‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og kúrum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 6. Nú þurfa allir þétt að standa saman Og koma COVID-stríðinu á skrið, Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði‘og ferðumst heima við Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, Að ferðast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira