Byssu miðað að enni Rutar Kára í Róm Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2021 12:31 Rut Kára hafði margar sögur að segja. Rut Kára er einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins. Hún lærði fagið á Ítalíu og átti góð ár þar bæði í náminu og eftir það. Rut Kára ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í vikunni. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Rut er þekkt fyrir að hafa ótrúlega gott auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og litum. Í spjallinu fer Rut yfir ferilinn og einnig tímann á Ítalíu þar sem hún lenti hendur betur í skrautlegri lífsreynslu þegar hún fór í bíó með vinkonu sinni. „Ég var svo opin fyrir ævintýrum að ég lenti bara í öllu á Ítalíu. Einu sinni fórum ég og Gunna vinkona mín í bíó og það merkilegt að hugsa til þess hvað tíminn hefur breyst mikið, það er eins og þú sért að tala við níræða konu á Grund en þarna fóru stelpur ekki einar út á kvöldin í Róm,“ segir Rut og heldur áfram. Klippa: Rut Kára fékk byssu upp við ennið í Róm „Stelpur milli tvítugt og 26 ára fóru ekki einar í bíó. Við tvær víkingarnir fórum á vespu í bíó og bíóið var búið svolítið seint og við vorum að drífa okkur heim. Gunna fer á vespunni í gegnum eitthvað hverfi sem enginn fer í gegnum á þessum tíma dags. Við sjáum strax að það er einhver að elta okkur á bíl og ég segi við Gunni farðu bara ógeðslega hratt og beygðu svo snöggt til hægri eða vinstri.“ Rut segir að þetta hafi verið eins og atriðið í bíómynd. „Við höldum að við höfum sloppið og búnar að hrista þá af okkur en þá keyra þeir í veg fyrir okkur. Þá eru þeir búnir að skella ofan á þakið sírenu og stoppa okkur og ekkert venjulega, þeir eru með byssu við ennið á okkur. Ég hugsaði, núna verð ég bara drepin. Þeir segjast vera úr eiturlyfja og morðdeildinni lögreglunnar. Það var janúar og dimmt og ég hugsaði að þetta yrðu endalokin, ég bara dey hér.“ „Það hafði einhver kærasti Gunni gefið henni stolið hjól. Þeir báðu okkur um að opna koffortið og hún gat það ekki, var ekki með lykil og þeir voru með það alveg á hreinu að við værum að selja dóp. Svo verður maður svo hræddur að við fórum eitthvað að rífa kjaft sem maður gerir ekki við þessa deild lögreglunnar. Þeir urðu alveg brjálaðir, hentu mér inn í bílinn og Gunna var tekin í öðrum bíl og fóru með okkur í fangelsi og við vorum bara þar yfir nótt. Ég var svo hrædd, ég var að deyja. Við fengum 1,2 milljónir líra í námslán á mánuði og þeir rukkuðu okkur akkúrat þá upphæð fyrir þetta.“ Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Rut Kára ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í vikunni. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíusögunni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Rut er þekkt fyrir að hafa ótrúlega gott auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og litum. Í spjallinu fer Rut yfir ferilinn og einnig tímann á Ítalíu þar sem hún lenti hendur betur í skrautlegri lífsreynslu þegar hún fór í bíó með vinkonu sinni. „Ég var svo opin fyrir ævintýrum að ég lenti bara í öllu á Ítalíu. Einu sinni fórum ég og Gunna vinkona mín í bíó og það merkilegt að hugsa til þess hvað tíminn hefur breyst mikið, það er eins og þú sért að tala við níræða konu á Grund en þarna fóru stelpur ekki einar út á kvöldin í Róm,“ segir Rut og heldur áfram. Klippa: Rut Kára fékk byssu upp við ennið í Róm „Stelpur milli tvítugt og 26 ára fóru ekki einar í bíó. Við tvær víkingarnir fórum á vespu í bíó og bíóið var búið svolítið seint og við vorum að drífa okkur heim. Gunna fer á vespunni í gegnum eitthvað hverfi sem enginn fer í gegnum á þessum tíma dags. Við sjáum strax að það er einhver að elta okkur á bíl og ég segi við Gunni farðu bara ógeðslega hratt og beygðu svo snöggt til hægri eða vinstri.“ Rut segir að þetta hafi verið eins og atriðið í bíómynd. „Við höldum að við höfum sloppið og búnar að hrista þá af okkur en þá keyra þeir í veg fyrir okkur. Þá eru þeir búnir að skella ofan á þakið sírenu og stoppa okkur og ekkert venjulega, þeir eru með byssu við ennið á okkur. Ég hugsaði, núna verð ég bara drepin. Þeir segjast vera úr eiturlyfja og morðdeildinni lögreglunnar. Það var janúar og dimmt og ég hugsaði að þetta yrðu endalokin, ég bara dey hér.“ „Það hafði einhver kærasti Gunni gefið henni stolið hjól. Þeir báðu okkur um að opna koffortið og hún gat það ekki, var ekki með lykil og þeir voru með það alveg á hreinu að við værum að selja dóp. Svo verður maður svo hræddur að við fórum eitthvað að rífa kjaft sem maður gerir ekki við þessa deild lögreglunnar. Þeir urðu alveg brjálaðir, hentu mér inn í bílinn og Gunna var tekin í öðrum bíl og fóru með okkur í fangelsi og við vorum bara þar yfir nótt. Ég var svo hrædd, ég var að deyja. Við fengum 1,2 milljónir líra í námslán á mánuði og þeir rukkuðu okkur akkúrat þá upphæð fyrir þetta.“
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira