Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2021 18:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að fá tvö sérfræðilækna á sviði öldrunar til að rannsaka fimm alvarlegar tilkynningar til Lyfjastofnunar um aukaverkanir bólusetningar við Covid-19, þar af fjögur andlát. Frumniðurstöður eiga að liggja fyrir innan viku til tíu daga. Tilkynningarnar varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem búa á hjúkrunarheimilum. „Ég held að við þurfum að hafa mynd af því og ákvörðun í samræmi við það um hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að nota einhverja aðra nálgun í þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Öllum íbúum á hjúkrunarheimilum og á öldrunarlækningadeildum var boðin bólusetning í síðustu viku og þáðu hana langflestir, eða 2.900 manns. Þórólfur bendir á að hér sé verið að bólusetja viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Við þurfum náttúrulega að hafa í huga að það deyja á hjúkrunarheimilum um tíu til tuttugu einstaklingar í hverri viku.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segist ekki hafa heyrt af sambærilegum tilkynningum erlendis. Kallað verður eftir upplýsingum frá Norðurlöndum og Lyfjastofnun Evrópu um hvort dauðsföllum hjá öldruðum hafi fjölgað eftir bólusetningu og eins verður það skoðað hér á landi. Ekki liggi fyrir miklar rannsóknir á áhrifum bólusetningar á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður,“ segir hann. Hræddur um að málið breyti viðhorfi fólks til bólusetninga Kári Stefánsson, fortjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur ólíklegt að andlátin tengist bólusetningu. „Ég yrði voða hissa ef það reyndust einhver slík tengsl.“ „Það er ákveðið að bólusetja stóran hóp af fólki sem er mjög aldrað eða mjög veikt fyrir. Það er engin spurning um að fólk í þessum hópi hefur tilhneigingu til að lasnast og tilhneigingu til að deyja. Þetta bóluefni ver fólk ekki fyrir öðru en Covid-19. Það ver það ekki gegn öðrum sjúkdómum og svo sannarlega ekki fyrir dauðanum.“ Hann telur þessi mál ekki eiga að breyta viðhorfi fólks til bólusetningarinnar. „Ég er hræddur um að þetta hafi þau áhrif að það séu einhverjir í íslensku samfélagi sem vilja nú ekki láta bólusetja sig vegna þess að þeir eru hræddir um að það muni vega að lífslíkum þeirra. Sem er mjög óheppilegt.“ „Það er núna búið að bólusetja nokkrar milljónir manna með þessu bóluefni og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vegi að heilsu þeirra,“ segir Kári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir fulla ástæðu til að fara vel yfir málið og vonar að þátttaka í bólusetningum haldist góð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga. Á Íslandi höfum við verið mjög viljug til þess að fara í bólusetningu. Og enn sem komið er staðan þannig. Það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur einnig fyrir samfélagið allt að þátttakan sé áfram almenn,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að fá tvö sérfræðilækna á sviði öldrunar til að rannsaka fimm alvarlegar tilkynningar til Lyfjastofnunar um aukaverkanir bólusetningar við Covid-19, þar af fjögur andlát. Frumniðurstöður eiga að liggja fyrir innan viku til tíu daga. Tilkynningarnar varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem búa á hjúkrunarheimilum. „Ég held að við þurfum að hafa mynd af því og ákvörðun í samræmi við það um hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að nota einhverja aðra nálgun í þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Öllum íbúum á hjúkrunarheimilum og á öldrunarlækningadeildum var boðin bólusetning í síðustu viku og þáðu hana langflestir, eða 2.900 manns. Þórólfur bendir á að hér sé verið að bólusetja viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Við þurfum náttúrulega að hafa í huga að það deyja á hjúkrunarheimilum um tíu til tuttugu einstaklingar í hverri viku.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segist ekki hafa heyrt af sambærilegum tilkynningum erlendis. Kallað verður eftir upplýsingum frá Norðurlöndum og Lyfjastofnun Evrópu um hvort dauðsföllum hjá öldruðum hafi fjölgað eftir bólusetningu og eins verður það skoðað hér á landi. Ekki liggi fyrir miklar rannsóknir á áhrifum bólusetningar á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður,“ segir hann. Hræddur um að málið breyti viðhorfi fólks til bólusetninga Kári Stefánsson, fortjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur ólíklegt að andlátin tengist bólusetningu. „Ég yrði voða hissa ef það reyndust einhver slík tengsl.“ „Það er ákveðið að bólusetja stóran hóp af fólki sem er mjög aldrað eða mjög veikt fyrir. Það er engin spurning um að fólk í þessum hópi hefur tilhneigingu til að lasnast og tilhneigingu til að deyja. Þetta bóluefni ver fólk ekki fyrir öðru en Covid-19. Það ver það ekki gegn öðrum sjúkdómum og svo sannarlega ekki fyrir dauðanum.“ Hann telur þessi mál ekki eiga að breyta viðhorfi fólks til bólusetningarinnar. „Ég er hræddur um að þetta hafi þau áhrif að það séu einhverjir í íslensku samfélagi sem vilja nú ekki láta bólusetja sig vegna þess að þeir eru hræddir um að það muni vega að lífslíkum þeirra. Sem er mjög óheppilegt.“ „Það er núna búið að bólusetja nokkrar milljónir manna með þessu bóluefni og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vegi að heilsu þeirra,“ segir Kári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir fulla ástæðu til að fara vel yfir málið og vonar að þátttaka í bólusetningum haldist góð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga. Á Íslandi höfum við verið mjög viljug til þess að fara í bólusetningu. Og enn sem komið er staðan þannig. Það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur einnig fyrir samfélagið allt að þátttakan sé áfram almenn,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira