Bandarískt fyrirtæki festir kaup á LS Retail Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 14:48 Magnus Norddahl, forstjóri LS Retail. Mynd/LS Retail Bandaríska fyrirtækið Aptos hefur undirritað samning um kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail sem sérhæfir sig í þróun verslunar- og afgreiðslukerfa. Í tilkynningu frá LS Retail er Aptos sagt vera leiðandi fyrirtæki í tæknilausnum fyrir verslanir og að íslenska fyrirtækið verði starfrækt sem sjálfstæð eining innan Aptos samstæðunnar. Aptos sinni nú yfir þúsund viðskiptavinum sem reka yfir 135 þúsund verslanir í yfir 65 löndum. Fyrirhuguð kaup Aptos fylgja í kjölfar kaupa Goldman Sachs Merchant Banking Division á Aptos á síðasta ári. „Sameiginlega munu Aptos og LS Retail verða enn betur í stakk búin til að veita heildstæðar lausnir og þjónustu fyrir breiðari hóp verslana og þjónustufyrirtækja um allan heim.“ Starfsmenn Aptos eru um 1.250 talsins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Atlanta í Bandaríkjunum, en auk þess er fyrirtækið með skrifstofur í Evrópu og Asíu. LS Retail er með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Asíu, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Ameríku. Hjá félaginu starfa um 250 manns. Hugbúnaður LS Retail í yfir 80 þúsund verslunum og veitingastöðum Lausnir LS Retail eru nú seldar og afhentar af samstarfsaðilum LS Retail til yfir 80.000 verslana og veitingastaða í meira en 140 löndum, segir í tilkynningu. Viðskiptavinahópur LS Retail nær meðal annars til tískuverslanakeðja, raftækjaverslana, húsgagnaverslana, veitingastaða, hótela, kaffihúsa, apóteka og bensínstöðva. „Samsettur viðskiptavinahópur fyrirtækjanna tveggja á sér vart hliðstæðu í þessum geira sé litið til markaðshlutdeildar og reynslu þeirra í að sinna verslun og þjónustu.“ Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail, segir að heimsfaraldurinn hafi hraðað breytingum í viðskiptaumhverfinu. „Fyrirtæki þurfa lausnir sem veita þeim þekkingu, innsýn og vissu. Stafvæðing (e. digitalization) er orðin enn brýnni en áður og þörfin fyrir heildstæðar viðskiptalausnir er meira knýjandi en nokkru sinni fyrr. Þarna eru LS Retail og Aptos í fremstu röð, og þessi þróun er tækifæri til að auka markaðshlutdeild fyrirtækjanna og hjálpa fleiri viðskiptavinum um allan heim,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Hlakka til að hraða vexti fyrirtækisins „Það fyllir okkur bjartsýni að Aptos, með sína miklu reynslu hvað varðar umbreytingu í skýjalausnir og samþætta netverslun, hafi valið að fara í samstarf við okkur til að ýta frekar undir vöxt okkar á alþjóðamarkaði,“ segir Magnús. Pete Sinisgalli, forstjóri Aptos, segist hlakka til að vinna með stjórnendum LS Retail að því að hraða frekari vexti fyrirtækisins. „Að fá LS Retail inn í Aptos fjölskylduna gerir okkur betur kleift að skila áþreifanlegum ávinningi til viðskiptavina okkar, þar sem það bætir við okkar þekkingu og auðlindir, fjölgar þeim geirum sem við náum til og víkkar út okkar markaðssvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Verslun Tengdar fréttir Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. 14. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Aptos sinni nú yfir þúsund viðskiptavinum sem reka yfir 135 þúsund verslanir í yfir 65 löndum. Fyrirhuguð kaup Aptos fylgja í kjölfar kaupa Goldman Sachs Merchant Banking Division á Aptos á síðasta ári. „Sameiginlega munu Aptos og LS Retail verða enn betur í stakk búin til að veita heildstæðar lausnir og þjónustu fyrir breiðari hóp verslana og þjónustufyrirtækja um allan heim.“ Starfsmenn Aptos eru um 1.250 talsins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Atlanta í Bandaríkjunum, en auk þess er fyrirtækið með skrifstofur í Evrópu og Asíu. LS Retail er með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Asíu, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Ameríku. Hjá félaginu starfa um 250 manns. Hugbúnaður LS Retail í yfir 80 þúsund verslunum og veitingastöðum Lausnir LS Retail eru nú seldar og afhentar af samstarfsaðilum LS Retail til yfir 80.000 verslana og veitingastaða í meira en 140 löndum, segir í tilkynningu. Viðskiptavinahópur LS Retail nær meðal annars til tískuverslanakeðja, raftækjaverslana, húsgagnaverslana, veitingastaða, hótela, kaffihúsa, apóteka og bensínstöðva. „Samsettur viðskiptavinahópur fyrirtækjanna tveggja á sér vart hliðstæðu í þessum geira sé litið til markaðshlutdeildar og reynslu þeirra í að sinna verslun og þjónustu.“ Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail, segir að heimsfaraldurinn hafi hraðað breytingum í viðskiptaumhverfinu. „Fyrirtæki þurfa lausnir sem veita þeim þekkingu, innsýn og vissu. Stafvæðing (e. digitalization) er orðin enn brýnni en áður og þörfin fyrir heildstæðar viðskiptalausnir er meira knýjandi en nokkru sinni fyrr. Þarna eru LS Retail og Aptos í fremstu röð, og þessi þróun er tækifæri til að auka markaðshlutdeild fyrirtækjanna og hjálpa fleiri viðskiptavinum um allan heim,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Hlakka til að hraða vexti fyrirtækisins „Það fyllir okkur bjartsýni að Aptos, með sína miklu reynslu hvað varðar umbreytingu í skýjalausnir og samþætta netverslun, hafi valið að fara í samstarf við okkur til að ýta frekar undir vöxt okkar á alþjóðamarkaði,“ segir Magnús. Pete Sinisgalli, forstjóri Aptos, segist hlakka til að vinna með stjórnendum LS Retail að því að hraða frekari vexti fyrirtækisins. „Að fá LS Retail inn í Aptos fjölskylduna gerir okkur betur kleift að skila áþreifanlegum ávinningi til viðskiptavina okkar, þar sem það bætir við okkar þekkingu og auðlindir, fjölgar þeim geirum sem við náum til og víkkar út okkar markaðssvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Verslun Tengdar fréttir Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. 14. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Sýknaðir af kröfum LS Retail í lógódeilu Landsréttur sýknaði í síðustu viku Norðurturninn og Íslandsbanka af kröfum LS Retail sem hafði meðal annars krafist ógildingar á þeirri ákvörðun stjórnar skrifstofuturnsins að bankinn mætti einn leigutaka hengja vörumerki sitt utan á stigahús byggingarinnar. 14. febrúar 2019 08:30