Sjúklingur á hjartadeild Landspítala greindur með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 19:02 Bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Vísir/Vilhelm Lokað hefur verið fyrir innlagnir á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut eftir að sjúklingur þar greindist með Covid-19. Ekki er vitað hvernig sjúklingurinn smitaðist en vitað að hann smitaðist á meðan hann lá inni. Sjúklingurinn dvelur nú heima hjá sér. Öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum á hjartadeildina 14EG á morgun hefur verið frestað. Þá eru heimsóknir gesta ekki leyfðar. Bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómalækninga, eru menn nú að reyna að átta sig á málinu. „Vonandi er þetta stormur í vatnsglasi en við verðum að bregðast við,“ sagði hann í samtali við Vísi rétt í þessu. Smitið greindist við hefðbundna skimun á deildinni. „Farsóttarnefnd Landspítala kom þegar í stað saman ásamt stjórnendum hjartadeildar og ákveðið var að grípa til eftirfarandi ráðstafana: Skima alla sjúklinga (32 talsins), skima allt starfsfólk deildarinnar (á annað hundrað manns) og hafa samband við aðstandendur. Þessar aðgerðir standa núna yfir og verður fram haldið á morgun. Tryggt verður að þeir fari skimun sem þörf krefur,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að sóttvarnalæknir hafi verið upplýstur um málið og unnið sé að smitrakningu innanhúss og eftir atvikum meðal þeirra sem tengjast deildinni. „Alltaf er hætta á því í heimsfaraldri eins og vegna Covid-19, að smit komi upp á einstökum deildum með þessum hætti, jafnvel þótt ítrustu sóttvarna og fyllstu varúðar og öryggis sjúklinga sé gætt. Margir tugir og jafnvel nokkur hundruð manns starfa á flestum stærri deildum Landspítala og þetta fólk er allt virkt upp að vissu marki í samfélaginu. Deildirnar þarf einnig að þjónusta af stórum hópi fólks í stoðdeildum spítalans. Sömuleiðis eru heimsóknir aðstandenda leyfðar upp að vissu marki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Sjúklingurinn dvelur nú heima hjá sér. Öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum á hjartadeildina 14EG á morgun hefur verið frestað. Þá eru heimsóknir gesta ekki leyfðar. Bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómalækninga, eru menn nú að reyna að átta sig á málinu. „Vonandi er þetta stormur í vatnsglasi en við verðum að bregðast við,“ sagði hann í samtali við Vísi rétt í þessu. Smitið greindist við hefðbundna skimun á deildinni. „Farsóttarnefnd Landspítala kom þegar í stað saman ásamt stjórnendum hjartadeildar og ákveðið var að grípa til eftirfarandi ráðstafana: Skima alla sjúklinga (32 talsins), skima allt starfsfólk deildarinnar (á annað hundrað manns) og hafa samband við aðstandendur. Þessar aðgerðir standa núna yfir og verður fram haldið á morgun. Tryggt verður að þeir fari skimun sem þörf krefur,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að sóttvarnalæknir hafi verið upplýstur um málið og unnið sé að smitrakningu innanhúss og eftir atvikum meðal þeirra sem tengjast deildinni. „Alltaf er hætta á því í heimsfaraldri eins og vegna Covid-19, að smit komi upp á einstökum deildum með þessum hætti, jafnvel þótt ítrustu sóttvarna og fyllstu varúðar og öryggis sjúklinga sé gætt. Margir tugir og jafnvel nokkur hundruð manns starfa á flestum stærri deildum Landspítala og þetta fólk er allt virkt upp að vissu marki í samfélaginu. Deildirnar þarf einnig að þjónusta af stórum hópi fólks í stoðdeildum spítalans. Sömuleiðis eru heimsóknir aðstandenda leyfðar upp að vissu marki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira