„Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. janúar 2021 19:02 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. Er þetta í annað skiptið sem mannmergð í messu í kirkjunni er til umfjöllunar á stuttum tíma, en á jóladag var greint frá því að yfir hundrað manns hafi verið saman komnir í kirkjunni í messu á aðfangadag. Rögnvaldur vildi ekki tjá sig sérstaklega um málið þegar fréttastofa heyrði í honum, en sagði það leiðinlegt þegar fréttir af hópamyndun á svig við sóttvarnareglur yfirvalda komi upp. „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir, burtséð frá þessu einstaka máli. Almennt er leiðinlegt þegar fólk vill ekki spila með. Það er alveg vitað hvað við erum að gera og af hverju við erum að þessu. Það er heimsfaraldur í gangi og við erum að reyna að stemma stigu við honum,“ segir Rögnvaldur. Árangur náist ekki nema allir taki þátt Rögnvaldur segist þá telja að Íslendingum hafi að undanförnu gengið ágætlega í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn og vísar til stöðunnar í nágrannalandinu Noregi. Þar voru reglur hertar í dag vegna útbreiðslu veirunnar. Sala áfengis hefur verið bönnuð í landinu og samkomur takmarkaðar við fimm manns. „Síðasta breyting á reglunum hjá okkur var í átt að afléttingu og svoleiðis árangri nær maður ekkert nema með því að allir spili með og taki þátt. Það er náttúrulega það sem við viljum gera, keyra þetta á samstöðunni.“ Þá bendir Rögnvaldur á að ef fólk telur reglurnar ekki eiga að eiga við um sína starfsemi, eða það að örðu leyti ósátt, geti það sótt um undanþágu frá þeim til heilbrigðisráðuneytisins. „Ef þær eru ekki veittar, þá er það væntanlega bara vegna þess að aðstaðan býður ekki upp á það,“ segir Rögnvaldur. Hann kveðst ekki vita hvort Landakotskirkja hafi sótt um slíka undanþágu hjá heilbrigðisráðuneytinu eða ekki. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Er þetta í annað skiptið sem mannmergð í messu í kirkjunni er til umfjöllunar á stuttum tíma, en á jóladag var greint frá því að yfir hundrað manns hafi verið saman komnir í kirkjunni í messu á aðfangadag. Rögnvaldur vildi ekki tjá sig sérstaklega um málið þegar fréttastofa heyrði í honum, en sagði það leiðinlegt þegar fréttir af hópamyndun á svig við sóttvarnareglur yfirvalda komi upp. „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir, burtséð frá þessu einstaka máli. Almennt er leiðinlegt þegar fólk vill ekki spila með. Það er alveg vitað hvað við erum að gera og af hverju við erum að þessu. Það er heimsfaraldur í gangi og við erum að reyna að stemma stigu við honum,“ segir Rögnvaldur. Árangur náist ekki nema allir taki þátt Rögnvaldur segist þá telja að Íslendingum hafi að undanförnu gengið ágætlega í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn og vísar til stöðunnar í nágrannalandinu Noregi. Þar voru reglur hertar í dag vegna útbreiðslu veirunnar. Sala áfengis hefur verið bönnuð í landinu og samkomur takmarkaðar við fimm manns. „Síðasta breyting á reglunum hjá okkur var í átt að afléttingu og svoleiðis árangri nær maður ekkert nema með því að allir spili með og taki þátt. Það er náttúrulega það sem við viljum gera, keyra þetta á samstöðunni.“ Þá bendir Rögnvaldur á að ef fólk telur reglurnar ekki eiga að eiga við um sína starfsemi, eða það að örðu leyti ósátt, geti það sótt um undanþágu frá þeim til heilbrigðisráðuneytisins. „Ef þær eru ekki veittar, þá er það væntanlega bara vegna þess að aðstaðan býður ekki upp á það,“ segir Rögnvaldur. Hann kveðst ekki vita hvort Landakotskirkja hafi sótt um slíka undanþágu hjá heilbrigðisráðuneytinu eða ekki.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50
„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11
Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43