„Óhjákvæmilegt“ að margir greinist á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 11:38 Það er ekki bara fjöldi fólks sem nú streymir til landsins eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. Líkt og sjá má á þessari mynd úr brottfararsal í Keflavík voru einnig nokkuð margir á leið úr landi í morgun eftir að hafa varið jólunum á Íslandi. Vísir/Erla Björg Fjórir greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Mun fleiri, eða alls fjórtán greindust á landamærum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir fjölda smitaðra sem greindust á landamærum ekki koma á óvart, enda séu margir að snúa heim eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að vel yfir þúsund sýni hafi verið tekin í gær. „Átján tilfelli eftir sýnatöku gærdagsins, en það jákvæða er að fjórir af þeim voru innanlands og af þeim voru allir í sóttkví. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt. En hinir fjórtán eru á landamærunum,“ segir Rögnvaldur. Honum sé ekki kunnugt um hvort eða hversu margir sem greindust á landamærunum bíði niðurstöðu mótefnamælingar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir „Þetta svona kannski kemur svo sem ekkert rosalega mikið á óvart í rauninni. Náttúrlega það að þessi fjögur smit innanlands hafi verið í sóttkví er náttúrlega bara mjög jákvætt, því það er alltaf gott ef að við erum búin að finna þessi smit áður en þau dúkka upp en þessi fjöldi á landamærunum er líka eitthvað sem við áttum alveg von á að myndi gerast núna, þegar fólk fer að koma aftur heim eftir jólafrí með fjölskyldu og vinum erlendis,“ segir Rögnvaldur. „Miðað við hvernig staðan er á faraldrinum erlendis, hann er náttúrlega í mjög mikilli uppsveiflu mjög víða, og þá er þetta bara óhjákvæmilegt að það muni nokkuð margir greinast á landamærunum og við munum að sjálfsögðu halda áfram að skima þar og erum náttúrlega með ákveðin prótókól í gangi varðandi landamærin og þetta sýnir bara að það er full ástæða til að halda því,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að vel yfir þúsund sýni hafi verið tekin í gær. „Átján tilfelli eftir sýnatöku gærdagsins, en það jákvæða er að fjórir af þeim voru innanlands og af þeim voru allir í sóttkví. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt. En hinir fjórtán eru á landamærunum,“ segir Rögnvaldur. Honum sé ekki kunnugt um hvort eða hversu margir sem greindust á landamærunum bíði niðurstöðu mótefnamælingar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir „Þetta svona kannski kemur svo sem ekkert rosalega mikið á óvart í rauninni. Náttúrlega það að þessi fjögur smit innanlands hafi verið í sóttkví er náttúrlega bara mjög jákvætt, því það er alltaf gott ef að við erum búin að finna þessi smit áður en þau dúkka upp en þessi fjöldi á landamærunum er líka eitthvað sem við áttum alveg von á að myndi gerast núna, þegar fólk fer að koma aftur heim eftir jólafrí með fjölskyldu og vinum erlendis,“ segir Rögnvaldur. „Miðað við hvernig staðan er á faraldrinum erlendis, hann er náttúrlega í mjög mikilli uppsveiflu mjög víða, og þá er þetta bara óhjákvæmilegt að það muni nokkuð margir greinast á landamærunum og við munum að sjálfsögðu halda áfram að skima þar og erum náttúrlega með ákveðin prótókól í gangi varðandi landamærin og þetta sýnir bara að það er full ástæða til að halda því,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels