Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður farið yfir stöðuna vestanhafs með Evu Bergþóru Guðbergsdóttur fréttaritara okkar í Bandaríkjunum.
Sóttvarnalæknir hefur að nýju lagt til við ráðherra að allir verði skikkaðir í skimun við landamærin. Tuttugu og fimm hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar innanlands og á landamærum.
Félag framhaldsskólakennara hefur farið fram á við menntamálaráðherra að kennarar geti valið um staðkennslu eða fjarkennslu eftir aðstæðum. Þá vilja framhaldsskólakennarar færast ofar á forgangslista bóluefnis við kórónaveirunni. Hluti nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík vill einnig sveigjanleika í námi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Þá verður farið yfir stöðu loðnuleitar við Ísland og rætt við framkvæmdastjóra Heimilis og skóla um nektarmyndir sem börn hafa fengið greitt fyrir að senda. Að lokum verður litið við í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni – þar sem jólunum var fagnað í dag.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.