Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2021 21:34 Bólusetning við Covid-19 hófst hér á landi þann 29. desember. Von er á næsta skammti bóluefnis Pfizer og BioNTech í kringum 20. janúar næstkomandi. Vísir/Vilhelm Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. Eitthvað hefur borið á áhyggjum um aðgengi Íslendinga að bóluefni en þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tryggt sér skammta frá þremur mismunandi framleiðendum hefur ríkt óvissa um afhendingartíma bóluefnanna. Bergström, sem starfar sem eins konar umboðsmaður Íslands, Svíþjóðar og Noregs gagnvart bóluefnasamstarfi ESB, sagði í kvöldfréttum RÚV að tæplega 1,2 milljónir skammta hafi nú verið eyrnamerktir Íslandi. Greint frá því í gær að Ísland eigi von á tvöfalt stærri skammt af bóluefni Pfizer og BioNTech en gert var ráð fyrir í kjölfar viðbótarsamnings ESB við framleiðendurna. Áætlað er að fjórðungur þessara skammta eigi eftir að skila sér fyrir sumarið. Þar að auki er bóluefni Moderna komið með markaðsleyfi hér á landi og von er á um þúsund skömmtum af því í næstu viku. Framleiðslugeta eigi eftir að margfaldast Bergström segir að útlit sé fyrir að hlutirnir muni gerast hratt í vor. „Það eru vonandi að koma fimm bóluefni, núna í vor, það þýðir að um mitt sumar verður bólusetningu lokið á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og öllum Evrópusambandsríkjunum,“ sagði hann í kvöldfréttum RÚV. Þá sagði hann að þrátt fyrir að það hafi gengið hægt að fá bóluefni til landsins fram að þessu eigi hann von á því að flæðið fari að aukast töluvert. Vísar hann þar til að mynda til þess að útlit sé fyrir að framleiðslugeta Pfizer muni tvöfaldast eða þrefaldast í mars. Þar að auki telur hann að ESB veiti bóluefni Astra Zeneca og Oxford-háskóla markaðsleyfi í lok janúar en íslensk stjórnvöld eiga von á tæplega 70 þúsund skömmtum af því bóluefni í mars. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55 Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Eitthvað hefur borið á áhyggjum um aðgengi Íslendinga að bóluefni en þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tryggt sér skammta frá þremur mismunandi framleiðendum hefur ríkt óvissa um afhendingartíma bóluefnanna. Bergström, sem starfar sem eins konar umboðsmaður Íslands, Svíþjóðar og Noregs gagnvart bóluefnasamstarfi ESB, sagði í kvöldfréttum RÚV að tæplega 1,2 milljónir skammta hafi nú verið eyrnamerktir Íslandi. Greint frá því í gær að Ísland eigi von á tvöfalt stærri skammt af bóluefni Pfizer og BioNTech en gert var ráð fyrir í kjölfar viðbótarsamnings ESB við framleiðendurna. Áætlað er að fjórðungur þessara skammta eigi eftir að skila sér fyrir sumarið. Þar að auki er bóluefni Moderna komið með markaðsleyfi hér á landi og von er á um þúsund skömmtum af því í næstu viku. Framleiðslugeta eigi eftir að margfaldast Bergström segir að útlit sé fyrir að hlutirnir muni gerast hratt í vor. „Það eru vonandi að koma fimm bóluefni, núna í vor, það þýðir að um mitt sumar verður bólusetningu lokið á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og öllum Evrópusambandsríkjunum,“ sagði hann í kvöldfréttum RÚV. Þá sagði hann að þrátt fyrir að það hafi gengið hægt að fá bóluefni til landsins fram að þessu eigi hann von á því að flæðið fari að aukast töluvert. Vísar hann þar til að mynda til þess að útlit sé fyrir að framleiðslugeta Pfizer muni tvöfaldast eða þrefaldast í mars. Þar að auki telur hann að ESB veiti bóluefni Astra Zeneca og Oxford-háskóla markaðsleyfi í lok janúar en íslensk stjórnvöld eiga von á tæplega 70 þúsund skömmtum af því bóluefni í mars.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55 Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27
Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55
Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent