Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:04 Bólusett gegn kórónuveirunni hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni, sem haft hefur umsjón með bólusetningu við kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið að starfsfólk heilsugæslunnar hafi náð fimm skömmtum af bóluefni úr hverju glasi, sem er sá skammtafjöldi sem Pfizer mælir með. Starfsfólk Landspítala náði hins vegar 5,4 skömmtum úr hverju glasi, að því er fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landspítalanum, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að starfsfólk spítalans hefði náð þessu með því að viðhafa „sitt venjulega verklag“. Því sem náðist aukalega úr hverju glasi hefði verið blandað saman. „Við ákváðum að viðhafa bara hefðbundið verklag í blöndun hjá okkur, þegar við erum að meðhöndla svona dýr lyf og verðmæt, þar er þrautþjálfað starfsfólk sem er í þessu allan daginn og hefur mikla þekkingu og færni í þessu,“ sagði Hlíf við Ríkisútvarpið. Starfsfólk heilsugæslunnar hafi mikla reynslu Heilsugæslan segir í tilkynningu í dag að ekki sé ráðlagt að safna milli glasa til að tryggja stöðugleika bólefnis. Ef heill skammtur náist hins vegar úr glasinu sé notkun leyfð. Þetta staðfesti Lyfjastofnun, sóttvarnalæknir og Pfizer. Bólusetning heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið mjög vel. Starfsfólk hafi mikla reynslu af bólusetningum og meðhöndlun bólusefnis. „Umræðan á því ekki að snúast um færni, heldur hvort farið er eftir leiðbeiningum. Viljum við þakka öllu okkar starfsfólki, öðrum stofnunum og fyrirtækjum sem komu að þessu ferli fyrir góða samvinnu.“ Undirbúningur sé þegar hafinn að næstu bólusetningu. Heilsugæslan muni halda áfram að vinna samkvæmt bestu þekkingu og þeim leiðbeiningum markaðsleyfishafa sem eru í gildi hverju sinni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni, sem haft hefur umsjón með bólusetningu við kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið að starfsfólk heilsugæslunnar hafi náð fimm skömmtum af bóluefni úr hverju glasi, sem er sá skammtafjöldi sem Pfizer mælir með. Starfsfólk Landspítala náði hins vegar 5,4 skömmtum úr hverju glasi, að því er fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landspítalanum, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að starfsfólk spítalans hefði náð þessu með því að viðhafa „sitt venjulega verklag“. Því sem náðist aukalega úr hverju glasi hefði verið blandað saman. „Við ákváðum að viðhafa bara hefðbundið verklag í blöndun hjá okkur, þegar við erum að meðhöndla svona dýr lyf og verðmæt, þar er þrautþjálfað starfsfólk sem er í þessu allan daginn og hefur mikla þekkingu og færni í þessu,“ sagði Hlíf við Ríkisútvarpið. Starfsfólk heilsugæslunnar hafi mikla reynslu Heilsugæslan segir í tilkynningu í dag að ekki sé ráðlagt að safna milli glasa til að tryggja stöðugleika bólefnis. Ef heill skammtur náist hins vegar úr glasinu sé notkun leyfð. Þetta staðfesti Lyfjastofnun, sóttvarnalæknir og Pfizer. Bólusetning heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið mjög vel. Starfsfólk hafi mikla reynslu af bólusetningum og meðhöndlun bólusefnis. „Umræðan á því ekki að snúast um færni, heldur hvort farið er eftir leiðbeiningum. Viljum við þakka öllu okkar starfsfólki, öðrum stofnunum og fyrirtækjum sem komu að þessu ferli fyrir góða samvinnu.“ Undirbúningur sé þegar hafinn að næstu bólusetningu. Heilsugæslan muni halda áfram að vinna samkvæmt bestu þekkingu og þeim leiðbeiningum markaðsleyfishafa sem eru í gildi hverju sinni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58
Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30