Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2021 10:57 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ætla má að tilefnið sé umræða um bóluefnasamninga Íslands í gegnum Evrópusambandið. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst yfir áhyggjum af seinagangi sambandsins, sem gæti orðið til þess að aðeins lítill hluti þjóðarinnar yrði bólusettur fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðuneytið gerir þó ráð fyrir að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. Þá nefndi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gær að til greina kæmi að veita neyðarleyfi fyrir notkun nýrra bóluefna hér á landi. Bretar veittu á dögunum tímabundið neyðarleyfi fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca í landinu. Heilbrigðisráðuneytið bendir á í tilkynningu í dag að ein af forsendunum fyrir því að slíkt leyfi sé veitt sé að bóluefnið sé þegar til reiðu og aðgengilegt og að um neyð sé að ræða. Bent er á að eftir að neyðarleyfi Breta var gefið út hafi EMA sent út fréttatilkynningu, þar sem fram kemur að stofnunin hafi kallað eftir frekari gögnum frá lyfjaframleiðandanum er varða gæði, öryggi og virkni bóluefnis AstraZeneca til að geta veitt skilyrt markaðsleyfi fyrir notkun þess. „Það er rétt að hafa hugfast að tímabundið neyðarleyfi er ekki það sama og skilyrt markaðsleyfi sem Lyfjastofnun Evrópu gefur út þar sem ríkari kröfur eru gerðar til markaðleyfis er varðar evrópska staðla um öryggi, virkni og gæði,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. „Íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja áherslu á að allra sjónarmiða sé gætt varðandi öryggi, gæði og virkni bóluefna við COVID-19 og treystir þar á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar, líkt og allar aðrar þjóðir sem eru þátttakendur í Evrópusamstarfinu, þar með talinn Noregur sem er þátttakandi í samstarfinu á sömu forsendum og Ísland.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. 4. janúar 2021 19:07 Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ætla má að tilefnið sé umræða um bóluefnasamninga Íslands í gegnum Evrópusambandið. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur lýst yfir áhyggjum af seinagangi sambandsins, sem gæti orðið til þess að aðeins lítill hluti þjóðarinnar yrði bólusettur fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðuneytið gerir þó ráð fyrir að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í sumar. Þá nefndi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gær að til greina kæmi að veita neyðarleyfi fyrir notkun nýrra bóluefna hér á landi. Bretar veittu á dögunum tímabundið neyðarleyfi fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca í landinu. Heilbrigðisráðuneytið bendir á í tilkynningu í dag að ein af forsendunum fyrir því að slíkt leyfi sé veitt sé að bóluefnið sé þegar til reiðu og aðgengilegt og að um neyð sé að ræða. Bent er á að eftir að neyðarleyfi Breta var gefið út hafi EMA sent út fréttatilkynningu, þar sem fram kemur að stofnunin hafi kallað eftir frekari gögnum frá lyfjaframleiðandanum er varða gæði, öryggi og virkni bóluefnis AstraZeneca til að geta veitt skilyrt markaðsleyfi fyrir notkun þess. „Það er rétt að hafa hugfast að tímabundið neyðarleyfi er ekki það sama og skilyrt markaðsleyfi sem Lyfjastofnun Evrópu gefur út þar sem ríkari kröfur eru gerðar til markaðleyfis er varðar evrópska staðla um öryggi, virkni og gæði,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. „Íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja áherslu á að allra sjónarmiða sé gætt varðandi öryggi, gæði og virkni bóluefna við COVID-19 og treystir þar á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar, líkt og allar aðrar þjóðir sem eru þátttakendur í Evrópusamstarfinu, þar með talinn Noregur sem er þátttakandi í samstarfinu á sömu forsendum og Ísland.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. 4. janúar 2021 19:07 Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. 4. janúar 2021 19:07
Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30
Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06