Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. janúar 2021 16:30 Gunnar er einn af þeim fjölmörgu sem upplifa tengslarof í foreldrahlutverkinu. Hann segir að það hefði verið fínt að vita áður að þetta gæti gerst. Líf dafnar „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. Hann upplifði aðstæðurnar þannig að barnið vildi mikið vera hjá móðurinni og hann væri bara „gæinn sem fór út með bleijurnar“ eða eitthvað þannig. Eftir að Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn upplifði hann ekki strax þær tilfinningar sem hann hafði búist við að finna. Gunnar hafði verið í sambandi með Guðrúnu Björnsdóttur í tíu ár þegar drengurinn þeirra fæddist og sögðu þau frá sinni reynslu í fyrsta þættinum af Líf dafnar, sem frumsýndur var í gær. „Mér fannst þetta bara drullu djöfulli fúlt að upplifa að ég væri ekki að ná þessari tengingu, en ég elskaði hann og elska í dag alveg rosalega mikið. En ég var með samviskubit í einhverja sex mánuði yfir því að líða ekki öðruvísi.“ Gunnar segir að hann hafi elskað son sinn frá fyrstu mínútu en upplifði flóknar tilfinningar í kringum tengslamyndunina. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á sig, enda ekki vitað að þetta gæti yfir höfuð gerst þetta tengslarof. „Þessi tenging var einhvern veginn lengi að koma hjá mér. Svo náttúrulega leið tíminn og þá kom þessi tilfinning sem að maður á að finna strax.“ Gunnar og Guðrún voru á meðal þeirra sem deildu reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í fyrsta þætti af Líf dafnar.Þau eiga saman tvö börn.Líf dafnar Móðirin með forskot Bros, fliss, hlátur og önnur viðbrögð hjá barninu hjálpuðu Gunnari að finna betur þessi tengsl. „Þetta voru rosalega erfiðir sex mánuðir því maður var með svo mikið samviskubit. Ég vill ekki trúa því að ég sé sá fyrsti sem að lendir í þessu og það hefði alveg verið ágætt að fá smá svona „heads up.“ Þetta er ekki eins í bíómyndunum, þetta er bara alls ekki þannig.“ Þau eignuðust svo stúlku tveimur árum seinna og var það mjög ólík upplifun fyrir Gunnar. „Strax þegar ég fékk hana í hendurnar þá bara vá, svona á þetta að vera,“ útskýrir Gunnar. „Við fæðingu þá þekkir barnið móður sína vegna þess að það hefur heyrt röddina hennar, það hefur hlustað á hjartsláttinn hennar á meðgöngunni og það hefur drukkið legvatnið og þar af leiðandi þekkir það líka lyktina af mömmu sinni. Mamman hefur náttúrulega svolítið forskot í tengslamynduninni þegar barnið fæðist,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir í þættinum en hún var einn af sérfræðingunum sem rætt var við í þættinum. Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta. Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Líf dafnar Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Hann upplifði aðstæðurnar þannig að barnið vildi mikið vera hjá móðurinni og hann væri bara „gæinn sem fór út með bleijurnar“ eða eitthvað þannig. Eftir að Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn upplifði hann ekki strax þær tilfinningar sem hann hafði búist við að finna. Gunnar hafði verið í sambandi með Guðrúnu Björnsdóttur í tíu ár þegar drengurinn þeirra fæddist og sögðu þau frá sinni reynslu í fyrsta þættinum af Líf dafnar, sem frumsýndur var í gær. „Mér fannst þetta bara drullu djöfulli fúlt að upplifa að ég væri ekki að ná þessari tengingu, en ég elskaði hann og elska í dag alveg rosalega mikið. En ég var með samviskubit í einhverja sex mánuði yfir því að líða ekki öðruvísi.“ Gunnar segir að hann hafi elskað son sinn frá fyrstu mínútu en upplifði flóknar tilfinningar í kringum tengslamyndunina. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á sig, enda ekki vitað að þetta gæti yfir höfuð gerst þetta tengslarof. „Þessi tenging var einhvern veginn lengi að koma hjá mér. Svo náttúrulega leið tíminn og þá kom þessi tilfinning sem að maður á að finna strax.“ Gunnar og Guðrún voru á meðal þeirra sem deildu reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í fyrsta þætti af Líf dafnar.Þau eiga saman tvö börn.Líf dafnar Móðirin með forskot Bros, fliss, hlátur og önnur viðbrögð hjá barninu hjálpuðu Gunnari að finna betur þessi tengsl. „Þetta voru rosalega erfiðir sex mánuðir því maður var með svo mikið samviskubit. Ég vill ekki trúa því að ég sé sá fyrsti sem að lendir í þessu og það hefði alveg verið ágætt að fá smá svona „heads up.“ Þetta er ekki eins í bíómyndunum, þetta er bara alls ekki þannig.“ Þau eignuðust svo stúlku tveimur árum seinna og var það mjög ólík upplifun fyrir Gunnar. „Strax þegar ég fékk hana í hendurnar þá bara vá, svona á þetta að vera,“ útskýrir Gunnar. „Við fæðingu þá þekkir barnið móður sína vegna þess að það hefur heyrt röddina hennar, það hefur hlustað á hjartsláttinn hennar á meðgöngunni og það hefur drukkið legvatnið og þar af leiðandi þekkir það líka lyktina af mömmu sinni. Mamman hefur náttúrulega svolítið forskot í tengslamynduninni þegar barnið fæðist,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir í þættinum en hún var einn af sérfræðingunum sem rætt var við í þættinum. Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta.
Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Líf dafnar Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira