Tveir leikir í League of Legends Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson skrifar 24. apríl 2020 19:45 Vodafone deildin rafíþróttir Það styttist óðum í lok deildarinnar. Áður en við kynnum leiki kvöldsins skulum við fara aðeins yfir skipulagið sjálft. Núna er fimmta vikan af alls sjö þar sem þessi 8 bestu lið landsins keppa. Að þeim loknum fylgja þrjú mót: 1. Opna mótið sem er opið öllum sem vilja taka þátt. 2. Áskorendamótið - fjögur efstu liðin úr opna mótinu ásamt fjórum neðstu liðunum úr deildinni. 3. Meistaramótið - úrslitin sjálf þar sem fjögur efstu liðin úr deildinni keppa við fjögur efstu lið áskorendamótsins. Deildin skiptir líka máli upp á næsta tímabil því að neðsta liðið í deildinni dettur sjálfkrafa út en næst neðsta þarf að spila við neðri deild upp á að halda sætinu. Við nefnum þetta vegna þess að í kvöld sjáum við tvær viðureignir, annars vegar Somnio Esports gegn Fylkir Esports klukkan 20:00 og svo FH eSports gegn XY.esports strax í kjölfarið. FH og Fylkir deila fimmta sæti en Somnio og XY eru enn stigalaus og sitja á botninum. FH og Fylki vantar þessi tvö stig til að jafna KR um fjórða sætið í keppninni um að gulltryggja sig í meistaramótið en Somnio og XY eru hreinlega að keppast um að haldast áfram inni í deildinni. Það verður því hörkuslagur í kvöld því liðin eiga eftir að koma glorhungruð inn. Hægt er að fylgjast með viðureignunum hér að neðan. Watch live video from SiggoTV on www.twitch.tv Rafíþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport
Það styttist óðum í lok deildarinnar. Áður en við kynnum leiki kvöldsins skulum við fara aðeins yfir skipulagið sjálft. Núna er fimmta vikan af alls sjö þar sem þessi 8 bestu lið landsins keppa. Að þeim loknum fylgja þrjú mót: 1. Opna mótið sem er opið öllum sem vilja taka þátt. 2. Áskorendamótið - fjögur efstu liðin úr opna mótinu ásamt fjórum neðstu liðunum úr deildinni. 3. Meistaramótið - úrslitin sjálf þar sem fjögur efstu liðin úr deildinni keppa við fjögur efstu lið áskorendamótsins. Deildin skiptir líka máli upp á næsta tímabil því að neðsta liðið í deildinni dettur sjálfkrafa út en næst neðsta þarf að spila við neðri deild upp á að halda sætinu. Við nefnum þetta vegna þess að í kvöld sjáum við tvær viðureignir, annars vegar Somnio Esports gegn Fylkir Esports klukkan 20:00 og svo FH eSports gegn XY.esports strax í kjölfarið. FH og Fylkir deila fimmta sæti en Somnio og XY eru enn stigalaus og sitja á botninum. FH og Fylki vantar þessi tvö stig til að jafna KR um fjórða sætið í keppninni um að gulltryggja sig í meistaramótið en Somnio og XY eru hreinlega að keppast um að haldast áfram inni í deildinni. Það verður því hörkuslagur í kvöld því liðin eiga eftir að koma glorhungruð inn. Hægt er að fylgjast með viðureignunum hér að neðan. Watch live video from SiggoTV on www.twitch.tv
Rafíþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport