Rætt við fleiri en Pfizer um rannsókn á hjarðónæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 11. janúar 2021 06:58 Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst hér á landi í lok desember. Vísir/Vilhelm Rætt hefur verið við nokkra framleiðendur bóluefnis gegn kórónuveirunni um þá hugmynd að Ísland verði einskonar tilraunaverkefni til að rannsaka hjarðónæmi heillar þjóðar. Þegar hefur verið greint frá viðræðum þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar við lyfjarisann Pfizer, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur einnig verið rætt við fleiri aðila um svipaðar hugmyndir. Ekki er þó greint frá því í frétt blaðsina hvaða fyrirtæki um ræðir og raunar er þess heldur ekki getið hvaða aðilar hér á landi hafi átt í slíkum viðræðum. Viðræðurnar við Pfizer munu vera lengst komnar og mun það skýrast í vikunni. Þegar hefur verið greint frá því að Pfizer hafi samið við Ísraela um að þeir taki þátt í tilraunaverkefni. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, það ekki útiloka að lyfjafyrirtækið gangi til samninga við íslensk stjórnvöld. „Málið er ekki dautt, það er það eina sem ég vil segja,“ sagði Kári. Þá væri Ísrael að hjálpa Pfizer að ná í allt aðrar upplýsingar en Ísland myndi gera. „Mér sýnist að það sem Ísraelar ætli að gera sé að kanna hvort að það sé hægt að hafa lengri bil á milli annars og fyrsta skammtar af bóluefni Pfizer og síðan að veita þeim upplýsingar um útkomuna úr bólusetningunni almennt.“ Á hinn boginn hefðu Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagt til rannsókn sem kanni hjarðónæmishugtakið og reyna að sýna fram á að það sé meira heldur en kenning. „Það sem við erum að leggja til við þá er tiltölulega einföld tilraun til að reyna að skilja það hvernig maður getur kveðið í kútinn svona veiru án þess að bólusetja alla þjóðina. Það hefur í rauninni enginn sýnt fram á hverjar þessar stærðir eru í hjarðónæminu.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Þegar hefur verið greint frá viðræðum þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar við lyfjarisann Pfizer, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur einnig verið rætt við fleiri aðila um svipaðar hugmyndir. Ekki er þó greint frá því í frétt blaðsina hvaða fyrirtæki um ræðir og raunar er þess heldur ekki getið hvaða aðilar hér á landi hafi átt í slíkum viðræðum. Viðræðurnar við Pfizer munu vera lengst komnar og mun það skýrast í vikunni. Þegar hefur verið greint frá því að Pfizer hafi samið við Ísraela um að þeir taki þátt í tilraunaverkefni. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, það ekki útiloka að lyfjafyrirtækið gangi til samninga við íslensk stjórnvöld. „Málið er ekki dautt, það er það eina sem ég vil segja,“ sagði Kári. Þá væri Ísrael að hjálpa Pfizer að ná í allt aðrar upplýsingar en Ísland myndi gera. „Mér sýnist að það sem Ísraelar ætli að gera sé að kanna hvort að það sé hægt að hafa lengri bil á milli annars og fyrsta skammtar af bóluefni Pfizer og síðan að veita þeim upplýsingar um útkomuna úr bólusetningunni almennt.“ Á hinn boginn hefðu Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagt til rannsókn sem kanni hjarðónæmishugtakið og reyna að sýna fram á að það sé meira heldur en kenning. „Það sem við erum að leggja til við þá er tiltölulega einföld tilraun til að reyna að skilja það hvernig maður getur kveðið í kútinn svona veiru án þess að bólusetja alla þjóðina. Það hefur í rauninni enginn sýnt fram á hverjar þessar stærðir eru í hjarðónæminu.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira