Ef íslenska ríkið á að aðstoða Icelandair þarf fyrst að fást fjármagn frá fjárfestum. Þetta kom fram á starfsmannafundi félagsins í dag þar sem umfangsmesti niðurskurður í sögu félagsins var ræddur. Rætt verður við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður rætt við hjón sem áttu draumaferðina pantaða um páskana og finnst galið að þurfa að bera ábyrgðina með því að fá inneignarnótu í stað endurgreiðslu fyrir ferðinni.
Í fréttatímanum fjöllum við um stöðuna út í heimi, ummæli Trump um að innbyrða sótthreinisefni til að koma í veg fyrir kórónusmit og segjum frá tveimur alvarlegum líkamsárásum sem urðu í gær. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af fjölda alvarlegra mála á borði lögreglu og segir ekki útilokað að það tengist ástandinu vegna kórónuveirunnar.
Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.