Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 17:34 Vaxmynd af Neanderthalsmanni á frönsku safni. Xavier Rossi/Getty Alls er hægt að rekja um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna. Þó bera ekki allir sömu búta erfðamengisins. Púsla má saman um helmingi af erfðamengi Neanderdalsmanna úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og starfsmanna þeirra við Háskólann í Árósum. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar leiddi rannsóknin einnig í ljós að helming erfðamengis Neanderdalsmanna væri að finna í erfðamengi núlifandi Evrópubúa. Skoðuðu erfðamengi 28 þúsund Íslendinga Um er að ræða stærstu rannsóknina þar sem raðgreining erfðamengja hefur verið notuð til þess að varpa ljósi á kynblöndun Neanderdalsmanna og Homo sapiens fyrir 50 þúsund árum. Alls voru skoðuð erfðamengi um 28 þúsund Íslendinga, eða um tíu prósenta þjóðarinnar. Notast var við nýlega greiningaraðferð sem ekki var takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsunda ára gömlum líkamsleifum. Eins leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að rekja hluta erfðamengis Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar tegundar manna sem talin er hafa blandast Neanderdalsmönnum áður en þeir svo blönduðust Homo sapiens. Mikilvægt innlegg í leitina að uppruna mannsins Agnar Helgason einn höfunda rannsóknarinnar segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegri blöndun og áhrifum hennar á líffræðilegan fjölbreytileika núlifandi fólks. Rannsóknin leiðir í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hefur sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svipgerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorknunar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda rannsóknarinnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig er á meðal höfunda, að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægt innlegg í leitina að uppruna manneskjunnar. Hér sé um að ræða ættarsögu einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við séum ekki einungis Homo sapiens, heldur einnig afkomendur annarra forsögulegra tegunda. Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Alls er hægt að rekja um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna. Þó bera ekki allir sömu búta erfðamengisins. Púsla má saman um helmingi af erfðamengi Neanderdalsmanna úr þeim forsögulegu erfðabútum sem finnast í núlifandi Íslendingum. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og starfsmanna þeirra við Háskólann í Árósum. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar leiddi rannsóknin einnig í ljós að helming erfðamengis Neanderdalsmanna væri að finna í erfðamengi núlifandi Evrópubúa. Skoðuðu erfðamengi 28 þúsund Íslendinga Um er að ræða stærstu rannsóknina þar sem raðgreining erfðamengja hefur verið notuð til þess að varpa ljósi á kynblöndun Neanderdalsmanna og Homo sapiens fyrir 50 þúsund árum. Alls voru skoðuð erfðamengi um 28 þúsund Íslendinga, eða um tíu prósenta þjóðarinnar. Notast var við nýlega greiningaraðferð sem ekki var takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsunda ára gömlum líkamsleifum. Eins leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að rekja hluta erfðamengis Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar tegundar manna sem talin er hafa blandast Neanderdalsmönnum áður en þeir svo blönduðust Homo sapiens. Mikilvægt innlegg í leitina að uppruna mannsins Agnar Helgason einn höfunda rannsóknarinnar segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegri blöndun og áhrifum hennar á líffræðilegan fjölbreytileika núlifandi fólks. Rannsóknin leiðir í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hefur sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svipgerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorknunar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn höfunda rannsóknarinnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem einnig er á meðal höfunda, að niðurstöður rannsóknarinnar séu mikilvægt innlegg í leitina að uppruna manneskjunnar. Hér sé um að ræða ættarsögu einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við séum ekki einungis Homo sapiens, heldur einnig afkomendur annarra forsögulegra tegunda.
Íslensk erfðagreining Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira