Skilja ekki rökin á bak við tillögu Þórólfs Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 14:48 Verslunarmenn fögnuðu því þegar fjöldatakmörk í verslunum voru rýmkuð í desember. Fyrirhugaðar breytingar verða til þess að sumar verslanir geti tekið á móti færra fólki en áður. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, skilur ekkert í að þrengja eigi að verslunum frá og með 13. janúar næstkomandi. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag væntanlegar breytingar á sóttvarnareglum, með fyrirvara um að faraldurinn haldist í lágmarki. Uppfært klukkan 15:15: Heilbrigðisráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína um nýjar sóttvarnaráðstafanir og áréttað að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða verslanir þann 13. janúar. Hér á eftir fylgir upphaflega fréttin sem byggðist á röngum upplýsingum. Breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis og er almennt um tilslakanir að ræða en með undantekningum þó. Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðir, auk þess sem gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Áfram mega ekki vera fleiri en 100 viðskiptavinir í hverju rými að hámarki. Nýju reglurnar eiga að gilda til til 17. febrúar. „Þetta er þrenging og ég skil ekki rökin á bak við ákvörðunina,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Engir hnökrar verið á núgildandi fyrirkomulagi „Framkvæmdin eins og þetta hefur verið frá 10. desember, og í þessari miklu önn sem jólaverslunin er, hefur bara verið með ágætum. Það hafa engir hnökrar verið á þessu. Það hafa engin smit okkur vitanlega komið upp í verslunum, ekki nokkur, þess vegna kemur þessi ákvörðun mér í opna skjöldu. Ég skil ekki rökin á bak við hana.“ Áður en breyting var gerð á sóttvarnaráðstöfunum þann 10. desember síðastliðinn var verslunum, sem ekki seldu matvöru eða lyf, einungis heimilt að hleypa inn tíu viðskiptavinum í einu nema hægt væri að skipta þeim upp í sóttvarnarhólf. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Uppfært klukkan 15:15: Heilbrigðisráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína um nýjar sóttvarnaráðstafanir og áréttað að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða verslanir þann 13. janúar. Hér á eftir fylgir upphaflega fréttin sem byggðist á röngum upplýsingum. Breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis og er almennt um tilslakanir að ræða en með undantekningum þó. Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðir, auk þess sem gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Áfram mega ekki vera fleiri en 100 viðskiptavinir í hverju rými að hámarki. Nýju reglurnar eiga að gilda til til 17. febrúar. „Þetta er þrenging og ég skil ekki rökin á bak við ákvörðunina,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Engir hnökrar verið á núgildandi fyrirkomulagi „Framkvæmdin eins og þetta hefur verið frá 10. desember, og í þessari miklu önn sem jólaverslunin er, hefur bara verið með ágætum. Það hafa engir hnökrar verið á þessu. Það hafa engin smit okkur vitanlega komið upp í verslunum, ekki nokkur, þess vegna kemur þessi ákvörðun mér í opna skjöldu. Ég skil ekki rökin á bak við hana.“ Áður en breyting var gerð á sóttvarnaráðstöfunum þann 10. desember síðastliðinn var verslunum, sem ekki seldu matvöru eða lyf, einungis heimilt að hleypa inn tíu viðskiptavinum í einu nema hægt væri að skipta þeim upp í sóttvarnarhólf.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01