Telur líklegt að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri helmingi árs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2021 13:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. VÍSIR Líklegt er að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri helmingi árs. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem telur það hafa verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu í bóluefnamálum. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Forsætisráðherra segir samstarf með Evrópusambandinu í bóluefnamálum fela í sér styrkleika. „Það sem gerist er að við ákveðum að fara í samstarf með Evrópusambandinu og Noregi. Einhverjum hefur ekki fundist það góð hugmynd. Ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun. Afhverju? Jú með þeim hætti þá bæði auðvitað njótum við samstarfs við aðrar þjóðir. Njótum ákveðins faglegs styrkleika t.d. frá Lyfjastofnun Evrópu og gerðir eru samningar við ólík fyrirtæki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Katrín telur líklegt að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri hluta ársins. „Mínar væntingar standa til þess að við verðum komin með meirhluta landsmanna bólusettan hér á fyrri hluta árs. Ég held að það séu allar líkur til þess að það gangi eftir svona út frá því hvað þetta er að gerast hratt í kringum okkur,“ sagði Katrín. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Katrínu Jakobsdóttur. Boltinn hjá Pfizer Katrín vildi lítið gefa upp um viðræður við Pfizer um mögulegt samstarfsverkefni. „Það hafa bara átt sér stað fundir og okkar fólk hefur gert grein fyrir, Kári og Þórólfur hafa auðvitað leitt það, hvaða aðstæður eru fyrir hendi hér á landi og hvernig við teljum að þetta gæti virkað og eins og fram hefur komið þá er boltinn hjá Pfizer,“ sagði Katrín. „Við í raun og veru höfum nálgast þetta þannig að við séum bara að gæta hagsmuna okkar á ölum vígstöðum. Hvort sem það er í þessu samstarfi þjóða eða út frá einhverjum svona hugmyndum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2. janúar 2021 11:56 BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1. janúar 2021 21:06 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Forsætisráðherra segir samstarf með Evrópusambandinu í bóluefnamálum fela í sér styrkleika. „Það sem gerist er að við ákveðum að fara í samstarf með Evrópusambandinu og Noregi. Einhverjum hefur ekki fundist það góð hugmynd. Ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun. Afhverju? Jú með þeim hætti þá bæði auðvitað njótum við samstarfs við aðrar þjóðir. Njótum ákveðins faglegs styrkleika t.d. frá Lyfjastofnun Evrópu og gerðir eru samningar við ólík fyrirtæki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Katrín telur líklegt að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri hluta ársins. „Mínar væntingar standa til þess að við verðum komin með meirhluta landsmanna bólusettan hér á fyrri hluta árs. Ég held að það séu allar líkur til þess að það gangi eftir svona út frá því hvað þetta er að gerast hratt í kringum okkur,“ sagði Katrín. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Katrínu Jakobsdóttur. Boltinn hjá Pfizer Katrín vildi lítið gefa upp um viðræður við Pfizer um mögulegt samstarfsverkefni. „Það hafa bara átt sér stað fundir og okkar fólk hefur gert grein fyrir, Kári og Þórólfur hafa auðvitað leitt það, hvaða aðstæður eru fyrir hendi hér á landi og hvernig við teljum að þetta gæti virkað og eins og fram hefur komið þá er boltinn hjá Pfizer,“ sagði Katrín. „Við í raun og veru höfum nálgast þetta þannig að við séum bara að gæta hagsmuna okkar á ölum vígstöðum. Hvort sem það er í þessu samstarfi þjóða eða út frá einhverjum svona hugmyndum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2. janúar 2021 11:56 BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1. janúar 2021 21:06 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2. janúar 2021 11:56
BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1. janúar 2021 21:06