Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 11:33 Frá Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Hluti Seyðisfjarðar var rýmdur í varúðarskyni á föstudag vegna mikillar úrkomuspár og tilheyrandi hættu á skriðuföllum. Í samráði við Veðurstofu Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lögreglan ákveðið að aflétta rýmingunni og geta íbúar á þeim svæðum sem rýmd voru á föstudag því snúið aftur heim. Um eftirtalin hús er að ræða: Öll hús við Botnahlíð. Múlavegur 37. Baugsvegur 5. Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56. „Engin hreyfing hefur mælst á hlíðinni ofan Seyðisfjarðar þrátt fyrir rigningu frá föstudagskvöldi fram til seinnipart laugardags í gær og ekki hefur orðið vart við óstöðugleika. Vatnshæð í borholum hefur ekki hækkað umtalsvert. Því er talið óhætt að aflétta rýmingu. Rýmingu er einnig aflétt af öllum húsum við Fossgötu. Hús þar hafa verið rýmd frá því í vikunni fyrir jól þegar stóra skriðan féll. Farvegur Búðarár hefur síðan verið dýpkaður og lagfærður. Í ljósi þess sem og þess stöðugleika sem hefur sýnt sig í hlíðum þykja ekki efni til að viðhalda rýmingu á Fossgötu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49 Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Hluti Seyðisfjarðar var rýmdur í varúðarskyni á föstudag vegna mikillar úrkomuspár og tilheyrandi hættu á skriðuföllum. Í samráði við Veðurstofu Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lögreglan ákveðið að aflétta rýmingunni og geta íbúar á þeim svæðum sem rýmd voru á föstudag því snúið aftur heim. Um eftirtalin hús er að ræða: Öll hús við Botnahlíð. Múlavegur 37. Baugsvegur 5. Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56. „Engin hreyfing hefur mælst á hlíðinni ofan Seyðisfjarðar þrátt fyrir rigningu frá föstudagskvöldi fram til seinnipart laugardags í gær og ekki hefur orðið vart við óstöðugleika. Vatnshæð í borholum hefur ekki hækkað umtalsvert. Því er talið óhætt að aflétta rýmingu. Rýmingu er einnig aflétt af öllum húsum við Fossgötu. Hús þar hafa verið rýmd frá því í vikunni fyrir jól þegar stóra skriðan féll. Farvegur Búðarár hefur síðan verið dýpkaður og lagfærður. Í ljósi þess sem og þess stöðugleika sem hefur sýnt sig í hlíðum þykja ekki efni til að viðhalda rýmingu á Fossgötu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49 Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49
Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09