Bein útsending: Hvernig bregst ríkisstjórnin við nýjustu tillögu Þórólfs? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 11:33 Von er á því að Katrín Jakobsdóttir fari yfir stöðu mála að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin situr nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðgerðir á landamærum stóra mál fundarins og von á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrar og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fari yfir stöðuna og kynni jafnvel breytingar á fyrirkomulagi á landamærum að fundi loknum. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við ráðherra. Útsendinguna má sjá neðst í fréttinni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við þrautavaraaðgerð á landamærum þess efnis að allir sem komi til landsins þurfi að framvísa innan við 48 klukkustunda gamalli neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Þórólfur hefur áður lagt til að gera tvöfalda sýnatöku við komu til landsins að skilyrði en þeirri tillögu hefur ráðherra í tvígang hafnað og borið fyrir sig lagalegri óvissu. Þórólfur lagði til varaplan að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví yrði látið dvelja í farsóttarhúsinu í sóttkví en þeirri tillögu og vísað til sömu ástæðu. Tillagan um framvísun nýlegs neikvæðs vottorðs er því þrautavaratillaga Þórólfs til að minnka líkur á að smitaðir einstaklingar komi til landsins sem gæti komið af stað nýrri bylgju faraldursins hér á landi.
Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við ráðherra. Útsendinguna má sjá neðst í fréttinni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við þrautavaraaðgerð á landamærum þess efnis að allir sem komi til landsins þurfi að framvísa innan við 48 klukkustunda gamalli neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Þórólfur hefur áður lagt til að gera tvöfalda sýnatöku við komu til landsins að skilyrði en þeirri tillögu hefur ráðherra í tvígang hafnað og borið fyrir sig lagalegri óvissu. Þórólfur lagði til varaplan að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví yrði látið dvelja í farsóttarhúsinu í sóttkví en þeirri tillögu og vísað til sömu ástæðu. Tillagan um framvísun nýlegs neikvæðs vottorðs er því þrautavaratillaga Þórólfs til að minnka líkur á að smitaðir einstaklingar komi til landsins sem gæti komið af stað nýrri bylgju faraldursins hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11 Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11
Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35