Vongóður að líkamsræktarstöðvar fái bráðlega að opna: „Þetta er bara tóm helvítis þvæla“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2021 18:01 Björn Leifsson, eigandi World Class, segist orðinn langþreyttur á lokunum líkamsræktarstöðva. Vísir/Egill „Við erum að heyra nákvæmlega sama ruglið, aftur og aftur. Það eigi að fara varlega í tilslakanir og annað slíkt. Það er eins og stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld beri enga virðingu fyrir fyrirtækjum eða fólkinu í landinu. Við erum algjörlega í þoku með það hvort við megum starfa eða ekki,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class. „Við erum að heyra nákvæmlega sama ruglið, aftur og aftur. Það eigi að fara varlega í tilslakanir og annað slíkt. Það er eins og stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld beri enga virðingu fyrir fyrirtækjum eða fólkinu í landinu. Við erum algjörlega í þoku með það hvort við megum starfa eða ekki,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class. Hann ræddi aðgerðir sóttvarnayfirvalda, sem hann er orðinn langþreyttur á, í Reykjavík síðdegis. Björn segir að óljóst sé hvort líkamsræktarstöðvar fái að opna, það verði ekki ljóst fyrr en í byrjun næstu viku, og segir hann líklegt að það verði með einhverjum takmörkunum. „Mér finnst þetta algjörlega út í hött vegna þess að við getum sinnt sóttvörnum mikið betur en sundlaugar. Við getum verið með grímuskyldu, fjarlægðaskyldu, sóttvarnir, hanska, lokaða búningsklefa. Ekkert af þessu geta sundlaugarnar,“ segir hann. „Eins og dæmi sanna geta þær ekki verið með grímur, ekki verið með fjarlægðamörk, það hefur sýnt sig með myndunum úr pottunum hjá þeim, og þær geta ekki lokað búningsklefum. Ef eitthvað er ætti frekar að vera opið hjá okkur en sundlaugunum,“ segir Björn. Bauð sóttvarnalækni í heimsókn sem hann afþakkaði Hann segist hafa sent bréf á sóttvarnalækni þann 6. október þegar lokanir líkamsræktastöðva voru boðaðar. Í bréfinu segist hann hafa greint frá því hvernig hægt væri að sinna sóttvörnum á stöðvum hans. „Ég bauð honum að koma í heimsókn og ræða við mig þar sem við gætum farið yfir hvernig við gætum gert þetta betur og gert það þannig að þetta væri ásættanlegt fyrir þá. Ég fékk pent svar til baka þar sem mér var þakkað fyrir bréfið en hann sæi eiginlega ekki ástæðu til að koma í heimsókn. Ef þeir væru að veita undanþágur þá virkuðu ekki þessar aðgerðir,“ segir Bjössi. Hann segir að forstöðumenn smærri líkamsræktarstöðva haldi úti Facebook-hópi sem hann sé nú kominn inn í. Þar eru allir mjög óhressir með aðgerðir stjórnvalda, að sögn Björns. Hann segir viðskiptavini vera orðna langþreytta á ástandinu. „Það er orðið mikið um aukið þunglyndi og annað slíkt í þjóðfélaginu. Fólk er hvatt til að fara út að ganga og hlaupa og ég á von á að við eigum eftir að sjá aukið flæði á slysadeildina þegar fólk fer að brotna í hálkunni,“ segir Björn. Segir yfirvöld bjóða smáaura í stuðning Hann segir mikla ósanngirni í aðgerðunum og segist ekki skilja hvers vegna landamærunum hefur ekki verið lokað í von um að íbúar landsins geti lifað lífinu á sem eðlilegastan hátt. „Auðvitað er þetta mjög bagalegt. Í okkar fyrirtæki starfa um tvö hundruð manns sem eru verktakar. Þeir eru búnir að vera launalausir í þrjá mánuði. Ég er búinn að segja upp 150 starfsmönnum. Þannig að þetta er farið að taka í,“ segir Björn. „Það sem verra er, aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að standa við bakið á þessum fyrirtækjum eru afskaplega máttlausar og okkur er gert að loka fyrirtækinu. Við greiðum laun, leigur, rafmagn, hita, skatt og skyldur og það eru smáaurar sem þeir bjóða upp á,“ segir Björn. Hann segist vongóður að líkamsræktarstöðvar fái bráðum að opna. „Ég vona bara að menn fari að sjá að sér, þetta er bara tóm helvítis þvæla.“ Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segist eitt af „líkamsræktarsmitunum“ jafnvel þótt ekki sé vitað hvar hún smitaðist Forsvarsmenn World Class hafa birt erindi frá konu sem segir farir sínar ekki sléttar af smitrakningu í kjölfar Covid-19 greiningar en smitið hafi verið sett í flokk smita á líkamsræktarstöðvum, jafnvel þótt hún hefði getað smitast á ótal öðrum stöðum. 30. desember 2020 17:44 „Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31 Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
„Við erum að heyra nákvæmlega sama ruglið, aftur og aftur. Það eigi að fara varlega í tilslakanir og annað slíkt. Það er eins og stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld beri enga virðingu fyrir fyrirtækjum eða fólkinu í landinu. Við erum algjörlega í þoku með það hvort við megum starfa eða ekki,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class. Hann ræddi aðgerðir sóttvarnayfirvalda, sem hann er orðinn langþreyttur á, í Reykjavík síðdegis. Björn segir að óljóst sé hvort líkamsræktarstöðvar fái að opna, það verði ekki ljóst fyrr en í byrjun næstu viku, og segir hann líklegt að það verði með einhverjum takmörkunum. „Mér finnst þetta algjörlega út í hött vegna þess að við getum sinnt sóttvörnum mikið betur en sundlaugar. Við getum verið með grímuskyldu, fjarlægðaskyldu, sóttvarnir, hanska, lokaða búningsklefa. Ekkert af þessu geta sundlaugarnar,“ segir hann. „Eins og dæmi sanna geta þær ekki verið með grímur, ekki verið með fjarlægðamörk, það hefur sýnt sig með myndunum úr pottunum hjá þeim, og þær geta ekki lokað búningsklefum. Ef eitthvað er ætti frekar að vera opið hjá okkur en sundlaugunum,“ segir Björn. Bauð sóttvarnalækni í heimsókn sem hann afþakkaði Hann segist hafa sent bréf á sóttvarnalækni þann 6. október þegar lokanir líkamsræktastöðva voru boðaðar. Í bréfinu segist hann hafa greint frá því hvernig hægt væri að sinna sóttvörnum á stöðvum hans. „Ég bauð honum að koma í heimsókn og ræða við mig þar sem við gætum farið yfir hvernig við gætum gert þetta betur og gert það þannig að þetta væri ásættanlegt fyrir þá. Ég fékk pent svar til baka þar sem mér var þakkað fyrir bréfið en hann sæi eiginlega ekki ástæðu til að koma í heimsókn. Ef þeir væru að veita undanþágur þá virkuðu ekki þessar aðgerðir,“ segir Bjössi. Hann segir að forstöðumenn smærri líkamsræktarstöðva haldi úti Facebook-hópi sem hann sé nú kominn inn í. Þar eru allir mjög óhressir með aðgerðir stjórnvalda, að sögn Björns. Hann segir viðskiptavini vera orðna langþreytta á ástandinu. „Það er orðið mikið um aukið þunglyndi og annað slíkt í þjóðfélaginu. Fólk er hvatt til að fara út að ganga og hlaupa og ég á von á að við eigum eftir að sjá aukið flæði á slysadeildina þegar fólk fer að brotna í hálkunni,“ segir Björn. Segir yfirvöld bjóða smáaura í stuðning Hann segir mikla ósanngirni í aðgerðunum og segist ekki skilja hvers vegna landamærunum hefur ekki verið lokað í von um að íbúar landsins geti lifað lífinu á sem eðlilegastan hátt. „Auðvitað er þetta mjög bagalegt. Í okkar fyrirtæki starfa um tvö hundruð manns sem eru verktakar. Þeir eru búnir að vera launalausir í þrjá mánuði. Ég er búinn að segja upp 150 starfsmönnum. Þannig að þetta er farið að taka í,“ segir Björn. „Það sem verra er, aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að standa við bakið á þessum fyrirtækjum eru afskaplega máttlausar og okkur er gert að loka fyrirtækinu. Við greiðum laun, leigur, rafmagn, hita, skatt og skyldur og það eru smáaurar sem þeir bjóða upp á,“ segir Björn. Hann segist vongóður að líkamsræktarstöðvar fái bráðum að opna. „Ég vona bara að menn fari að sjá að sér, þetta er bara tóm helvítis þvæla.“
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segist eitt af „líkamsræktarsmitunum“ jafnvel þótt ekki sé vitað hvar hún smitaðist Forsvarsmenn World Class hafa birt erindi frá konu sem segir farir sínar ekki sléttar af smitrakningu í kjölfar Covid-19 greiningar en smitið hafi verið sett í flokk smita á líkamsræktarstöðvum, jafnvel þótt hún hefði getað smitast á ótal öðrum stöðum. 30. desember 2020 17:44 „Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31 Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Segist eitt af „líkamsræktarsmitunum“ jafnvel þótt ekki sé vitað hvar hún smitaðist Forsvarsmenn World Class hafa birt erindi frá konu sem segir farir sínar ekki sléttar af smitrakningu í kjölfar Covid-19 greiningar en smitið hafi verið sett í flokk smita á líkamsræktarstöðvum, jafnvel þótt hún hefði getað smitast á ótal öðrum stöðum. 30. desember 2020 17:44
„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44