350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 18:14 Ríkisstjórnin kynnti í dag annan aðgerðapakka vegna kórónuveirunnar en þar er meðal annars gert rá fyrir 350 milljóna króna framlagi til einkarekinna fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Stuðningurinn er hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við áhrifum sem gætir víða í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Þetta er nokkuð í takt við fjölmiðlafrumvarpið sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti á Alþingi í desember síðastliðnum en þar var þó gert ráð fyrir 400 milljónum króna í málaflokkinn. „Sannarlega hefði maður vilja sjá hærri upphæðir en það er bara gott að þetta er komið af stað og vonandi kemur svo frumvarpið og það verði samþykkt þannig að þetta verði eitthvað sambærilegt fyrirkomulag til frambúðar til að styrkja upplýsingakerfið í landinu, það er algjörlega nauðsynlegt,“ segir Hjálmar. Frumvarpið felur í sér að fjölmiðlar geti fengið endurgreiddan hluta rekstrarkostnaðar á hverju ári. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámerki 18% af kostnaði sem til fellur við fjölmiðlun en er endurgreiðsla þó takmörkuð við 50 milljónir ár hvert. Þá er það skilyrði að sé um prentmiðil að ræða skuli hann gefinn út minnst 48 sinnum á ári hverju en það útilokar flesta héraðsmiðla. Það hefur verið harðlega gagnrýnt og gagnrýndi meðal annars Samkeppniseftirlitið frumvarpið þar sem ein af forsendum virkrar samkeppni er að jafnræði ríki á milli keppinauta. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Stuðningurinn er hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við áhrifum sem gætir víða í hagkerfinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. „Ég fagna því að það koma þarna arðgreiðslur og styrkir til einkarekinna fjölmiðla, ég fagna því. Maður á auðvitað eftir að sjá nánari útfærslu en ég held það sé mjög nauðsynlegt að það komi aðstoð. Það skiptir miklu máli að það sé byrjað á þessu, fjölmiðlar eiga líka við erfiðleika að etja,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú að reglugerð um úthlutun stuðningsins. Gert er ráð fyrir því að fjölmiðlar sæki um stuðning með formlegum hætti og stuðningurinn taki mið af launakostnaði fjölmiðla vegna fréttamiðlunar. Þá verður þak sett á fjárhæð styrkja til einstakra miðla svo stuðningur nýtist bæði stórum og litlum miðlum. Þetta er nokkuð í takt við fjölmiðlafrumvarpið sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti á Alþingi í desember síðastliðnum en þar var þó gert ráð fyrir 400 milljónum króna í málaflokkinn. „Sannarlega hefði maður vilja sjá hærri upphæðir en það er bara gott að þetta er komið af stað og vonandi kemur svo frumvarpið og það verði samþykkt þannig að þetta verði eitthvað sambærilegt fyrirkomulag til frambúðar til að styrkja upplýsingakerfið í landinu, það er algjörlega nauðsynlegt,“ segir Hjálmar. Frumvarpið felur í sér að fjölmiðlar geti fengið endurgreiddan hluta rekstrarkostnaðar á hverju ári. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámerki 18% af kostnaði sem til fellur við fjölmiðlun en er endurgreiðsla þó takmörkuð við 50 milljónir ár hvert. Þá er það skilyrði að sé um prentmiðil að ræða skuli hann gefinn út minnst 48 sinnum á ári hverju en það útilokar flesta héraðsmiðla. Það hefur verið harðlega gagnrýnt og gagnrýndi meðal annars Samkeppniseftirlitið frumvarpið þar sem ein af forsendum virkrar samkeppni er að jafnræði ríki á milli keppinauta.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42
Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10