Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 18:59 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Frá tíunda til sautjánda janúar verður landamæraeftirlit Danmerkur hert fyrir komur frá öllum löndum. Ferðamenn með lögmætt erindi fá einungis landgöngu og hefur skilgreiningin á lögmætu erindi verið hert. Nánar má lesa um breytinguna hér. Frá því klukkan 17 á morgun þurfa allir farþegar sem koma inn í landið með lögmætt erindi að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 24 tíma. Hraðpróf verða einnig tekin gild og þarf ekki einungis að vera um PCR próf að ræða. Aðrar reglur gilda fyrir fólk í millilendingu, fólk sem flytur vörur til og frá Danmörku og fólk búsett á landamærum. Nánari upplýsingar veitir upplýsingasími dönsku lögreglunnar í síma +45 70206044. Icelandair kemur til móts við farþega Samkvæmt upplýsingafulltrúa Icelandair er verið að hafa samband við alla þá farþega flugfélagsins sem eiga bókað flug til Kaupmannahafnar á sunudag, mánudag eða þriðjudag. Farþegum verður boðið að flýta fluginu og fljúga í fyrramálið - áður en ofangreindar aðgerðir taka gildi. Einnig verður í boði að seinka flugi farþegum að kostnaðarlausu. Þeim farþegum, sem vilja þiggja slíka ráðstöfun, er bent á að hafa samband við flugfélagið. Tvö hundruð farþegar eiga flug til Kaupmannahafnar á dag með Icelandair frá og með morgundeginum og fram á þriðjudag. Farþegar frá Íslandi þurfa ekki í sóttkví í Bretlandi Allir farþegar, ellefu ára og eldri, sem koma til Bretlands frá og með næstu viku þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-19 próf sem er ekki eldra en 72 klukkutímar. Eins og áður þurfa allir farþegar að fylla út svokallað „Passenger Locator Form“. Þeir farþegar sem ferðast frá ríkjum sem eru ekki á grænum lista breskra stjórnvalda þurfa samt sem áður að fara í sóttkví í 10 daga, þrátt fyrir neikvætt próf. Ísland er núna á græna listanum og þurfa farþegar þaðan því ekki að fara í sóttkví. Ítarlegar upplýsingar um allar breytingar vegna faraldurs kórónuveirunnar má finna á ferðavef Utanríkisráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Frá tíunda til sautjánda janúar verður landamæraeftirlit Danmerkur hert fyrir komur frá öllum löndum. Ferðamenn með lögmætt erindi fá einungis landgöngu og hefur skilgreiningin á lögmætu erindi verið hert. Nánar má lesa um breytinguna hér. Frá því klukkan 17 á morgun þurfa allir farþegar sem koma inn í landið með lögmætt erindi að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki er eldra en 24 tíma. Hraðpróf verða einnig tekin gild og þarf ekki einungis að vera um PCR próf að ræða. Aðrar reglur gilda fyrir fólk í millilendingu, fólk sem flytur vörur til og frá Danmörku og fólk búsett á landamærum. Nánari upplýsingar veitir upplýsingasími dönsku lögreglunnar í síma +45 70206044. Icelandair kemur til móts við farþega Samkvæmt upplýsingafulltrúa Icelandair er verið að hafa samband við alla þá farþega flugfélagsins sem eiga bókað flug til Kaupmannahafnar á sunudag, mánudag eða þriðjudag. Farþegum verður boðið að flýta fluginu og fljúga í fyrramálið - áður en ofangreindar aðgerðir taka gildi. Einnig verður í boði að seinka flugi farþegum að kostnaðarlausu. Þeim farþegum, sem vilja þiggja slíka ráðstöfun, er bent á að hafa samband við flugfélagið. Tvö hundruð farþegar eiga flug til Kaupmannahafnar á dag með Icelandair frá og með morgundeginum og fram á þriðjudag. Farþegar frá Íslandi þurfa ekki í sóttkví í Bretlandi Allir farþegar, ellefu ára og eldri, sem koma til Bretlands frá og með næstu viku þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-19 próf sem er ekki eldra en 72 klukkutímar. Eins og áður þurfa allir farþegar að fylla út svokallað „Passenger Locator Form“. Þeir farþegar sem ferðast frá ríkjum sem eru ekki á grænum lista breskra stjórnvalda þurfa samt sem áður að fara í sóttkví í 10 daga, þrátt fyrir neikvætt próf. Ísland er núna á græna listanum og þurfa farþegar þaðan því ekki að fara í sóttkví. Ítarlegar upplýsingar um allar breytingar vegna faraldurs kórónuveirunnar má finna á ferðavef Utanríkisráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Icelandair
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Danmörk Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira