Stýrir bæjarstjórnarfundum frá eldhúsborðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2020 20:00 Halla Björk Reynisdóttir er forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri. Vísir/Tryggvi Bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með því að funda í gegnum netið. Ýmsir kostir, en líka gallar, fylgja fyrirkomulaginu að mati forseta bæjarstjórnar Akureyrar. „Ég set þá fund í bæjarstjórn. Fundur númer 3473 og annar reglulegi fundurinn okkar sem við höldum hér í fjarfundarbúnaði.“ Á þessum orðum setti Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, síðasta bæjarstjórnarfund á Akureyri. Yfirleitt kemur bæjarstjórnin saman til funda í sal í menningarhúsinu Hofi en vegna sóttvarna hafa bæjarfulltrúar þurft að sitja síðustu fundi heima hjá sér, allt fer fram í gegnum tölvu. Í tilviki Höllu varð eldhúsborðið fyrir valinu. Hún segir ýmsa kosti fylgja fjarfundunum. „Það eru margir kostir sem fylgja því að funda í fjarfundarbúnaði. Þeir verða að mörgu leyti styttri og hnitmiðaðri fundirnir. Eins og það að maður geti bara klætt sig að ofan og bara verið á inniskómum eins og hérna núna fyrir bæjarstjórnarfund,“ segir Halla og hlær. En, það kemur þó fátt í stað mannlegra samskipta, í persónu. „Maður er svolítið farið að þrá það að hitta fólk í persónu, það er mjög gaman að sjá þig til dæmis en auðvitað eru einhverjir ókostir eins og tæknileg vandamál og sérstaklega fyrst þegar fólk er að byrja að prófa,“ sagði Halla við fréttamann þegar hann fylgdist með síðasta bæjarstjórnarfundi. Kjörnir fulltrúar á landsbyggðinni þurfa iðulega að sækja ýmsa fundi í höfuðborginni. Halla telur að í þeim efnum geti fjarfundartæknin áfram spilað lykilhlutverk, eftir að faraldurinn líður hjá. „Það held ég að sé alveg ótvírætt kostir hvað varðar fundi sem við þurfum að sækja mjög oft suður. Það eru allir komnir með þessa tækni á hreint og við getum þá nýtt okkur það í framhaldinu.“ Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Fjarvinna Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með því að funda í gegnum netið. Ýmsir kostir, en líka gallar, fylgja fyrirkomulaginu að mati forseta bæjarstjórnar Akureyrar. „Ég set þá fund í bæjarstjórn. Fundur númer 3473 og annar reglulegi fundurinn okkar sem við höldum hér í fjarfundarbúnaði.“ Á þessum orðum setti Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, síðasta bæjarstjórnarfund á Akureyri. Yfirleitt kemur bæjarstjórnin saman til funda í sal í menningarhúsinu Hofi en vegna sóttvarna hafa bæjarfulltrúar þurft að sitja síðustu fundi heima hjá sér, allt fer fram í gegnum tölvu. Í tilviki Höllu varð eldhúsborðið fyrir valinu. Hún segir ýmsa kosti fylgja fjarfundunum. „Það eru margir kostir sem fylgja því að funda í fjarfundarbúnaði. Þeir verða að mörgu leyti styttri og hnitmiðaðri fundirnir. Eins og það að maður geti bara klætt sig að ofan og bara verið á inniskómum eins og hérna núna fyrir bæjarstjórnarfund,“ segir Halla og hlær. En, það kemur þó fátt í stað mannlegra samskipta, í persónu. „Maður er svolítið farið að þrá það að hitta fólk í persónu, það er mjög gaman að sjá þig til dæmis en auðvitað eru einhverjir ókostir eins og tæknileg vandamál og sérstaklega fyrst þegar fólk er að byrja að prófa,“ sagði Halla við fréttamann þegar hann fylgdist með síðasta bæjarstjórnarfundi. Kjörnir fulltrúar á landsbyggðinni þurfa iðulega að sækja ýmsa fundi í höfuðborginni. Halla telur að í þeim efnum geti fjarfundartæknin áfram spilað lykilhlutverk, eftir að faraldurinn líður hjá. „Það held ég að sé alveg ótvírætt kostir hvað varðar fundi sem við þurfum að sækja mjög oft suður. Það eru allir komnir með þessa tækni á hreint og við getum þá nýtt okkur það í framhaldinu.“
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Fjarvinna Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira