Mikið tjón í World Class og Lágafellslaug eftir vatnsleka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 12:15 Slökkviliðið sá um að dæla vatninu. Vísir/Jói K. Mikið tjón varð í húsnæði Lágafellslaugar og World Class í Mosfellsbæ vegna vatnsleka í nótt. Bilun í búnaði sundlaugarinnar olli því að vatni var áfram dælt eftir að aðallaugin fylltist. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Lárus Petersen, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru einhverjar græjur sem verið var að nota til að fylla aðallaugina. Á dælunni er rofi sem á að slá út þegar laugin er full. Hann virðist hafa bilað og þess vegna dældi í alla nótt,“ segir Lárus. Afleiðingin var talsvert vatnstjón í kjallara húsnæðis Lágafellslaugar, sem og í World Class-líkamsræktarstöðinni, sem er í sama húsi. Þegar fréttastofa náði tali af Lárusi var aðgerðum á vettvangi nýlokið. Notast var við stærðarinnar dælu, sem almennt er notuð við slökkvistarf, til þess að pumpa vatni úr húsinu og út á götu. Þannig var dregið úr álagi á niðurföll í húsinu sem gátu tekið það vatn sem eftir var. Lárus segir að á um 600 fermetra svæði kjallarans hafi meðaldýpt vatns verið í kring um 50 sentimetra. Þannig gæti vatnsmagnið í kjallaranum hafa verið í kring um 300 þúsund lítra. Vatninu var dælt út á götu, þaðan sem það fann leið sína í niðurföll Mosfellsbæjar.Vísir/Jói K. Þarf að skipta um gólf í World Class-stöðinni Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki búinn að fara sjálfur á stöðina í Mosfellsbæ þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann hafði þó fengið símtal frá sundlaugarstjóranum og verið upplýstur um stöðu mála. Björn segir að útlit sé fyrir að skipta þurfi um allt gólfið á neðri hæð stöðvarinnar. Hann segir þó að annar búnaður, á borð við líkamsræktartæki, hafi sloppið vel. „Það er auðvitað bara heilmikil vinna að færa öll tækin og skipta um þetta,“ segir Björn. Hann bætir þó við að búið verði að skipta um gólf áður en stöðin opnar aftur. Frá vettvangi.Vísir/Bjarni Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mosfellsbær Slökkvilið Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Mikið tjón varð í húsnæði Lágafellslaugar og World Class í Mosfellsbæ vegna vatnsleka í nótt. Bilun í búnaði sundlaugarinnar olli því að vatni var áfram dælt eftir að aðallaugin fylltist. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Lárus Petersen, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru einhverjar græjur sem verið var að nota til að fylla aðallaugina. Á dælunni er rofi sem á að slá út þegar laugin er full. Hann virðist hafa bilað og þess vegna dældi í alla nótt,“ segir Lárus. Afleiðingin var talsvert vatnstjón í kjallara húsnæðis Lágafellslaugar, sem og í World Class-líkamsræktarstöðinni, sem er í sama húsi. Þegar fréttastofa náði tali af Lárusi var aðgerðum á vettvangi nýlokið. Notast var við stærðarinnar dælu, sem almennt er notuð við slökkvistarf, til þess að pumpa vatni úr húsinu og út á götu. Þannig var dregið úr álagi á niðurföll í húsinu sem gátu tekið það vatn sem eftir var. Lárus segir að á um 600 fermetra svæði kjallarans hafi meðaldýpt vatns verið í kring um 50 sentimetra. Þannig gæti vatnsmagnið í kjallaranum hafa verið í kring um 300 þúsund lítra. Vatninu var dælt út á götu, þaðan sem það fann leið sína í niðurföll Mosfellsbæjar.Vísir/Jói K. Þarf að skipta um gólf í World Class-stöðinni Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki búinn að fara sjálfur á stöðina í Mosfellsbæ þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann hafði þó fengið símtal frá sundlaugarstjóranum og verið upplýstur um stöðu mála. Björn segir að útlit sé fyrir að skipta þurfi um allt gólfið á neðri hæð stöðvarinnar. Hann segir þó að annar búnaður, á borð við líkamsræktartæki, hafi sloppið vel. „Það er auðvitað bara heilmikil vinna að færa öll tækin og skipta um þetta,“ segir Björn. Hann bætir þó við að búið verði að skipta um gólf áður en stöðin opnar aftur. Frá vettvangi.Vísir/Bjarni
Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mosfellsbær Slökkvilið Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira