Innlent

Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Akureyringar vilja fæstir kannast við annað en gott veður norðan heiða. Þeir eiga þó von á vondu veðri í nótt og fram eftir degi á morgun.
Akureyringar vilja fæstir kannast við annað en gott veður norðan heiða. Þeir eiga þó von á vondu veðri í nótt og fram eftir degi á morgun. Vísir/Tryggvi Páll

Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun.

Búist er við norðvestan stormi með 20 til 30 metrum á sekúndu, snjókomu og skafrenningi og jafnvel stórhríð á þessum slóðum þegar verst lætur. Þá geta vindhviður geta náð allt að 45 metrum á sekúndu á Austfjörðum þar sem veðrið verður hvað verst.

Fólk er hvatt til þess að tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Ekkert ferðaveður er á þessum slóðum á meðan veðrið gengur yfir og eru vegfarendur hvattir til þess að fylgjast með veðurspá á vefsíðu Veðurstofu Íslands og færð og ástandi vega á vefsíðu Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×