Upplýsingateymið það sem Víðir lærði frá Eyjafjallajökli Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2020 07:59 Víðir Reynisson í apríl 2010 í viðtali við Stöð 2 við fjöldahjálparstöðina undir Eyjafjöllum. Stöð 2/Skjáskot. „Við fengum upplýsingar, upplýsingar, upplýsingar,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum þegar hún í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul rifjar upp samskiptin við almannavarnir og sveitarfélagið í eldgosinu fyrir tíu árum. Þá voru ekki daglegar beinar útsendingar í sjónvarpi heldur daglegir upplýsingafundir í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland, sem miðuðust við fólkið á helsta áhrifasvæði eldgossins. Frá upplýsingafundi í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum fyrir tíu árum.Stöð 2/Skjáskot. Þá eins og nú gegndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn lykilhlutverki fyrir hönd almannavarna. „Hann var þarna allan tímann og á einhverjum tímapunkti fór ég til hans og sagði: Víðir minn, áttu hvergi heima? Því hann var bara alltaf í Heimalandi,“ segir Berglind. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var eiginlega bara rugl. Ég gerði þarna fullt af mistökum, meðal annars í þessu. Ég keyrði mig algjörlega út,“ rifjar Víðir upp. Þótt goshrinan hafi staðið í rúma tvo mánuði, fyrst í Fimmvörðuhálsi frá 20. mars til 13. apríl, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls frá 14. apríl til 23. maí, stóð aðgerð almannavarna mun lengur en athyglin var á henni. Berglind á Núpi í viðtali í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Maður var svona 20 tíma oft og rökhugsunin verður bara verri. Maður er ekki almennilegur stjórnandi og maður fer að verða skapstyggur og taka bara ekki eins góðar ákvarðanir,“ segir Víðir í þáttunum. „Það er reynsla sem ég nýti mér núna, í þessu verkefni sem við erum núna, að ég passa miklu betur upp á það að sofa og hvíla mig og hugsa um sjálfan mig heldur en ég gerði þá.“ Víðir í samhæfingarmiðstöð almannavarna árið 2010.Stöð 2/Skjáskot. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni. Hér má sjá lokakaflann þar sem Víðir upplýsir um stóra lærdóminn sem almannavarnir drógu af eldgosinu í Eyjafjallajökli: Gos á Fimmvörðuhálsi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing eystra Tengdar fréttir Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10 Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við fengum upplýsingar, upplýsingar, upplýsingar,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum þegar hún í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul rifjar upp samskiptin við almannavarnir og sveitarfélagið í eldgosinu fyrir tíu árum. Þá voru ekki daglegar beinar útsendingar í sjónvarpi heldur daglegir upplýsingafundir í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland, sem miðuðust við fólkið á helsta áhrifasvæði eldgossins. Frá upplýsingafundi í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum fyrir tíu árum.Stöð 2/Skjáskot. Þá eins og nú gegndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn lykilhlutverki fyrir hönd almannavarna. „Hann var þarna allan tímann og á einhverjum tímapunkti fór ég til hans og sagði: Víðir minn, áttu hvergi heima? Því hann var bara alltaf í Heimalandi,“ segir Berglind. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var eiginlega bara rugl. Ég gerði þarna fullt af mistökum, meðal annars í þessu. Ég keyrði mig algjörlega út,“ rifjar Víðir upp. Þótt goshrinan hafi staðið í rúma tvo mánuði, fyrst í Fimmvörðuhálsi frá 20. mars til 13. apríl, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls frá 14. apríl til 23. maí, stóð aðgerð almannavarna mun lengur en athyglin var á henni. Berglind á Núpi í viðtali í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Maður var svona 20 tíma oft og rökhugsunin verður bara verri. Maður er ekki almennilegur stjórnandi og maður fer að verða skapstyggur og taka bara ekki eins góðar ákvarðanir,“ segir Víðir í þáttunum. „Það er reynsla sem ég nýti mér núna, í þessu verkefni sem við erum núna, að ég passa miklu betur upp á það að sofa og hvíla mig og hugsa um sjálfan mig heldur en ég gerði þá.“ Víðir í samhæfingarmiðstöð almannavarna árið 2010.Stöð 2/Skjáskot. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni. Hér má sjá lokakaflann þar sem Víðir upplýsir um stóra lærdóminn sem almannavarnir drógu af eldgosinu í Eyjafjallajökli:
Gos á Fimmvörðuhálsi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing eystra Tengdar fréttir Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10 Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10
Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10
Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32