Biðlar til þjóðarinnar að veitast ekki að Ítölum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 14:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir biðlar til Íslendinga að veitast ekki að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu vegna kórónuveirunnar. Fregnir, þó óstaðfestar séu, hafa borist af slíku undanfarna daga. Öll staðfest smit á Íslandi má rekja til Ítalíu og hefur allt landið nú verið skilgreint sem hættusvæði. Vakin var athygli á því inni í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar nú um helgina að ítölskum ferðamönnum hefði verið sýnd óvild og ókurteisi eftir að fregnir fóru að berast af kórónuveirusmitum þaðan. Mbl greindi svo frá því í gær að ítölskum hjónum um sjötugt hefði verið neitað um afgreiðslu í verslun á Suðurlandi á laugardag. Þau hefðu fengið viðkvæðið: „Ítalir eru ekki leyfðir hér“ er þau gengu inn í verslunina. Aðstandendur verslunarinnar segja þó í samtali við Mbl í dag að hjónunum hafi ekki verið vísað út vegna þjóðernis heldur vegna þess að búðin var ekki tilbúin til opnunar. Frá fundi landlæknisembættisins og almannavarna vegna kórónuveirunnar klukkan 14 í dag. Ítalir eru fórnarlömbin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þessi mál sérstaklega til umfjöllunar á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann benti á að nú bærust fréttir af því að ítalskir ferðamenn yrðu fyrir aðkasti hér á landi vegna veirunnar. Hvort sem þær fréttir væru sannar eður ei bað Þórólfur Íslendinga um að gera það alls ekki. Ítalir væru fórnarlömb í þessu máli. „Ég biðla til fólks að vera ekki að veitast að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu,“ sagði Þórólfur. „Ég vil biðla til þjóðarinnar að gera það alls ekki.“ Þá voru landsmenn hvattir til að fylgjast áfram með þróun mála í fjölmiðlum. Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru enn þrjú, líkt og í gær. Þá eru enn vel á þriðja hundrað manns í sóttkví hér á landi og fleiri munu bætast við. Fólki er bent á að upplýsingar birtast einnig jafnóðum á vef landlæknisembættisins. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sóttvarnalæknir biðlar til Íslendinga að veitast ekki að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu vegna kórónuveirunnar. Fregnir, þó óstaðfestar séu, hafa borist af slíku undanfarna daga. Öll staðfest smit á Íslandi má rekja til Ítalíu og hefur allt landið nú verið skilgreint sem hættusvæði. Vakin var athygli á því inni í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar nú um helgina að ítölskum ferðamönnum hefði verið sýnd óvild og ókurteisi eftir að fregnir fóru að berast af kórónuveirusmitum þaðan. Mbl greindi svo frá því í gær að ítölskum hjónum um sjötugt hefði verið neitað um afgreiðslu í verslun á Suðurlandi á laugardag. Þau hefðu fengið viðkvæðið: „Ítalir eru ekki leyfðir hér“ er þau gengu inn í verslunina. Aðstandendur verslunarinnar segja þó í samtali við Mbl í dag að hjónunum hafi ekki verið vísað út vegna þjóðernis heldur vegna þess að búðin var ekki tilbúin til opnunar. Frá fundi landlæknisembættisins og almannavarna vegna kórónuveirunnar klukkan 14 í dag. Ítalir eru fórnarlömbin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þessi mál sérstaklega til umfjöllunar á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann benti á að nú bærust fréttir af því að ítalskir ferðamenn yrðu fyrir aðkasti hér á landi vegna veirunnar. Hvort sem þær fréttir væru sannar eður ei bað Þórólfur Íslendinga um að gera það alls ekki. Ítalir væru fórnarlömb í þessu máli. „Ég biðla til fólks að vera ekki að veitast að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu,“ sagði Þórólfur. „Ég vil biðla til þjóðarinnar að gera það alls ekki.“ Þá voru landsmenn hvattir til að fylgjast áfram með þróun mála í fjölmiðlum. Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru enn þrjú, líkt og í gær. Þá eru enn vel á þriðja hundrað manns í sóttkví hér á landi og fleiri munu bætast við. Fólki er bent á að upplýsingar birtast einnig jafnóðum á vef landlæknisembættisins. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36
Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“