Tilhlökkun fyrir nýju fjölnota íþróttahúsi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2021 20:03 Svona mun húsið líta út fullklárað en reiknað er með að það verði tekið í notkun um verslunarmannahelgina í sumar í kringum unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Selfossi. Heildarstærð hússins með anddyri og stoðrýmum er 6.500m2. Stærð íþróttasalar er 77x80m með 16,7m lofthæð og möguleika á útdraganlegum stúkum fyrir allt að 300 manns. Aðsend Mikil tilhlökkun er hjá íbúum á Selfossi fyrir opnun fjölnota íþróttahúss, sem tekið verður í notkun í sumar. Húsið, sem er sex þúsund og fimm hundruð fermetrar mun gjörbreyta allri íþróttaaðstöðu í bænum. Nýja fjölnota íþróttahúsið, sem er í byggingu á íþróttavallasvæðinu er hugsað fyrst og fremst sem frjálsíþróttahús og knattspyrnuhús, auk þess sem göngu og hlaupahópar geta komist inn í húsið. „Það verður líka hægt að nota það undir sýninga og tónleikahald og ýmis góð not fyrir það sem mun nýtasta fyrir okkur íbúana. Og þetta er stærðarinnar hús? Þetta er stórt hús, þetta er 6.500 fermetra hús með lofthæð upp á sextán metra,“ segir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi úr meirihlutanum í Árborg. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem segir nýja húsið hafa mikla þýðingu fyrir íþróttalífið á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tómas Ellert segir húsið vera fyrsta áfanga í stórhuga uppbyggingu á íþróttasvæðinu fyrir Ungmennafélag Selfoss. Það sé líka möguleiki á stækka nýja húsið þannig að það verði full stærð á fótboltavelli þar inni. „Svo kemur fyrir framan húsið búningsaðstaða, handboltahús, fimleikahús, skrifstofuhús og önnur aðstaða fyrir ungmennafélagið.“ Gólf á frjálsíþróttasvæði og göngu- og hlaupabrautum umhverfis gervigrasvöll verða klædd með tartan og gervigras mun verða á knattspyrnuvellinum.Aðsend Nýja húsið mun kosta um 1,3 milljarð króna samkvæmt fjárhagsáætlun þess. Eins og gefur að skilja eru allir mjög spenntir fyrir opnun nýja hússins. „Já, það er gríðarleg tilhlökkun hjá fólki. Margir áttu bágt með að trúa því að við værum að fara að byggja þetta hús en svo þegar það sá það rísa og stálbogarnir að komast á sinn stað þá fóru menn að trúa,“ segir Tómas Ellert. Möguleiki verður á að byggja við norðurgafl hússins í næsta áfanga og þannig stækka gervigrasvöllinn upp í 11 manna keppnisvöll.Aðsend Árborg Frjálsar íþróttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nýja fjölnota íþróttahúsið, sem er í byggingu á íþróttavallasvæðinu er hugsað fyrst og fremst sem frjálsíþróttahús og knattspyrnuhús, auk þess sem göngu og hlaupahópar geta komist inn í húsið. „Það verður líka hægt að nota það undir sýninga og tónleikahald og ýmis góð not fyrir það sem mun nýtasta fyrir okkur íbúana. Og þetta er stærðarinnar hús? Þetta er stórt hús, þetta er 6.500 fermetra hús með lofthæð upp á sextán metra,“ segir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi úr meirihlutanum í Árborg. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem segir nýja húsið hafa mikla þýðingu fyrir íþróttalífið á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tómas Ellert segir húsið vera fyrsta áfanga í stórhuga uppbyggingu á íþróttasvæðinu fyrir Ungmennafélag Selfoss. Það sé líka möguleiki á stækka nýja húsið þannig að það verði full stærð á fótboltavelli þar inni. „Svo kemur fyrir framan húsið búningsaðstaða, handboltahús, fimleikahús, skrifstofuhús og önnur aðstaða fyrir ungmennafélagið.“ Gólf á frjálsíþróttasvæði og göngu- og hlaupabrautum umhverfis gervigrasvöll verða klædd með tartan og gervigras mun verða á knattspyrnuvellinum.Aðsend Nýja húsið mun kosta um 1,3 milljarð króna samkvæmt fjárhagsáætlun þess. Eins og gefur að skilja eru allir mjög spenntir fyrir opnun nýja hússins. „Já, það er gríðarleg tilhlökkun hjá fólki. Margir áttu bágt með að trúa því að við værum að fara að byggja þetta hús en svo þegar það sá það rísa og stálbogarnir að komast á sinn stað þá fóru menn að trúa,“ segir Tómas Ellert. Möguleiki verður á að byggja við norðurgafl hússins í næsta áfanga og þannig stækka gervigrasvöllinn upp í 11 manna keppnisvöll.Aðsend
Árborg Frjálsar íþróttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira