Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2021 12:54 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Lyfjaframleiðandinn Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar af fundi um mögulega bóluefnisrannsókn á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar að Mette [Skovdal], fulltrúi Pfizer í Skandinavíu sem var viðstödd fund Kára, sóttvarnalæknis og landlæknis með Pfizer, hefði brotið trúnað og sagt dönskum yfirvöldum frá viðræðunum. Danir vildu nú vera með í samningum. Hefði átt að vera varkárari Kári sagði síðar í samtali við Vísi að hann sæi eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum; hann myndi ekki lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í Fréttablaðinu. Það hefði þó vissulega verið „óheppilegt“ að fulltrúi Pfizer hefði sagt frá málinu án þess að fá leyfi fundargesta til þess. „Það bara tíðkast ekki,“ sagði Kári. „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum, þannig að þetta skrifast jafnt á mig sem Mette.“ Nokkrar tillögur um rannsóknir til skoðunar Vísir leitaði viðbragða frá Skovdal vegna frásagnar Kára á þriðjudag. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á samskiptastjóra Pfizer í Danmörku. Fram kemur í svari Pfizer sem barst í morgun að Pfizer „kannist ekki við“ frásögn Kára. Tekið er fram að nokkrar tillögur um rannsókn á virkni bóluefnisins séu til skoðunar í mismunandi löndum, þar á meðal Íslandi. Þar sem viðræður séu í gangi geti Pfizer ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Svar Pfizer við fyrirspurn Vísis má sjá í heild hér fyrir neðan. Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point. Bæði Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bjuggust við viðbrögðum frá Pfizer vegna viðræðnanna í þessari viku. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann hefði ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Þá sagði hann viðræður í gangi við alla bóluefnaframleiðendur sem selja Íslandi bóluefni. Margt bæri þar á góma en ekkert væri í gangi í þeim efnum sem vert væri að tala um. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30 Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar að Mette [Skovdal], fulltrúi Pfizer í Skandinavíu sem var viðstödd fund Kára, sóttvarnalæknis og landlæknis með Pfizer, hefði brotið trúnað og sagt dönskum yfirvöldum frá viðræðunum. Danir vildu nú vera með í samningum. Hefði átt að vera varkárari Kári sagði síðar í samtali við Vísi að hann sæi eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum; hann myndi ekki lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í Fréttablaðinu. Það hefði þó vissulega verið „óheppilegt“ að fulltrúi Pfizer hefði sagt frá málinu án þess að fá leyfi fundargesta til þess. „Það bara tíðkast ekki,“ sagði Kári. „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum, þannig að þetta skrifast jafnt á mig sem Mette.“ Nokkrar tillögur um rannsóknir til skoðunar Vísir leitaði viðbragða frá Skovdal vegna frásagnar Kára á þriðjudag. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á samskiptastjóra Pfizer í Danmörku. Fram kemur í svari Pfizer sem barst í morgun að Pfizer „kannist ekki við“ frásögn Kára. Tekið er fram að nokkrar tillögur um rannsókn á virkni bóluefnisins séu til skoðunar í mismunandi löndum, þar á meðal Íslandi. Þar sem viðræður séu í gangi geti Pfizer ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Svar Pfizer við fyrirspurn Vísis má sjá í heild hér fyrir neðan. Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point. Bæði Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bjuggust við viðbrögðum frá Pfizer vegna viðræðnanna í þessari viku. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann hefði ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Þá sagði hann viðræður í gangi við alla bóluefnaframleiðendur sem selja Íslandi bóluefni. Margt bæri þar á góma en ekkert væri í gangi í þeim efnum sem vert væri að tala um.
Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30 Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03
Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30
Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35