„Þakklát þessum einstaklingi sem rak mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2021 14:30 Gerður hefur rekið kynlífshjálpartækjaverslunina Blush í nokkur ár. Gerður Arinbjarnardóttir hefur á fáeinum árum farið frá því að selja kynlífstæki úr skúffum heiman frá sér yfir í að velta hálfum milljarði á ári. Gerður, er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir að erfiðasti hjallinn við að byrja með rekstur á eigin fyrirtæki hafa verið áralanga skilyrðingu af því að vera ekki nógu góð í skóla. Hún hefur sterkar skoðanir á menntakerfinu. „Ég held ég hafi verið hrædd við það sem allir eru hræddir við, sem er að gera mistök og bregðast fólkinu í kringum mig. Ég fór í gegnum skólakerfið með þá tilfinningu að ég væri aldrei nógu góð. Ég átti erfitt með nám og kerfið er þannig að þér eru gefnar einkunnir og þú ert metin út frá því og ég var alltaf að valda sjálfri mér vonbrigðum. Ég var alltaf í C bekknum sem var fyrir tossana,“ segir Gerður og heldur áfram. Eigum að spyrja börnin „Það að skipta krökkum upp með þessum hætti eftir árangri í námi er eiginlega ofbeldi. Þetta eru viðkvæmustu árin. Geturðu ímyndað þér hvað það gerir fyrir sjálfstraust unglings sem er í mótun að honum sé sagt að hann sé ekki nógu góður og eigi að vera í C bekk? Niðurlægingin sem fylgir því að segja vinkonum sínum sem allar eru á leið í A bekk að maður verði ekki með þeim í bekk árið eftir af því að maður sé svo lélegur námsmaður. Svo er ekkert tekið inn í þetta að það er bara verið að mæla mann út frá því sem skólakerfið telur mikilvægt. Stærðfræði, náttúrufræði og íslenska og hefðbundin fög, en ekkert um mannleg samskipti, fjármál, tilfinningastjórnun og fleira. Er ekki löngu kominn tími til að spyrja börnin okkar hvernig þeim finnst best að læra. Sumir vilja hlusta, aðrir tala og aðrir lesa. Ég hef aldrei getað lesið langar bækur, en ég get horft á myndbönd þar sem nákvæmlega það sama er kennt og ég get þulið það allt upp fyrir þig þegar myndbandið er búið. Ég upplifði það trekk í trekk að vera ekki nógu góð og upplifði mig alltaf eins og ég væri heimsk, en sem betur fer studdu foreldrar mínir alltaf við bakið á mér.“ Hún segist stolt af því sem hún hefur afrekað og man eins og í gær daginn þar sem henni leið fyrst eins og það væri komin alvara í reksturinn. „Ég hef svo oft hugsað til baka og ég man daginn sem ég seldi fyrir fyrstu milljónina mína. Ég man hvað mér fannst það magnað að selja fyrir meira en eina milljón á einum degi og ég hugsaði með mér að ég væri búin að ná toppnum. Þetta var fyrir nokkrum árum síðan og ég var í geðshræringarkasti yfir þessu öllu saman. En þarna var ég líka bara ein með krúttlegan lítinn rekstur, þannig að þó að ég velti núna meira en milljón á dag alla daga ársins er það líka vegna þess að ég þarf það. Núna er ég með 15-16 starfsmenn plús verktaka, auglýsingastofur, bókara og annað. Þannig að í dag er þessi upphæð í sölu beinlínis vegna þess að ég þarf þess til að halda þessari starfsemi gangandi á góðan hátt.” Hrökkva eða stökkva Gerður fann sig ekki í hefðbundnum skóla, en vissi að hún hefði vit á viðskiptum, sem nú hefur heldur betur reynst raunin. „Ég var komin á þann stað að þurfa að velja. Ég var rekin úr vinnunni minni fljótlega eftir að ég var byrjuð með Blush. Sá sem rak mig sagði mér að ég yrði að velja og þetta væri bara of mikið að ég væri í hvoru tveggja á sama tíma. Ég var líka einstæð móðir og sé núna að þetta var bara hárrétt og ég verð alltaf ævinlega þakklát þessum einstaklingi sem rak mig. Þarna kom þetta augnablik þar sem það var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Þarna var þetta ekki orðið nógu stórt til að ég gæti lifað á þessu, en ég hafði svo mikla trú á hugmyndinni, þó að ég hafi ekki haft jafn mikla trú á sjálfri mér. Það var stanslaus rödd í hausnum á mér sem sagði við mig að ég væri ekki með menntun í þetta, að ég væri of ung, hver ég þættist eiginlega vera að ætla að fara að byrja með fyrirtæki. En ég hafði það mikla trú á hugmyndinni að það hjálpaði mér að halda þessu áfram. Svo þegar ég fór að vinna í að trúa meira á mig líka og gera markvissa hluti til að laga það, þá fór allt að blómstra og það gerðist svo hratt að ég eiginlega trúði því ekki.” Í þættinum ræða Gerður og Sölvi um viðskipti, ferðalög í framandi lönd, þægindaramma fólks og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Verslun Kynlíf Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Gerður, er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir að erfiðasti hjallinn við að byrja með rekstur á eigin fyrirtæki hafa verið áralanga skilyrðingu af því að vera ekki nógu góð í skóla. Hún hefur sterkar skoðanir á menntakerfinu. „Ég held ég hafi verið hrædd við það sem allir eru hræddir við, sem er að gera mistök og bregðast fólkinu í kringum mig. Ég fór í gegnum skólakerfið með þá tilfinningu að ég væri aldrei nógu góð. Ég átti erfitt með nám og kerfið er þannig að þér eru gefnar einkunnir og þú ert metin út frá því og ég var alltaf að valda sjálfri mér vonbrigðum. Ég var alltaf í C bekknum sem var fyrir tossana,“ segir Gerður og heldur áfram. Eigum að spyrja börnin „Það að skipta krökkum upp með þessum hætti eftir árangri í námi er eiginlega ofbeldi. Þetta eru viðkvæmustu árin. Geturðu ímyndað þér hvað það gerir fyrir sjálfstraust unglings sem er í mótun að honum sé sagt að hann sé ekki nógu góður og eigi að vera í C bekk? Niðurlægingin sem fylgir því að segja vinkonum sínum sem allar eru á leið í A bekk að maður verði ekki með þeim í bekk árið eftir af því að maður sé svo lélegur námsmaður. Svo er ekkert tekið inn í þetta að það er bara verið að mæla mann út frá því sem skólakerfið telur mikilvægt. Stærðfræði, náttúrufræði og íslenska og hefðbundin fög, en ekkert um mannleg samskipti, fjármál, tilfinningastjórnun og fleira. Er ekki löngu kominn tími til að spyrja börnin okkar hvernig þeim finnst best að læra. Sumir vilja hlusta, aðrir tala og aðrir lesa. Ég hef aldrei getað lesið langar bækur, en ég get horft á myndbönd þar sem nákvæmlega það sama er kennt og ég get þulið það allt upp fyrir þig þegar myndbandið er búið. Ég upplifði það trekk í trekk að vera ekki nógu góð og upplifði mig alltaf eins og ég væri heimsk, en sem betur fer studdu foreldrar mínir alltaf við bakið á mér.“ Hún segist stolt af því sem hún hefur afrekað og man eins og í gær daginn þar sem henni leið fyrst eins og það væri komin alvara í reksturinn. „Ég hef svo oft hugsað til baka og ég man daginn sem ég seldi fyrir fyrstu milljónina mína. Ég man hvað mér fannst það magnað að selja fyrir meira en eina milljón á einum degi og ég hugsaði með mér að ég væri búin að ná toppnum. Þetta var fyrir nokkrum árum síðan og ég var í geðshræringarkasti yfir þessu öllu saman. En þarna var ég líka bara ein með krúttlegan lítinn rekstur, þannig að þó að ég velti núna meira en milljón á dag alla daga ársins er það líka vegna þess að ég þarf það. Núna er ég með 15-16 starfsmenn plús verktaka, auglýsingastofur, bókara og annað. Þannig að í dag er þessi upphæð í sölu beinlínis vegna þess að ég þarf þess til að halda þessari starfsemi gangandi á góðan hátt.” Hrökkva eða stökkva Gerður fann sig ekki í hefðbundnum skóla, en vissi að hún hefði vit á viðskiptum, sem nú hefur heldur betur reynst raunin. „Ég var komin á þann stað að þurfa að velja. Ég var rekin úr vinnunni minni fljótlega eftir að ég var byrjuð með Blush. Sá sem rak mig sagði mér að ég yrði að velja og þetta væri bara of mikið að ég væri í hvoru tveggja á sama tíma. Ég var líka einstæð móðir og sé núna að þetta var bara hárrétt og ég verð alltaf ævinlega þakklát þessum einstaklingi sem rak mig. Þarna kom þetta augnablik þar sem það var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Þarna var þetta ekki orðið nógu stórt til að ég gæti lifað á þessu, en ég hafði svo mikla trú á hugmyndinni, þó að ég hafi ekki haft jafn mikla trú á sjálfri mér. Það var stanslaus rödd í hausnum á mér sem sagði við mig að ég væri ekki með menntun í þetta, að ég væri of ung, hver ég þættist eiginlega vera að ætla að fara að byrja með fyrirtæki. En ég hafði það mikla trú á hugmyndinni að það hjálpaði mér að halda þessu áfram. Svo þegar ég fór að vinna í að trúa meira á mig líka og gera markvissa hluti til að laga það, þá fór allt að blómstra og það gerðist svo hratt að ég eiginlega trúði því ekki.” Í þættinum ræða Gerður og Sölvi um viðskipti, ferðalög í framandi lönd, þægindaramma fólks og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Verslun Kynlíf Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira