Rætt við fleiri en Pfizer um rannsókn á hjarðónæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 11. janúar 2021 06:58 Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst hér á landi í lok desember. Vísir/Vilhelm Rætt hefur verið við nokkra framleiðendur bóluefnis gegn kórónuveirunni um þá hugmynd að Ísland verði einskonar tilraunaverkefni til að rannsaka hjarðónæmi heillar þjóðar. Þegar hefur verið greint frá viðræðum þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar við lyfjarisann Pfizer, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur einnig verið rætt við fleiri aðila um svipaðar hugmyndir. Ekki er þó greint frá því í frétt blaðsina hvaða fyrirtæki um ræðir og raunar er þess heldur ekki getið hvaða aðilar hér á landi hafi átt í slíkum viðræðum. Viðræðurnar við Pfizer munu vera lengst komnar og mun það skýrast í vikunni. Þegar hefur verið greint frá því að Pfizer hafi samið við Ísraela um að þeir taki þátt í tilraunaverkefni. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, það ekki útiloka að lyfjafyrirtækið gangi til samninga við íslensk stjórnvöld. „Málið er ekki dautt, það er það eina sem ég vil segja,“ sagði Kári. Þá væri Ísrael að hjálpa Pfizer að ná í allt aðrar upplýsingar en Ísland myndi gera. „Mér sýnist að það sem Ísraelar ætli að gera sé að kanna hvort að það sé hægt að hafa lengri bil á milli annars og fyrsta skammtar af bóluefni Pfizer og síðan að veita þeim upplýsingar um útkomuna úr bólusetningunni almennt.“ Á hinn boginn hefðu Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagt til rannsókn sem kanni hjarðónæmishugtakið og reyna að sýna fram á að það sé meira heldur en kenning. „Það sem við erum að leggja til við þá er tiltölulega einföld tilraun til að reyna að skilja það hvernig maður getur kveðið í kútinn svona veiru án þess að bólusetja alla þjóðina. Það hefur í rauninni enginn sýnt fram á hverjar þessar stærðir eru í hjarðónæminu.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þegar hefur verið greint frá viðræðum þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar við lyfjarisann Pfizer, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur einnig verið rætt við fleiri aðila um svipaðar hugmyndir. Ekki er þó greint frá því í frétt blaðsina hvaða fyrirtæki um ræðir og raunar er þess heldur ekki getið hvaða aðilar hér á landi hafi átt í slíkum viðræðum. Viðræðurnar við Pfizer munu vera lengst komnar og mun það skýrast í vikunni. Þegar hefur verið greint frá því að Pfizer hafi samið við Ísraela um að þeir taki þátt í tilraunaverkefni. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, það ekki útiloka að lyfjafyrirtækið gangi til samninga við íslensk stjórnvöld. „Málið er ekki dautt, það er það eina sem ég vil segja,“ sagði Kári. Þá væri Ísrael að hjálpa Pfizer að ná í allt aðrar upplýsingar en Ísland myndi gera. „Mér sýnist að það sem Ísraelar ætli að gera sé að kanna hvort að það sé hægt að hafa lengri bil á milli annars og fyrsta skammtar af bóluefni Pfizer og síðan að veita þeim upplýsingar um útkomuna úr bólusetningunni almennt.“ Á hinn boginn hefðu Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagt til rannsókn sem kanni hjarðónæmishugtakið og reyna að sýna fram á að það sé meira heldur en kenning. „Það sem við erum að leggja til við þá er tiltölulega einföld tilraun til að reyna að skilja það hvernig maður getur kveðið í kútinn svona veiru án þess að bólusetja alla þjóðina. Það hefur í rauninni enginn sýnt fram á hverjar þessar stærðir eru í hjarðónæminu.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira