Formaður flugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugiðnaðinum. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir fyrirtækinu. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.
Sýnt verður frá upplýsingafundi dagsins þar sem forstjóri Vinnumálastofnunar var gestur. 53 þúsund manns þiggja nú atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun. Að sögn forstjórans eru það tölur sem hafa aldrei sést áður. Sóttvarnalæknir segir að nú sé einum kafla í stríðinu við kórónuveiruna lokið. Landi sé hins vegar ekki náð.
Í fréttatímanum verður einnig fjallað um mál sendiherra Íslands í Brussel sem skyndilega var kallaður heim, fjallað er um aukna glæpi síðustu vikur og við fáum að sjá hvernig bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum með fundum í gegnum netið.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30