Hreinsunarstarf gengur vel en hættustig áfram í gildi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 17:10 Frá hreinsunarstarfi á Seyðisfirði síðustu daga. LÖGREGLAN Hreinsunarstarf á Seyðisfirði hefur gengið vel og er búið að opna leið í gegnum stóru skriðuna sem féll þann 18. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hlé verður gert á hreinsunarstarfi um helgina en veðurspá er slæm og búist við norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu með snjókomu og stórhríð á köflum. Áfram hættustig Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði. Á áhrifasvæðum skriðunnar eru vinnuvélar í notkun og því varhugavert að vera á ferðinni þar nærri að því er kemur fram í tilkynningunni. Óviðkomandi umferð er óheimil á svæðinu samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Austurlandi vegna hættu sem getur falist í og við skriðuna eins og brak úr byggingum og annað lauslegt. Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Hlé verður ger á hreinsunarstarfi um helgina.LÖGREGLAN Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Múlaþings var haldinn í dag þar sem fjallað var um hreinsunarstarf, vöktun og mælingar á upptakasvæðum skriðanna ásamt forgangsmálum næstu vikna. Fylgst með gangi mála Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hlé verður gert á hreinsunarstarfi um helgina en veðurspá er slæm og búist við norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu með snjókomu og stórhríð á köflum. Áfram hættustig Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði. Á áhrifasvæðum skriðunnar eru vinnuvélar í notkun og því varhugavert að vera á ferðinni þar nærri að því er kemur fram í tilkynningunni. Óviðkomandi umferð er óheimil á svæðinu samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Austurlandi vegna hættu sem getur falist í og við skriðuna eins og brak úr byggingum og annað lauslegt. Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Hlé verður ger á hreinsunarstarfi um helgina.LÖGREGLAN Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Múlaþings var haldinn í dag þar sem fjallað var um hreinsunarstarf, vöktun og mælingar á upptakasvæðum skriðanna ásamt forgangsmálum næstu vikna. Fylgst með gangi mála Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00
Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23